Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2025 12:18 Margrét Friðriksdóttir sætir ákæru fyrir að vega að æru Barböru Björnsdóttur héraðsdómara. Landsréttur hefur fellt úrskurð héraðsdómarans Jónasar Jóhannssonar, um að hann víki sjálfur sæti í ærumeiðingamáli Margrétar Friðriksdóttur ritstjóra, úr gildi. Margrét sætir ákæru fyrir að hafa meðal annars kallað annan héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur „lausláta mellu“. Allir dómarar þess dómstóls höfðu áður vikið sæti í málinu. Málið varðar ummæli Margrétar í garð dómarans Barböru Björnsdóttur, sem hún viðhafði á samfélagsmiðlum daginn eftir að Barbara sakfelldi hana fyrir hótanir í garð aðgerðasinnans Semu Erlu Serdaroglu. Margrét var ekki ánægð með dóminn og í ákæru er eftirfarandi meðal annars haft eftir henni: „Viðbjóðslegur dómur og lauslát mella gefur sinn dóm: Nú var ég sakfelld í dag af lauslátri konu sem seldi blíðu sína til að komast í stöðu dómara, A er mella [...].“ „Fyrir mér er þessi dómari lauslát mella sem hefur selt sálu sína, og því verður svarað.“ Svo fór að Margrét var sýknuð af öllum ákæruliðum í Landsrétti. Allir dómarar viku sæti Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 10. desember síðastliðnum segir að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi höfðað mál á hendur Margréti með ákæru þann 28. maí í fyrra fyrir ærumeiðingar, ærumeiðandi aðdróttanir og fyrir að hafa haft í frammi ærumeiðandi aðdróttanir gegn betri vitund gagnvart héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Ljóst er að þar er vísað til Barböru. Með úrskurði dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur 4. júní 2024 hafi allir dómarar við embættið vikið sæti í málinu. Í kjölfarið hafi Jónasi Jóhannssyni, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness, verið falin meðferð þess. Taldi sjálfan sig vanhæfan Í úrskurði Jónasar segir að hann hafi boðað til þinghalds um þá ákvörðun sína um að víkja sæti í málinu á grundvelli ákvæðis laga um meðferð sakamála um að dómari sé vanhæfur til að fara með mál ef fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa. Sækjanda og verjanda hafi verið gefinn kostur að tjá sig um það álitaefni. Að hálfu ákæruvaldsins hafi ekki verið tekin afstaða til nefndrar ákvörðunar. Ekki hafi verið mætt af hálfu Margrétar, en verjandi hennar hefði áður boðað forföll vegna annarra starfsanna. Í niðurstöðum segir að í málinu hafi aðilar ekki efast um óhlutdrægni hlutaðeigandi dómara, sem hefði áður metið hæfi sitt og ekki talið ástæðu til að víkja sæti. Á hitt beri að líta að það eitt að aðilar og/eða dómari telji að dómari sé óhlutdrægur sé ekki nægilegt þegar meta skuli hvort með réttu megi draga óhlutdrægni dómara í efa heldur verði ytri ásýnd dómstóla að vera með þeim hætti að ekki sé réttmætur vafi í þeim efnum frá sjónarhóli hins almenna borgara. Sé slíkur vafi uppi við meðferð dómsmáls sé rétt að hlutaðeigandi dómari víki sæti frekar en að stefna trausti til dómstóla í hættu. Í ljósi þessa og að gættum þeim ummælum Margrétar um misnotkun dómsvalds, sem ákært hafi verið verið fyrir, sem og ummælum hennar í greinargerð um að nefnt ákvæði almennra hegningarlaga geri dómara að yfirstétt sem njóti sérstakrar lagaverndar gegn ummælum hennar, telji dómari að hinn almenni borgari geti haft réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni dómarans í efa þegar skorið er úr um æruvernd Barböru gagnvart tjáningarfrelsi Margrétar. „Þykir því rétt að dómarinn víki sæti við meðferð sakamálins á hendur ákærðu.“ Landsréttardómarar þurfa ekki að víkja vegna tengsla við Símon Í úrskurði Landsréttar segir að Margrét hafi krafist ógildingar úrskurðar Jónasar og að hann viki ekki sæti í málinu. Þá hafi hún krafist þess að allir dómarar við Landsrétt vikju sæti við úrlausn kærumálsins. Krafa Margrétar um að dómarar við Landsrétt vikju sæti við úrlausn kærumáls hafi verið reist á því að hún telji einn nafngreindan dómara við Landsrétt vanhæfan til setu í málinu. Þar má áætla að Margrét eigi við Símon Sigvaldason, sem hún nefndi einnig á nafn í samfélagsmiðlafærslunni sem hún sætir ákæru fyrir. Þá telji Margrét að það sama eigi við um aðra dómara við Landsrétt vegna náinna tengsla þeirra við landsréttardómarann. „Í þessum hluta málsins er eingöngu til úrlausnar ætlað vanhæfi Jónasar Jóhannssonar héraðsdómara. Áform varnaraðila um að leiða nafngreindan dómara við Landsrétt sem vitni við aðalmeðferð málsins í héraði valda ekki vanhæfi annarra dómara við réttinn til að skera úr um hæfi héraðsdómarans. Þegar af þeirri ástæðu verður hafnað kröfu varnaraðila um að dómarar máls þessa víki sæti.“ Engin efnisleg vernd í tilvitnuðu ákvæði Þá segir um kröfu Margrétar, um að Jónas víki ekki sæti, að í því ákvæði hegningarlaga sem Margrét vísaði til í greinargerð sé kveðið á um leið til málsóknar vegna meiðyrða gagnvart opinberum starfsmönnum en ekki sérstaka efnislega vernd æru þeirra. Samkvæmt því verði ekki talið að fyrir hendi séu atvik eða aðstæður sem séu til þess fallnar að draga megi óhlutdrægni héraðsdómarans í efa og því væri hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og Jónas skuli ekki víkja sæti í málinu. Dómsmál Samfélagsmiðlar Mannréttindi Dómstólar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Málið varðar ummæli Margrétar í garð dómarans Barböru Björnsdóttur, sem hún viðhafði á samfélagsmiðlum daginn eftir að Barbara sakfelldi hana fyrir hótanir í garð aðgerðasinnans Semu Erlu Serdaroglu. Margrét var ekki ánægð með dóminn og í ákæru er eftirfarandi meðal annars haft eftir henni: „Viðbjóðslegur dómur og lauslát mella gefur sinn dóm: Nú var ég sakfelld í dag af lauslátri konu sem seldi blíðu sína til að komast í stöðu dómara, A er mella [...].“ „Fyrir mér er þessi dómari lauslát mella sem hefur selt sálu sína, og því verður svarað.“ Svo fór að Margrét var sýknuð af öllum ákæruliðum í Landsrétti. Allir dómarar viku sæti Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 10. desember síðastliðnum segir að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi höfðað mál á hendur Margréti með ákæru þann 28. maí í fyrra fyrir ærumeiðingar, ærumeiðandi aðdróttanir og fyrir að hafa haft í frammi ærumeiðandi aðdróttanir gegn betri vitund gagnvart héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Ljóst er að þar er vísað til Barböru. Með úrskurði dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur 4. júní 2024 hafi allir dómarar við embættið vikið sæti í málinu. Í kjölfarið hafi Jónasi Jóhannssyni, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness, verið falin meðferð þess. Taldi sjálfan sig vanhæfan Í úrskurði Jónasar segir að hann hafi boðað til þinghalds um þá ákvörðun sína um að víkja sæti í málinu á grundvelli ákvæðis laga um meðferð sakamála um að dómari sé vanhæfur til að fara með mál ef fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa. Sækjanda og verjanda hafi verið gefinn kostur að tjá sig um það álitaefni. Að hálfu ákæruvaldsins hafi ekki verið tekin afstaða til nefndrar ákvörðunar. Ekki hafi verið mætt af hálfu Margrétar, en verjandi hennar hefði áður boðað forföll vegna annarra starfsanna. Í niðurstöðum segir að í málinu hafi aðilar ekki efast um óhlutdrægni hlutaðeigandi dómara, sem hefði áður metið hæfi sitt og ekki talið ástæðu til að víkja sæti. Á hitt beri að líta að það eitt að aðilar og/eða dómari telji að dómari sé óhlutdrægur sé ekki nægilegt þegar meta skuli hvort með réttu megi draga óhlutdrægni dómara í efa heldur verði ytri ásýnd dómstóla að vera með þeim hætti að ekki sé réttmætur vafi í þeim efnum frá sjónarhóli hins almenna borgara. Sé slíkur vafi uppi við meðferð dómsmáls sé rétt að hlutaðeigandi dómari víki sæti frekar en að stefna trausti til dómstóla í hættu. Í ljósi þessa og að gættum þeim ummælum Margrétar um misnotkun dómsvalds, sem ákært hafi verið verið fyrir, sem og ummælum hennar í greinargerð um að nefnt ákvæði almennra hegningarlaga geri dómara að yfirstétt sem njóti sérstakrar lagaverndar gegn ummælum hennar, telji dómari að hinn almenni borgari geti haft réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni dómarans í efa þegar skorið er úr um æruvernd Barböru gagnvart tjáningarfrelsi Margrétar. „Þykir því rétt að dómarinn víki sæti við meðferð sakamálins á hendur ákærðu.“ Landsréttardómarar þurfa ekki að víkja vegna tengsla við Símon Í úrskurði Landsréttar segir að Margrét hafi krafist ógildingar úrskurðar Jónasar og að hann viki ekki sæti í málinu. Þá hafi hún krafist þess að allir dómarar við Landsrétt vikju sæti við úrlausn kærumálsins. Krafa Margrétar um að dómarar við Landsrétt vikju sæti við úrlausn kærumáls hafi verið reist á því að hún telji einn nafngreindan dómara við Landsrétt vanhæfan til setu í málinu. Þar má áætla að Margrét eigi við Símon Sigvaldason, sem hún nefndi einnig á nafn í samfélagsmiðlafærslunni sem hún sætir ákæru fyrir. Þá telji Margrét að það sama eigi við um aðra dómara við Landsrétt vegna náinna tengsla þeirra við landsréttardómarann. „Í þessum hluta málsins er eingöngu til úrlausnar ætlað vanhæfi Jónasar Jóhannssonar héraðsdómara. Áform varnaraðila um að leiða nafngreindan dómara við Landsrétt sem vitni við aðalmeðferð málsins í héraði valda ekki vanhæfi annarra dómara við réttinn til að skera úr um hæfi héraðsdómarans. Þegar af þeirri ástæðu verður hafnað kröfu varnaraðila um að dómarar máls þessa víki sæti.“ Engin efnisleg vernd í tilvitnuðu ákvæði Þá segir um kröfu Margrétar, um að Jónas víki ekki sæti, að í því ákvæði hegningarlaga sem Margrét vísaði til í greinargerð sé kveðið á um leið til málsóknar vegna meiðyrða gagnvart opinberum starfsmönnum en ekki sérstaka efnislega vernd æru þeirra. Samkvæmt því verði ekki talið að fyrir hendi séu atvik eða aðstæður sem séu til þess fallnar að draga megi óhlutdrægni héraðsdómarans í efa og því væri hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og Jónas skuli ekki víkja sæti í málinu.
Dómsmál Samfélagsmiðlar Mannréttindi Dómstólar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira