Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar 24. janúar 2025 09:53 Var ekki meiningin að læra af Hruninu? Hvað með efndir? Ekki verður betur séð en að dómstólar séu enn að dæma í bókhaldsmálum án þess að kynna sér efni máls til hlítar. Nýlegur dómur í hinu svokallaða „Gnúpsmáli“ bendir a.m.k. sterklega til þess. Hér á eftir fylgir frásögn um bókhaldsbrellu úr íslenskum viðskiptaheimi um meint 2 milljarða hlutafjárframlags þáverandi forstjóra Gnúps hf, Þórðar Más Jóhannessonar, og aðkomu persónulegs endurskoðanda hans, KPMG, um hina svokölluðu „Þúfubjargsfléttu“ sem og hlutdeildar þáverandi stjórnarformanns Gnúps, Kristins Björnssonar sem var fulltrúi Lyfjablóms ehf. í stjórn Gnúps. Álitamálið snýst um það hvort það unnt sé að eignast milljarða hlut í nýstofnuðu fjárfestingar félagi án þess að greiða raunverulega fyrir eignarhlutinn og þynna þar með út eignarhluta annarra hluthafa félagsins. 1. Félagið Þúfubjarg ehf, hér eftir Gnúpur, var stofnað í júlí 2006 með hlutafé upp á 500.000 kr og var í eigu Brekku ehf sem svo aftur var í eigu Þórðar Más Jóhannessonar. Brekka ehf virðist hafa tekið lán upp á 100 millj kr og lagði 99,5 millj kr inn í hlutafjáraukningu Þúfubjargs á genginu 1.000 þannig að hlutaféð var þá 599.500 kr en innborgað hlutafé 100 millj kr. Stuttu seinna skiptir Þúfubjarg um nafn og verður Gnúpur fjárfestingarfélag. 2. Þann 16. október 2006 keyptu annars vegar félög undir samstæðu fjölskyldufélags okkar, Björn Hallgrímsson ehf (nú Lyfjablóm ehf) og hins vegar félög tengd Magnúsi Kristinssyni útgerðarmanni og bróður hans Birkis, þáverandi starfsmanni Glitnis banka, allt hlutafé Gnúps fyrir 1.600 millj kr (800 millj. hvort félag) af Brekku ehf í eigu Þórðar Más. Eina eign félagsins væri 100 millj kr í innborguðu hlutafé. Kaupverðið á Gnúpi, 1.600 millj kr, var fjármagnað með lántöku hjá Glitni banka. Í lánsskjölum bankans má m.a. lesa í tilviki Lyfjablóms að ekki fáist uppgefið í hvað lánið eigi að fara og lánið aldrei greitt inn til Lyfjablóms heldur inná biðreikning í Glitni og þaðan til Brekku ehf í eigu Þórðar Más. Einungis einum stjórnarmanna Lyfjablóms ehf af fjórum var kunnugt um þetta 800 millj. „leynilán“. 3. Sama dag, 16. október 2006, var ákveðið að ráðast í hlutafjáraukningu hjá Gnúpi og skráðu fyrrgreindir kaupendur Gnúps sig fyrir um 30 milljörðum kr í formi skráðra hlutabréfa og Brekka II ehf í eigu seljandans Brekku ehf í eigu Þórðar Más skráði sig fyrir 2 millj kr í reiðufé.. Gögn málsins bera það með sér að forstjórinn Þórður Már hafi gert kröfu um að eignast til viðbótar veglegum forstjóralaunum hlut í félaginu að verðmæti liðlega 2 milljörðum króna en þó án þess að þurfa að greiða í raun fyirir hlutinn úr eigin vasa en hrein eign hins nýja félags Gnúps nam yfir 30 milljörðum króna. 5. Forstjórinn Þórður Már bjó yfir nægri þekkingu á skattalögum landsins til að vita að slík milljarða gjöf væri skattskyld hjá honum og væntanlegar skattgreiðslur hans myndu nema mörg hundruðum milljónum króna. . Það þótti forstjóranum óásættanlegt og því leitaði hann til persónulegs endurskoðanda síns sem var jafnframt endurskoðandi Gnúps hf. , (KPMG) til að freista þess að leysa málið. M.ö.o. að búa til viðskiptafléttu sem myndi útvega honum2 milljarða í reiðufé enda ákvæði hlutafélagalaga skýr : Greiði menn innborgað hlutafé með öðru en reiðufé, þarf að útbúa sérfræðiskýrslu af sérfræðingum sem staðfestir að innborgun viðkomandi aðila jafngildi þá þeim verðmætum sem hann hyggst skrá sig fyrir í hlutafélagi. Finna þurfti leið til að uppfylla ákvæði hlutafélaglaga um greiðslu hlutafjár með reiðufé sem leiddi svo til þess að engir skattar yrðu greiddir af gjafagerningnum. 6. Fyrir dómi sagði forstjórinn Þórður Már, að hann hefði í raun og veru selt sérfræðiþekkingu sína og viðskiptaáætlun fyrir 1.600 millj. kr enda Gnúpur einungis með um 100 millj. peningainneign er hann seldi félagið, en þrátt fyrir áskoranir lagði hann aldrei fram til dómstóla umrædda viðskipta. Af þessu má ráða að forstjórinn leit svo á að hann hefði afsalað meintu hugviti sínu til Gnúps fyrir söluna þótt þess sjáist hvergi stað í neinum skjölum, þ.m.t. sjálfum kaupsamningnum á Gnúp. 7. Brekka ehf í eigu forstjórans fékk sem sagt 1.600 millj kr fyrir söluna á Þúfubjargi ehf, sem átti einungis 100 millj kr í innborguðu hlutafé. Þar myndast því söluhagnaður að fjárhæð 1,5 milljarðar kr. Þessi söluhagnaður er ekki skattskyldur því söluhagnaður af hlutbréfum í eigu annars félags er ekki skattskyldur. Hinn nýráðni forstjóri Þórður Már, lagði síðan fram sínar 2.000 millj kr „hlutafé sitt“ í reiðufé til Gnúps gegnum félag sitt, Brekku II ehf, annars vegar fjármagnað með 1,600 millj kr frá sölunni á meintu hugviti sínu og hins vegar 400 millj kr í viðbót með láni sem skv.gögnum málsins var einnig yfirtekið og greitt upp af Gnúpi. 8. Daginn eftir „innborgun“ forstjórans á meintu hlutafé sínu, lét hann hinsvegar Gnúp greiða kaupendum Gnúps fyrrgreindar 1.600 millj kr sem voru notaðar til að kaupa hið meinta hugvit hans sbr.hér að framan. Gnúpur fékk hinsvegar engin verðmæti til sín fyrir þessa1.600 millj kr greiðslu og bókhald félagsins rangfært til að fela þessa „bókhaldsbrellu“. M.ö.o. allt „innborgað hlutafé“ hins nýráðna forstjóra Gnúps, hvarf af bankareikningi Gnúps, daginn eftir „innborgun“ forstjórans án nokkurs endurgjalds til Gnúps hf. En félagið hafði þá ekki hafið neina starfsemi. , Hið „innborgaða hlutafé“ forstjórans fór til uppgreiðslu á lánum sem tengjast ekki rekstri Gnúps né fylgdu þeim eignum sem voru lagðar inn í Gnúp. Hér var því um helber sýndarviðskipti að ræða, gerð í þeim eina tilgangi að útvega forstjóranum reiðufé til að uppfylla ákvæði hlutafélagalaga um innborgun hlutafjár,með reiðufé en það reiðufé hvarf af reikningum Gnúps daginn eftir innborgun forstjórans til Gnúps. Það hefði nefnilega aldrei tekist hjá forstjóranum að fá sérfræðiskýrslu þess efnis að hið meinta hugvit hans hafi verið ígildi 2 milljarða króna og því ekkert annað til í stöðunni en að fara í fyrrgreindar „bókhaldsbrellur“. Þar með þynntust út eignarhlutir annarra hluthafa Gnúps, þ.m.t. eignarhlutir Lyfjablóms ehf sem nú rekur umrætt dómsmál. Brellan í bókhaldinu gekk upp með aðstoð hinnar virtu endurskoðunarstofu þótt hið „innborgaða“ hlutafé forstjórans nýttist aldre í rekstri Gnúps og hvarf sólarhring eftir innborgun forstjórans, af reikningum Gnúps. Nú hafa íslenskir dómstólar fjallað um málið og gera þar engar athugasemdir. Endurskoðendur kusu að líta framhjá einni af meginreglum við gerð reikningsskila, sum sé þeirri að efni máls skiptir meira máli en form þess. .Þess má svo geta að forstjórinn góði kom með þrjár mismunandi skýringar á fyrrgreindri 1.600 millj kr millifærslu af bankareikningi Gnúps til uppgreiðslu á lánum sem komu Gnúp ekkert við. Allar þær skýringar voru hraktar fyrir dómi en þrátt fyrir það gerðu dómstólarnir engar athugasemdir við þessi bersýnilegu sýndarviðskipti Fengur væri að því viðhorfi dómstóla til mála að bókhaldsbrellur séu dauðans alvara en ekki bara sjálfsögð sjálfbjargarviðleitni þeirra sem í vanda eru staddir bókhaldslega og því ekki efni til að amast við því. Úrskurðaraðilar í þessum efnum verða að hafa fyrir því að setja sig inn á þá klæki sem unnt er að beita við gerð reikningsskila. Standi þessi dómur óbreyttur, er það skelfileg tilhugsun að hugsa til þess slæma fordæmis sem væri þá komið í hlutafélagarétt og skattarétt hér á landi. Fyrrgreindir endurskoðendur hafa nú réttarstöðu sakbornings hjá lögreglu vegna rökstudds gruns um brot þetta gegn 142.gr.almennra hegningarlaga (ljúgvitni fyrir dómi). Umrætt dómsmál bíður nú úrskurðar Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Lyfjablóms ehf.. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunið Dómsmál Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Var ekki meiningin að læra af Hruninu? Hvað með efndir? Ekki verður betur séð en að dómstólar séu enn að dæma í bókhaldsmálum án þess að kynna sér efni máls til hlítar. Nýlegur dómur í hinu svokallaða „Gnúpsmáli“ bendir a.m.k. sterklega til þess. Hér á eftir fylgir frásögn um bókhaldsbrellu úr íslenskum viðskiptaheimi um meint 2 milljarða hlutafjárframlags þáverandi forstjóra Gnúps hf, Þórðar Más Jóhannessonar, og aðkomu persónulegs endurskoðanda hans, KPMG, um hina svokölluðu „Þúfubjargsfléttu“ sem og hlutdeildar þáverandi stjórnarformanns Gnúps, Kristins Björnssonar sem var fulltrúi Lyfjablóms ehf. í stjórn Gnúps. Álitamálið snýst um það hvort það unnt sé að eignast milljarða hlut í nýstofnuðu fjárfestingar félagi án þess að greiða raunverulega fyrir eignarhlutinn og þynna þar með út eignarhluta annarra hluthafa félagsins. 1. Félagið Þúfubjarg ehf, hér eftir Gnúpur, var stofnað í júlí 2006 með hlutafé upp á 500.000 kr og var í eigu Brekku ehf sem svo aftur var í eigu Þórðar Más Jóhannessonar. Brekka ehf virðist hafa tekið lán upp á 100 millj kr og lagði 99,5 millj kr inn í hlutafjáraukningu Þúfubjargs á genginu 1.000 þannig að hlutaféð var þá 599.500 kr en innborgað hlutafé 100 millj kr. Stuttu seinna skiptir Þúfubjarg um nafn og verður Gnúpur fjárfestingarfélag. 2. Þann 16. október 2006 keyptu annars vegar félög undir samstæðu fjölskyldufélags okkar, Björn Hallgrímsson ehf (nú Lyfjablóm ehf) og hins vegar félög tengd Magnúsi Kristinssyni útgerðarmanni og bróður hans Birkis, þáverandi starfsmanni Glitnis banka, allt hlutafé Gnúps fyrir 1.600 millj kr (800 millj. hvort félag) af Brekku ehf í eigu Þórðar Más. Eina eign félagsins væri 100 millj kr í innborguðu hlutafé. Kaupverðið á Gnúpi, 1.600 millj kr, var fjármagnað með lántöku hjá Glitni banka. Í lánsskjölum bankans má m.a. lesa í tilviki Lyfjablóms að ekki fáist uppgefið í hvað lánið eigi að fara og lánið aldrei greitt inn til Lyfjablóms heldur inná biðreikning í Glitni og þaðan til Brekku ehf í eigu Þórðar Más. Einungis einum stjórnarmanna Lyfjablóms ehf af fjórum var kunnugt um þetta 800 millj. „leynilán“. 3. Sama dag, 16. október 2006, var ákveðið að ráðast í hlutafjáraukningu hjá Gnúpi og skráðu fyrrgreindir kaupendur Gnúps sig fyrir um 30 milljörðum kr í formi skráðra hlutabréfa og Brekka II ehf í eigu seljandans Brekku ehf í eigu Þórðar Más skráði sig fyrir 2 millj kr í reiðufé.. Gögn málsins bera það með sér að forstjórinn Þórður Már hafi gert kröfu um að eignast til viðbótar veglegum forstjóralaunum hlut í félaginu að verðmæti liðlega 2 milljörðum króna en þó án þess að þurfa að greiða í raun fyirir hlutinn úr eigin vasa en hrein eign hins nýja félags Gnúps nam yfir 30 milljörðum króna. 5. Forstjórinn Þórður Már bjó yfir nægri þekkingu á skattalögum landsins til að vita að slík milljarða gjöf væri skattskyld hjá honum og væntanlegar skattgreiðslur hans myndu nema mörg hundruðum milljónum króna. . Það þótti forstjóranum óásættanlegt og því leitaði hann til persónulegs endurskoðanda síns sem var jafnframt endurskoðandi Gnúps hf. , (KPMG) til að freista þess að leysa málið. M.ö.o. að búa til viðskiptafléttu sem myndi útvega honum2 milljarða í reiðufé enda ákvæði hlutafélagalaga skýr : Greiði menn innborgað hlutafé með öðru en reiðufé, þarf að útbúa sérfræðiskýrslu af sérfræðingum sem staðfestir að innborgun viðkomandi aðila jafngildi þá þeim verðmætum sem hann hyggst skrá sig fyrir í hlutafélagi. Finna þurfti leið til að uppfylla ákvæði hlutafélaglaga um greiðslu hlutafjár með reiðufé sem leiddi svo til þess að engir skattar yrðu greiddir af gjafagerningnum. 6. Fyrir dómi sagði forstjórinn Þórður Már, að hann hefði í raun og veru selt sérfræðiþekkingu sína og viðskiptaáætlun fyrir 1.600 millj. kr enda Gnúpur einungis með um 100 millj. peningainneign er hann seldi félagið, en þrátt fyrir áskoranir lagði hann aldrei fram til dómstóla umrædda viðskipta. Af þessu má ráða að forstjórinn leit svo á að hann hefði afsalað meintu hugviti sínu til Gnúps fyrir söluna þótt þess sjáist hvergi stað í neinum skjölum, þ.m.t. sjálfum kaupsamningnum á Gnúp. 7. Brekka ehf í eigu forstjórans fékk sem sagt 1.600 millj kr fyrir söluna á Þúfubjargi ehf, sem átti einungis 100 millj kr í innborguðu hlutafé. Þar myndast því söluhagnaður að fjárhæð 1,5 milljarðar kr. Þessi söluhagnaður er ekki skattskyldur því söluhagnaður af hlutbréfum í eigu annars félags er ekki skattskyldur. Hinn nýráðni forstjóri Þórður Már, lagði síðan fram sínar 2.000 millj kr „hlutafé sitt“ í reiðufé til Gnúps gegnum félag sitt, Brekku II ehf, annars vegar fjármagnað með 1,600 millj kr frá sölunni á meintu hugviti sínu og hins vegar 400 millj kr í viðbót með láni sem skv.gögnum málsins var einnig yfirtekið og greitt upp af Gnúpi. 8. Daginn eftir „innborgun“ forstjórans á meintu hlutafé sínu, lét hann hinsvegar Gnúp greiða kaupendum Gnúps fyrrgreindar 1.600 millj kr sem voru notaðar til að kaupa hið meinta hugvit hans sbr.hér að framan. Gnúpur fékk hinsvegar engin verðmæti til sín fyrir þessa1.600 millj kr greiðslu og bókhald félagsins rangfært til að fela þessa „bókhaldsbrellu“. M.ö.o. allt „innborgað hlutafé“ hins nýráðna forstjóra Gnúps, hvarf af bankareikningi Gnúps, daginn eftir „innborgun“ forstjórans án nokkurs endurgjalds til Gnúps hf. En félagið hafði þá ekki hafið neina starfsemi. , Hið „innborgaða hlutafé“ forstjórans fór til uppgreiðslu á lánum sem tengjast ekki rekstri Gnúps né fylgdu þeim eignum sem voru lagðar inn í Gnúp. Hér var því um helber sýndarviðskipti að ræða, gerð í þeim eina tilgangi að útvega forstjóranum reiðufé til að uppfylla ákvæði hlutafélagalaga um innborgun hlutafjár,með reiðufé en það reiðufé hvarf af reikningum Gnúps daginn eftir innborgun forstjórans til Gnúps. Það hefði nefnilega aldrei tekist hjá forstjóranum að fá sérfræðiskýrslu þess efnis að hið meinta hugvit hans hafi verið ígildi 2 milljarða króna og því ekkert annað til í stöðunni en að fara í fyrrgreindar „bókhaldsbrellur“. Þar með þynntust út eignarhlutir annarra hluthafa Gnúps, þ.m.t. eignarhlutir Lyfjablóms ehf sem nú rekur umrætt dómsmál. Brellan í bókhaldinu gekk upp með aðstoð hinnar virtu endurskoðunarstofu þótt hið „innborgaða“ hlutafé forstjórans nýttist aldre í rekstri Gnúps og hvarf sólarhring eftir innborgun forstjórans, af reikningum Gnúps. Nú hafa íslenskir dómstólar fjallað um málið og gera þar engar athugasemdir. Endurskoðendur kusu að líta framhjá einni af meginreglum við gerð reikningsskila, sum sé þeirri að efni máls skiptir meira máli en form þess. .Þess má svo geta að forstjórinn góði kom með þrjár mismunandi skýringar á fyrrgreindri 1.600 millj kr millifærslu af bankareikningi Gnúps til uppgreiðslu á lánum sem komu Gnúp ekkert við. Allar þær skýringar voru hraktar fyrir dómi en þrátt fyrir það gerðu dómstólarnir engar athugasemdir við þessi bersýnilegu sýndarviðskipti Fengur væri að því viðhorfi dómstóla til mála að bókhaldsbrellur séu dauðans alvara en ekki bara sjálfsögð sjálfbjargarviðleitni þeirra sem í vanda eru staddir bókhaldslega og því ekki efni til að amast við því. Úrskurðaraðilar í þessum efnum verða að hafa fyrir því að setja sig inn á þá klæki sem unnt er að beita við gerð reikningsskila. Standi þessi dómur óbreyttur, er það skelfileg tilhugsun að hugsa til þess slæma fordæmis sem væri þá komið í hlutafélagarétt og skattarétt hér á landi. Fyrrgreindir endurskoðendur hafa nú réttarstöðu sakbornings hjá lögreglu vegna rökstudds gruns um brot þetta gegn 142.gr.almennra hegningarlaga (ljúgvitni fyrir dómi). Umrætt dómsmál bíður nú úrskurðar Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Lyfjablóms ehf..
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar