Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 07:16 Leikstjórnandinn Josh Allen fagnar sigri Buffalo Bills í nótt en með honum tryggði liðið sér sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Getty/Kevin Sabitus Buffalo Bills og Philadelphia Eagles tryggðu sér sæti í úrslitaleikjum deildanna í úrslitakeppni NFL deildarinnar í nótt. Þar með er ljóst hvaða lið spila um sæti í Super Bowl um næstu helgi. Báðir leikirnir í nótt voru æsispennandi og snjókoma setti svip á báða leiki. Philadelphia Eagles vann fyrst 28-22 sigur á Los Angeles Rams en Buffalo Bills vann svo 27-25 sigur á Baltimore Ravens í svakalegum leik. Þetta þýðir að Kansas City Chiefs tekur á móti Buffalo Bills í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en Philadelphia Eagles fær Washington Commanders í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Leikur Buffalo Bills og Baltimore Ravens var um leið uppgjör leikstjórnendanna Josh Allen og Lamar Jackson sem þykja líklegastir til að vera kostir mikilvægustu leikmenn deildarinnar á þessari leiktíð. Lamar Jackson og félagar í Ravens þurfa að sætta sig enn á ný að komast ekki langt í úrslitakeppninni. Hann hefur nú spilaði í sjö ár í deildinni án þess að komast í stóra leikinn. Innherjinn Mark Andrews missti boltann rúmri mínútu fyrir leikslok þegar hann gat jafnað metin í tveggja stiga tilraun og tryggt liði sínu framlengingu. Buffalo hafði komist í 21-10 í leiknum og nýtt sér vel þrjá tapaða bolta hjá Baltimore. Baltimore kom til baka og það munaði engu að þeim tækist að jafna. Þess í stað fáum við enn eina viðureignina á milli Patrick Mahomes og Josh Allen sem hefur hingað til verið mikil veisla. Þeir mætast nú í fjórða sinn á fimm árum í úrslitakeppninni og Chiefs liðið hefur unnið alla hina. Allen á enn eftir að komast í sinn fyrsta Super Bowl. Í sigri Philadelphia Eagles var hlauparinn Saquon Barkley í miklu stuði að vanda en hann fór 205 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Eagles vörnin var líka öflug þegar Rams liðið gerði sig líklegt til að fá eitthvað út úr leiknum. NFL Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn Sjá meira
Báðir leikirnir í nótt voru æsispennandi og snjókoma setti svip á báða leiki. Philadelphia Eagles vann fyrst 28-22 sigur á Los Angeles Rams en Buffalo Bills vann svo 27-25 sigur á Baltimore Ravens í svakalegum leik. Þetta þýðir að Kansas City Chiefs tekur á móti Buffalo Bills í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en Philadelphia Eagles fær Washington Commanders í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Leikur Buffalo Bills og Baltimore Ravens var um leið uppgjör leikstjórnendanna Josh Allen og Lamar Jackson sem þykja líklegastir til að vera kostir mikilvægustu leikmenn deildarinnar á þessari leiktíð. Lamar Jackson og félagar í Ravens þurfa að sætta sig enn á ný að komast ekki langt í úrslitakeppninni. Hann hefur nú spilaði í sjö ár í deildinni án þess að komast í stóra leikinn. Innherjinn Mark Andrews missti boltann rúmri mínútu fyrir leikslok þegar hann gat jafnað metin í tveggja stiga tilraun og tryggt liði sínu framlengingu. Buffalo hafði komist í 21-10 í leiknum og nýtt sér vel þrjá tapaða bolta hjá Baltimore. Baltimore kom til baka og það munaði engu að þeim tækist að jafna. Þess í stað fáum við enn eina viðureignina á milli Patrick Mahomes og Josh Allen sem hefur hingað til verið mikil veisla. Þeir mætast nú í fjórða sinn á fimm árum í úrslitakeppninni og Chiefs liðið hefur unnið alla hina. Allen á enn eftir að komast í sinn fyrsta Super Bowl. Í sigri Philadelphia Eagles var hlauparinn Saquon Barkley í miklu stuði að vanda en hann fór 205 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Eagles vörnin var líka öflug þegar Rams liðið gerði sig líklegt til að fá eitthvað út úr leiknum.
NFL Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn Sjá meira