Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. janúar 2025 16:47 Hildur Georgsdóttir, Gylfi Ólafsson, Björn Ingi Victorsson sem mun gegna embætti formanns hópsins og Oddný Árnadóttir. Fjögurra manna starfshópur hefur verið skipaður til að vinna úr þeim hagræðingartillögum sem borist hafa nýrri ríkisstjórn í Samráðsgátt stjórnvalda. Úrvinnslan er enn ekki hafin en verður snörp, að sögn eins meðlimsins. Þau sem skipa hópinn eru Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar, Hildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara. Björn Ingi verður formaður hópsins. Eins og fram hefur komið hefur sparnaðarráðum svoleiðis snjóað inn á samráðsgáttina eftir að Kristrún Frostadóttir auglýsti eftir þeim í upphafi árs. Fresturinn til að leggja til slíkt ráð rennur út á miðnætti en þegar hafa borist hátt á fjórða þúsund tillagna. Fjölmargar tillögur borist Meðal þess sem helst hefur verið nefnt er hagræðing í rekstri Ríkisútvarpsins, með því að minnka umfang þess eða leggja það niður, loka og sameina sendiráð og styrkveitingar til stjórnmálaflokkanna. Á því síðastnefnda hefur borið undanfarna daga í kjölfar þess að í ljós hafi komið að Flokkur fólksins hefði þegið á þriðja hundrað milljóna í styrki þrátt fyrir að vera ekki skráður stjórnmálaflokkur í fyrirtækjaskrá. Sjá einnig: Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Einnig hefur verið lagt til að leggja niður ráðherrabíla, fækka aðstoðarfólki ráðherra eða hætta að veita áfengi í opinberum veislum og móttökum. Það hefur einnig komið fram að tillögurnar verði fyrst greindar með hjálp gervigreindar í fyrsta fasa og þeim verði síðan komið grysjuðum áfram til úrvinnsluhópsins fyrrnefnda. Tillögum skilað í lok febrúar Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að tillögum verði skilað þann 28. febrúar og að einhverjar þeirra muni nýtast strax í vor en að fjármálaáætlun muni einnig taka mið af vinnu hópsins. „Ég vil þakka þjóðinni fyrir áhugann og aðstoðina í samráðinu. Við í ríkisstjórninni höfum mikla trú á þessari vinnu og hlökkum til að fá í hendur tillögur hagræðingarhópsins. Þetta er öflugur hópur með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífi og opinberum rekstri,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í tilkynningu ráðuneytisins. Björn Ingi Victorsson mun vera formaður hagræðingarhópsins og talsmaður þó að ekki sé gert ráð fyrir að hópurinn sýni á spilin fyrr en niðurstöðum verði skilað. „Ég er fyrst og fremst rekstrarmaður og kem inn í þetta sem slíkur en mér líst mjög vel á verkefnið og nálgun nýrrar ríkisstjórnar. Það eru víða tækifæri til að gera betur og við hlökkum til að taka þennan sprett,“ er haft eftir Birni. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Þau sem skipa hópinn eru Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar, Hildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara. Björn Ingi verður formaður hópsins. Eins og fram hefur komið hefur sparnaðarráðum svoleiðis snjóað inn á samráðsgáttina eftir að Kristrún Frostadóttir auglýsti eftir þeim í upphafi árs. Fresturinn til að leggja til slíkt ráð rennur út á miðnætti en þegar hafa borist hátt á fjórða þúsund tillagna. Fjölmargar tillögur borist Meðal þess sem helst hefur verið nefnt er hagræðing í rekstri Ríkisútvarpsins, með því að minnka umfang þess eða leggja það niður, loka og sameina sendiráð og styrkveitingar til stjórnmálaflokkanna. Á því síðastnefnda hefur borið undanfarna daga í kjölfar þess að í ljós hafi komið að Flokkur fólksins hefði þegið á þriðja hundrað milljóna í styrki þrátt fyrir að vera ekki skráður stjórnmálaflokkur í fyrirtækjaskrá. Sjá einnig: Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Einnig hefur verið lagt til að leggja niður ráðherrabíla, fækka aðstoðarfólki ráðherra eða hætta að veita áfengi í opinberum veislum og móttökum. Það hefur einnig komið fram að tillögurnar verði fyrst greindar með hjálp gervigreindar í fyrsta fasa og þeim verði síðan komið grysjuðum áfram til úrvinnsluhópsins fyrrnefnda. Tillögum skilað í lok febrúar Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að tillögum verði skilað þann 28. febrúar og að einhverjar þeirra muni nýtast strax í vor en að fjármálaáætlun muni einnig taka mið af vinnu hópsins. „Ég vil þakka þjóðinni fyrir áhugann og aðstoðina í samráðinu. Við í ríkisstjórninni höfum mikla trú á þessari vinnu og hlökkum til að fá í hendur tillögur hagræðingarhópsins. Þetta er öflugur hópur með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífi og opinberum rekstri,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í tilkynningu ráðuneytisins. Björn Ingi Victorsson mun vera formaður hagræðingarhópsins og talsmaður þó að ekki sé gert ráð fyrir að hópurinn sýni á spilin fyrr en niðurstöðum verði skilað. „Ég er fyrst og fremst rekstrarmaður og kem inn í þetta sem slíkur en mér líst mjög vel á verkefnið og nálgun nýrrar ríkisstjórnar. Það eru víða tækifæri til að gera betur og við hlökkum til að taka þennan sprett,“ er haft eftir Birni.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira