Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar 22. janúar 2025 10:01 Krabbameinsfélagið hvetur heilbrigðisráðherra til að lækka gjald, sem konur í eftirliti vegna aukinnar áhættu á brjóstakrabbameinum þurfa að greiða fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum, til jafns við gjald fyrir brjóstaskimun. Brjóstaskimun sem býðst öllum konum á Íslandi á aldrinum 40 – 74 ára felst í röntgenmyndatöku. Með röntgenmyndatöku af brjóstum er mögulegt að greina brjóstakrabbamein áður en þau valda einkennum. Það eykur batahorfur og getur lækkað dánartíðni af völdum brjóstakrabbameina meðal kvenna sem eru skimaðar reglulega um 40%. Markmiðið er að þátttaka kvenna sé ekki undir 75%. Til að jafna aðgengi kvenna að skimuninni var gjald fyrir hana lækkað úr rúmlega 6.000 krónum niður í 500 krónur í október síðastliðnum. Rannsóknirnar geta bjargað mannslífum. Sami tilgangur – tveir hópar – ólíkt gjald Sams konar myndatökur, gerðar á sama stað, með sömu tækjum og af sama starfsfólki, eru líka nýttar í skipulögðu eftirliti sem býðst konum sem eru í aukinni áhættu fyrir brjóstakrabbameini, til dæmis vegna stökkbreytinga í BRCA-geni. Eftirlitið sem býðst þessum hlutfallslega litla hópi felst meðal annars í röntgenmyndum af brjóstum einu sinni á ári. Konurnar þurfa að greiða um 12.000 krónur fyrir myndatökuna. Það getur sannarlega verið hindrun fyrir þátttöku. Rannsóknin er sú sama hvort sem um er að ræða lýðgrundaða skimun eða eftirlit með konum í aukinni áhættu, röntgenmyndataka af brjóstum. Tilgangurinn er líka sá sami, að greina brjóstakrabbamein snemma, sem getur bjargað mannslífum. Meðal markmiða Krabbameinsfélagsins er að lækka dánartíðni af völdum krabbameina. Að greina krabbamein snemma er einn liður í því. Krabbameinsfélagið tekur undir með Brakkasamtökunum og hvetur heilbrigðisráðherra til að láta tilganginn helga meðalið og jafna gjald beggja hópa fyrir sömu rannsókn. Kostnaður má ekki koma í veg fyrir þátttöku, því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Krabbameinsfélagið hvetur heilbrigðisráðherra til að lækka gjald, sem konur í eftirliti vegna aukinnar áhættu á brjóstakrabbameinum þurfa að greiða fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum, til jafns við gjald fyrir brjóstaskimun. Brjóstaskimun sem býðst öllum konum á Íslandi á aldrinum 40 – 74 ára felst í röntgenmyndatöku. Með röntgenmyndatöku af brjóstum er mögulegt að greina brjóstakrabbamein áður en þau valda einkennum. Það eykur batahorfur og getur lækkað dánartíðni af völdum brjóstakrabbameina meðal kvenna sem eru skimaðar reglulega um 40%. Markmiðið er að þátttaka kvenna sé ekki undir 75%. Til að jafna aðgengi kvenna að skimuninni var gjald fyrir hana lækkað úr rúmlega 6.000 krónum niður í 500 krónur í október síðastliðnum. Rannsóknirnar geta bjargað mannslífum. Sami tilgangur – tveir hópar – ólíkt gjald Sams konar myndatökur, gerðar á sama stað, með sömu tækjum og af sama starfsfólki, eru líka nýttar í skipulögðu eftirliti sem býðst konum sem eru í aukinni áhættu fyrir brjóstakrabbameini, til dæmis vegna stökkbreytinga í BRCA-geni. Eftirlitið sem býðst þessum hlutfallslega litla hópi felst meðal annars í röntgenmyndum af brjóstum einu sinni á ári. Konurnar þurfa að greiða um 12.000 krónur fyrir myndatökuna. Það getur sannarlega verið hindrun fyrir þátttöku. Rannsóknin er sú sama hvort sem um er að ræða lýðgrundaða skimun eða eftirlit með konum í aukinni áhættu, röntgenmyndataka af brjóstum. Tilgangurinn er líka sá sami, að greina brjóstakrabbamein snemma, sem getur bjargað mannslífum. Meðal markmiða Krabbameinsfélagsins er að lækka dánartíðni af völdum krabbameina. Að greina krabbamein snemma er einn liður í því. Krabbameinsfélagið tekur undir með Brakkasamtökunum og hvetur heilbrigðisráðherra til að láta tilganginn helga meðalið og jafna gjald beggja hópa fyrir sömu rannsókn. Kostnaður má ekki koma í veg fyrir þátttöku, því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun