Stöð 2 Sport
Klukkan 19.00 er leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar í Bónus deild kvenna í körfubolta á dagskrá. Klukkan 21.00 er Körfuboltakvöld kvenna á dagskrá. Þar verður öll síðasta umferð gerð upp.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 19.30 er Meistaradeildarmessan á dagskrá. Þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins í beinni útsendingu. Klukkan 22.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá. Þar verða leikir kvöldsins gerðir upp.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 17.35 er leikur Shakhtar og Brest í Meistaradeild Evrópu á dagskrá. Gestirnir frá Frakklandi eru í harðri baráttu um að komast beint í 16-liða úrslitin á meðan Shakhtar á smá möguleika á að komast í umspilið sem liðin í 9. til 24. sæti fara í.
Klukkan 19.50 taka Frakklandsmeistarar París Saint-Germain á móti Englandsmeisturum Manchester City. Bæði lið hafa valdið miklum vonbrigðum í Meistaradeildinni til þessa og heimamenn í París eiga á að hætta að komast ekki í umspilið.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 19.50 hefst útsending frá Rotterdam í Hollandi þar sem heimamenn í Feyenoord taka á móti Bayern München.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Sparta Prag og Inter.
Vodafone Sport
Klukkan 15.25 hefst útsending frá Tyrklandi þar sem lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Besiktas taka á móti Athletic Club í Evrópudeild karla í fótbolta.
Klukkan 17.35 tekur RB Leipzig á móti Sporting Lissabon. Klukkan 19.50 er leikur Arsenal og Dinamo Zagreb á dagskrá.
Klukkan 00.05 er leikur Devils og Bruins í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.