„Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 08:02 Aron Pálmarsson skoraði átta mörk úr aðeins tíu skotum í sigrinum á Egyptum á HM i gær. Vísir/Vilhelm Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hefur átt magnað heimsmeistaramót og sýndi enn á ný mikilvægi sitt í frábærum sigri á sterku liði Egypta í gærkvöldi. Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpsþáttinn Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. Liðið hefur nú unnið fyrstu fjóra leikina á mótinu. „Ef það er einhver í íslenska landsliðinu að hlusta á þennan þátt, látiði Aron hlusta á hann,“ sagði Stefán Árni Pálsson en landsliðsfyrirliðinn fékk mikið hrós hjá þeim félögum. „Þið munið pottþétt nota það sem fyrirsögn sem Einar sagði áðan: Aron Pálmars, Messi handboltans,“ sagði Bjarni Fritzson. Einar var í ham enda afar ánægður með framlag Arons í þessu móti til þessa. „Ég er svo mikill handboltamaður en ég gæti alveg snúið þessu við og sagt: Messi er Aron fótboltans. Til að höfða til fjöldans,“ sagði Einar Jónsson léttur. Ég elska gaurinn „Ég fer ekkert leynt með það. Ég elska gaurinn. Að horfa á manninn spila handbolta. Þetta er bara list,“ sagði Einar. „Ólafur Stefánsson. Það er bara list,“ sagði Einar en Stefán Árni greip það á lofti og spurði Einar hreint út hver væri besti íslenski handboltamaður allra tíma. „Það er Ólafur Stefánsson. Ólafur Stefánsson er besti handboltamaður sem spilað hefur og að mínu mati er Ólafur einn af þremur bestu handboltamönnum í heiminum nokkurn tímann,“ sagði Einar. „Aron Pálmarsson er getulega þarna. Það sem við horfum alltaf í er árangur landsliðsins og hans ferill með landsliðinu,“ sagði Einar og vildi líkja Aroni við Eið Smára Guðjohnsen þegar kemur að árangri með landsliðinu. „Náðu báðir geðveikum árangri með félagsliðum og allt það. Óli náði þessu öllu. Aron er betri handboltamaður en Óli Stef. Þegar þú horfir á hann inn á handboltavelli. Hann er geðveikur,“ sagði Einar. Það er eitthvað að fara að gerast „Mér finnst Aron núna og á síðasta móti líka, þó að síðasta móti hafi ekki verið eitthvað stórkostlegt, þá sá ég eitthvað í Aroni sem var bara: Það er eitthvað að fara að gerast þarna,“ sagði Einar. „Ef hann heldur áfram sem horfir þá vonandi fáum við að fara að fá eitthvað meira frá landsliðinu,“ skaut Bjarni inn í. „Þetta kom seint hjá Óla. Hann var við það að floppa,“ sagði Einar í léttum tón. Það má finna alla umræðuna um Aron og landsliðið hér fyrir neðan en þar er af nægu að taka enda menn í miklu stuði eftir frábæran sigur. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpsþáttinn Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. Liðið hefur nú unnið fyrstu fjóra leikina á mótinu. „Ef það er einhver í íslenska landsliðinu að hlusta á þennan þátt, látiði Aron hlusta á hann,“ sagði Stefán Árni Pálsson en landsliðsfyrirliðinn fékk mikið hrós hjá þeim félögum. „Þið munið pottþétt nota það sem fyrirsögn sem Einar sagði áðan: Aron Pálmars, Messi handboltans,“ sagði Bjarni Fritzson. Einar var í ham enda afar ánægður með framlag Arons í þessu móti til þessa. „Ég er svo mikill handboltamaður en ég gæti alveg snúið þessu við og sagt: Messi er Aron fótboltans. Til að höfða til fjöldans,“ sagði Einar Jónsson léttur. Ég elska gaurinn „Ég fer ekkert leynt með það. Ég elska gaurinn. Að horfa á manninn spila handbolta. Þetta er bara list,“ sagði Einar. „Ólafur Stefánsson. Það er bara list,“ sagði Einar en Stefán Árni greip það á lofti og spurði Einar hreint út hver væri besti íslenski handboltamaður allra tíma. „Það er Ólafur Stefánsson. Ólafur Stefánsson er besti handboltamaður sem spilað hefur og að mínu mati er Ólafur einn af þremur bestu handboltamönnum í heiminum nokkurn tímann,“ sagði Einar. „Aron Pálmarsson er getulega þarna. Það sem við horfum alltaf í er árangur landsliðsins og hans ferill með landsliðinu,“ sagði Einar og vildi líkja Aroni við Eið Smára Guðjohnsen þegar kemur að árangri með landsliðinu. „Náðu báðir geðveikum árangri með félagsliðum og allt það. Óli náði þessu öllu. Aron er betri handboltamaður en Óli Stef. Þegar þú horfir á hann inn á handboltavelli. Hann er geðveikur,“ sagði Einar. Það er eitthvað að fara að gerast „Mér finnst Aron núna og á síðasta móti líka, þó að síðasta móti hafi ekki verið eitthvað stórkostlegt, þá sá ég eitthvað í Aroni sem var bara: Það er eitthvað að fara að gerast þarna,“ sagði Einar. „Ef hann heldur áfram sem horfir þá vonandi fáum við að fara að fá eitthvað meira frá landsliðinu,“ skaut Bjarni inn í. „Þetta kom seint hjá Óla. Hann var við það að floppa,“ sagði Einar í léttum tón. Það má finna alla umræðuna um Aron og landsliðið hér fyrir neðan en þar er af nægu að taka enda menn í miklu stuði eftir frábæran sigur.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira