Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 22. janúar 2025 14:01 Öryggi er ein af grunnþörfum fólks. Einn mikilvægur þáttur í öryggiskennd fólks er skjól gegn veðri og vindum. Okkur sem samfélagi ber að tryggja að þeir sem leita aðstoðar og verndar geti fengið húsaskjól. Á hverju ári leita um 300 einstaklingar, á aldrinum 18 til 70 ára, í neyðarskýli Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Neyðarskýli eru, eins og nafnið gefur til kynna, neyðarúrræði. Þau eru ekki hönnuð sem langtímalausn, hvað þá varanleg heimili. Í dag rekur Reykjavíkurborg þrjú neyðarskýli – tvö fyrir karla og eitt fyrir konur. Árið 2023 voru samtals 21.168 gistinætur skráðar í neyðarskýlum borgarinnar. Þó sumir dvelji þar aðeins í nokkra daga, dvelja aðrir þar árum saman. Til að bregðast við þessu hefur Reykjavíkurborg hafið uppbyggingu á þrepaskiptri þjónustu með það að markmiði að stuðla að varanlegri búsetu. Slík þjónusta hefur gefist vel erlendis og byggir á hugmyndafræðinni „húsnæði fyrst“ (e. Housing First). Húsnæði fyrst Hugmyndafræðin „húsnæði fyrst“ viðurkennir grunnþörf manna til húsaskjóls. Þegar henni er mætt dregur úr örvæntingu fólks og fólk getur þá betur ráðið við aðrar áskoranir lífsins, en heimilislausir einstaklingar glíma oft við geð- eða vímuefnavanda eða afleiðingar alvarlegra áfalla. Nágrannalönd okkar líta ekki á neyðarskýli sem langtímalausn og hafa byggt upp „húsnæði fyrst“ úrræði með góðum árangri. Reykjavíkurborg hefur verið að þróa þetta áfram á síðustu árum meðal annars með smáhýsum og búsetukjörnum með stuðningi. Þrepaskipt þjónusta – endurskoðuð aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar Í gær var endurskoðuð aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar með stefnu í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir samþykkt í borgarstjórn með öllum greiddum atkvæðum. Þar er meðal annars lagt upp með að auka uppbyggingu á varanlegu húsnæði og þrepaskipta þjónustu við heimilislaust fólk. Markmiðið er að koma fólki í sjálfstæða búsetu eða húsnæði með stuðningi í stað neyðarskýla. Þjónustan skiptist í fjögur þrep og má líkja því við tröppugang. Fólk fær fyrst um sinn mikla þjónustu á meðan það vinnur úr ýmsum áskorunum og hefur sjálfstæða búsetu. Sú þjónusta minnkar ef fólk vill og er tilbúið að fara í næsta þrep í átt að sjálfstæðri og varanlegri búsetu. Samhliða aukinni áherslu á uppbyggingu varanlegs húsnæðis dregur oftast nær smám saman úr þörfinni fyrir neyðarrými. Fólk er þá alltaf í þjónustukeðjunni og fókusinn færist frá bráðalausnum yfir í sjálfbær úrræði sem styðja einstaklinga til sjálfshjálpar og leggja áherslu á skaðaminnkun. Þörf fyrir samstarf milli sveitarfélaga Heimilisleysi er ekki bundið við eitt sveitarfélag. Um þriðjungur þeirra sem dvelja í neyðarskýlum Reykjavíkur eru annaðhvort skráðir með lögheimili í öðrum sveitarfélögum eða án kennitölu. Þó flest sveitarfélög séu með samning við Reykjavíkurborg um greiðslu kostnaðar sem fellur til vegna dvalar íbúa í neyðarskýlum eru dæmi um að sveitarfélög hafni því að greiða fyrir þessa þjónustu. Þau hafa jafnvel hvatt til þess að lögheimili íbúa sé fært til Reykjavíkur. Þá mun ofangreind húsnæðisuppbygging Reykjavíkurborgar einungis þjóna íbúum Reykjavíkurborgar enda fá einstaklingar einungis úthlutað húsnæði á félagslegum grundvelli í þeirra lögheimilissveitarfélagi. Hér er markmiðið ekki að lasta önnur sveitarfélög. Heldur að varpa ljósi á þá stöðu sem kann að skapast samhliða aukinni uppbyggingu á „húsnæði fyrst“ úrræðum þ.e. að notendur neyðarskýla borgarinnar verði að mestu íbúar annarra sveitarfélaga ráðist önnur sveitarfélög ekki í sambærilega uppbyggingu fyrir sína íbúa. Slíkt fyrirkomulag væri ekki sjálfbært og ekki til þess að skapa fólki mannsæmandi líf. Þjóðarstefna – hagur allra Fólk sem býr við heimilisleysi eru mun líklegri en aðrir til að glíma við geðrænar áskoranir, líkamleg veikindi, vímuefnavanda og þunga áfallasögu. Aukinheldur eru þau líklegri til að eiga mál innan réttarvörslukerfisins og þurfa á aðkomu heilbrigðiskerfisins að halda fremur en einstaklingar sem tilheyra ekki þessum hópi. Veikindi geta leitt til þess að sumir þurfa á hjúkrunarrými á að halda þrátt fyrir að vera undir aldursviðmiðun hjúkrunarheimila. Heimilislausar konur eru þá mun líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum er ein algengasta orsök heimilisleysis kvenna. Það er því nauðsynlegt að samþætta þjónustu kerfa til að mæta þörfum fólks á heildstæðan hátt. Úrræði eins og „húsnæði fyrst“ og markviss stuðningur getur dregið úr kostnaði í heilbrigðis- og réttarkerfinu. Erlendis hefur það reynst draga úr fjölda bráðakoma og innlagna á sjúkrahús, notkunar á neyðarathvörfum sem og tíðni fangelsunar og vímuefnameðferða. Mikilvægast er þó að varanlegt húsnæði bætir lífsgæði einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Það er því hagur ríkisins að taka með virkari hætti þátt í slíkri uppbyggingu. Þjóðarstefna sem byggir á skaðaminnkun og samþættingu á þjónustu fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir sem og skilgreiningu á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er þjóðþrifamál. Ekki aðeins fyrir hag þeirra sem þurfa mest á hjálp að halda, heldur fyrir allt samfélagið. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Málefni heimilislausra Félagsmál Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Öryggi er ein af grunnþörfum fólks. Einn mikilvægur þáttur í öryggiskennd fólks er skjól gegn veðri og vindum. Okkur sem samfélagi ber að tryggja að þeir sem leita aðstoðar og verndar geti fengið húsaskjól. Á hverju ári leita um 300 einstaklingar, á aldrinum 18 til 70 ára, í neyðarskýli Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Neyðarskýli eru, eins og nafnið gefur til kynna, neyðarúrræði. Þau eru ekki hönnuð sem langtímalausn, hvað þá varanleg heimili. Í dag rekur Reykjavíkurborg þrjú neyðarskýli – tvö fyrir karla og eitt fyrir konur. Árið 2023 voru samtals 21.168 gistinætur skráðar í neyðarskýlum borgarinnar. Þó sumir dvelji þar aðeins í nokkra daga, dvelja aðrir þar árum saman. Til að bregðast við þessu hefur Reykjavíkurborg hafið uppbyggingu á þrepaskiptri þjónustu með það að markmiði að stuðla að varanlegri búsetu. Slík þjónusta hefur gefist vel erlendis og byggir á hugmyndafræðinni „húsnæði fyrst“ (e. Housing First). Húsnæði fyrst Hugmyndafræðin „húsnæði fyrst“ viðurkennir grunnþörf manna til húsaskjóls. Þegar henni er mætt dregur úr örvæntingu fólks og fólk getur þá betur ráðið við aðrar áskoranir lífsins, en heimilislausir einstaklingar glíma oft við geð- eða vímuefnavanda eða afleiðingar alvarlegra áfalla. Nágrannalönd okkar líta ekki á neyðarskýli sem langtímalausn og hafa byggt upp „húsnæði fyrst“ úrræði með góðum árangri. Reykjavíkurborg hefur verið að þróa þetta áfram á síðustu árum meðal annars með smáhýsum og búsetukjörnum með stuðningi. Þrepaskipt þjónusta – endurskoðuð aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar Í gær var endurskoðuð aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar með stefnu í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir samþykkt í borgarstjórn með öllum greiddum atkvæðum. Þar er meðal annars lagt upp með að auka uppbyggingu á varanlegu húsnæði og þrepaskipta þjónustu við heimilislaust fólk. Markmiðið er að koma fólki í sjálfstæða búsetu eða húsnæði með stuðningi í stað neyðarskýla. Þjónustan skiptist í fjögur þrep og má líkja því við tröppugang. Fólk fær fyrst um sinn mikla þjónustu á meðan það vinnur úr ýmsum áskorunum og hefur sjálfstæða búsetu. Sú þjónusta minnkar ef fólk vill og er tilbúið að fara í næsta þrep í átt að sjálfstæðri og varanlegri búsetu. Samhliða aukinni áherslu á uppbyggingu varanlegs húsnæðis dregur oftast nær smám saman úr þörfinni fyrir neyðarrými. Fólk er þá alltaf í þjónustukeðjunni og fókusinn færist frá bráðalausnum yfir í sjálfbær úrræði sem styðja einstaklinga til sjálfshjálpar og leggja áherslu á skaðaminnkun. Þörf fyrir samstarf milli sveitarfélaga Heimilisleysi er ekki bundið við eitt sveitarfélag. Um þriðjungur þeirra sem dvelja í neyðarskýlum Reykjavíkur eru annaðhvort skráðir með lögheimili í öðrum sveitarfélögum eða án kennitölu. Þó flest sveitarfélög séu með samning við Reykjavíkurborg um greiðslu kostnaðar sem fellur til vegna dvalar íbúa í neyðarskýlum eru dæmi um að sveitarfélög hafni því að greiða fyrir þessa þjónustu. Þau hafa jafnvel hvatt til þess að lögheimili íbúa sé fært til Reykjavíkur. Þá mun ofangreind húsnæðisuppbygging Reykjavíkurborgar einungis þjóna íbúum Reykjavíkurborgar enda fá einstaklingar einungis úthlutað húsnæði á félagslegum grundvelli í þeirra lögheimilissveitarfélagi. Hér er markmiðið ekki að lasta önnur sveitarfélög. Heldur að varpa ljósi á þá stöðu sem kann að skapast samhliða aukinni uppbyggingu á „húsnæði fyrst“ úrræðum þ.e. að notendur neyðarskýla borgarinnar verði að mestu íbúar annarra sveitarfélaga ráðist önnur sveitarfélög ekki í sambærilega uppbyggingu fyrir sína íbúa. Slíkt fyrirkomulag væri ekki sjálfbært og ekki til þess að skapa fólki mannsæmandi líf. Þjóðarstefna – hagur allra Fólk sem býr við heimilisleysi eru mun líklegri en aðrir til að glíma við geðrænar áskoranir, líkamleg veikindi, vímuefnavanda og þunga áfallasögu. Aukinheldur eru þau líklegri til að eiga mál innan réttarvörslukerfisins og þurfa á aðkomu heilbrigðiskerfisins að halda fremur en einstaklingar sem tilheyra ekki þessum hópi. Veikindi geta leitt til þess að sumir þurfa á hjúkrunarrými á að halda þrátt fyrir að vera undir aldursviðmiðun hjúkrunarheimila. Heimilislausar konur eru þá mun líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum er ein algengasta orsök heimilisleysis kvenna. Það er því nauðsynlegt að samþætta þjónustu kerfa til að mæta þörfum fólks á heildstæðan hátt. Úrræði eins og „húsnæði fyrst“ og markviss stuðningur getur dregið úr kostnaði í heilbrigðis- og réttarkerfinu. Erlendis hefur það reynst draga úr fjölda bráðakoma og innlagna á sjúkrahús, notkunar á neyðarathvörfum sem og tíðni fangelsunar og vímuefnameðferða. Mikilvægast er þó að varanlegt húsnæði bætir lífsgæði einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Það er því hagur ríkisins að taka með virkari hætti þátt í slíkri uppbyggingu. Þjóðarstefna sem byggir á skaðaminnkun og samþættingu á þjónustu fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir sem og skilgreiningu á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er þjóðþrifamál. Ekki aðeins fyrir hag þeirra sem þurfa mest á hjálp að halda, heldur fyrir allt samfélagið. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun