Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Árni Sæberg skrifar 21. janúar 2025 15:27 Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson hafa starfað saman um áratugaskeið. Nú starfa þau aðeins saman að nafninu til. Vísir/Vilhelm Vararíkissaksóknari segist enn engin verkefni fá í vinnunni hjá embætti Ríkissaksóknara. Boltinn sé hjá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir málið í vinnslu. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari greindi frá því skömmu fyrir jól að hann væri kominn aftur til starfa hjá Ríkissaksóknara, eftir hafa verið frá störfum frá því síðasta sumar, fyrst að kröfu Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Frá því að hann kom aftur til starfa, eftir að þáverandi dómsmálaráðherra ákvað að verða ekki við kröfu Sigríðar um að honum yrði vikið úr starfi, hafi hann ekki fengið neinum verkefnum úthlutað. Þannig hafi hann mætt til vinnu en ekki haft neitt fyrir stafni. Fyrir það fær hann full laun. Ekkert nýtt í málinu mánuði síðar Í samtali við Vísi segir Helgi Magnús ekkert nýtt að frétta af skrifstofu Ríkissaksóknara, hann fái enn engum verkefnum úthlutað. „Boltinn er hjá ráðherra,“ segir hann. Sá ráðherra er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Hún fékk málið í fangið þegar ný ríkisstjórn var mynduð rétt fyrir jól. Þá sagði hún í samtali við fréttastofu að sú staða sem væri uppi hjá embættinu gæti ekki staðið í langan tíma. Bagalegt væri að þau Helgi Magnús og Sigríður gætu ekki unnið saman. Búin að taka einn fund Þorbjörg Sigríður sagði á dögunum að hún hefði fundað með þeim Helga Magnúsi og Sigríði um málið. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun ræddi hún við Heimi Má Pétursson fréttamann og sagði í raun ekkert nýtt að frétta af málinu. Hún hefði ekki fundað aftur með aðilum málsins. Málið væri til í vinnslu inni í ráðuneytinu og starfsmenn þess að rýna í möguleika í stöðunni. Ljóst væri að afgreiðsla þess megi ekki taka of langan tíma. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari greindi frá því skömmu fyrir jól að hann væri kominn aftur til starfa hjá Ríkissaksóknara, eftir hafa verið frá störfum frá því síðasta sumar, fyrst að kröfu Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Frá því að hann kom aftur til starfa, eftir að þáverandi dómsmálaráðherra ákvað að verða ekki við kröfu Sigríðar um að honum yrði vikið úr starfi, hafi hann ekki fengið neinum verkefnum úthlutað. Þannig hafi hann mætt til vinnu en ekki haft neitt fyrir stafni. Fyrir það fær hann full laun. Ekkert nýtt í málinu mánuði síðar Í samtali við Vísi segir Helgi Magnús ekkert nýtt að frétta af skrifstofu Ríkissaksóknara, hann fái enn engum verkefnum úthlutað. „Boltinn er hjá ráðherra,“ segir hann. Sá ráðherra er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Hún fékk málið í fangið þegar ný ríkisstjórn var mynduð rétt fyrir jól. Þá sagði hún í samtali við fréttastofu að sú staða sem væri uppi hjá embættinu gæti ekki staðið í langan tíma. Bagalegt væri að þau Helgi Magnús og Sigríður gætu ekki unnið saman. Búin að taka einn fund Þorbjörg Sigríður sagði á dögunum að hún hefði fundað með þeim Helga Magnúsi og Sigríði um málið. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun ræddi hún við Heimi Má Pétursson fréttamann og sagði í raun ekkert nýtt að frétta af málinu. Hún hefði ekki fundað aftur með aðilum málsins. Málið væri til í vinnslu inni í ráðuneytinu og starfsmenn þess að rýna í möguleika í stöðunni. Ljóst væri að afgreiðsla þess megi ekki taka of langan tíma.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira