„Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Siggeir Ævarsson skrifar 18. janúar 2025 21:29 Snorri var ánægður með leikinn í kvöld, þó svo að svipbrigði hans beri það ekki með sér á þessu augnabliki Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, var mættur í viðtal hjá Vali Páli Eiríkssyni strax eftir öruggan sigur Íslands á Kúbu í kvöld en strákarnir okkar fóru með sannfærand 21 marks sigur af hólmi. Aðspurður um líðan sína eftir svona einhliða leik bar Snorri sig vel. „Eins og eftir flesta örugga sigra, bara mjög vel. Ánægður með hvernig við gerðum þetta, betur meira að segja en í síðasta leik og héldum út. Ánægður með einbeitinguna og kraftinn sem við komum með í leikinn. Aðeins kannski, ég ætla ekki að segja lengi í gang, en þeir skora þarna einhver mörk og það tók okkur einhverjar mínútur að fá þetta alveg til að rúlla en bara mjög ánægður með frammistöðuna og allir sem lögðu í púkkið. Bara gott og mikilvægt fyrir mig sem þjálfara og held ég okkur sem lið að klára þetta svona.“ Viðtalið við Snorra má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Snorri eftir sigurinn gegn Kúbu Aron Pálmarsson kom nokkuð óvænt inn í leikmannahópinn í kvöld en flestir höfðu reiknað með að hann yrði ekki með fyrr en í milliriðlum. Snorri gaf einfalda skýringu á því hvers vegna Aron var mættur til leiks í kvöld. „Hann er heill heilsu, það er mjög einfalt svar við því. Auðvitað var aldrei hægt að setja einhvern fastan dag á það nákvæmlega hvenær hann yrði heill heilsu en okkur fannst bara fínt að miða við milliriðlana. Hann varð sjálfur fljótt óþolinmóður og mikill hugur í honum og ef eitthvað er þurftum við bara að halda aftur að honum. En eftir að hann byrjaði að æfa og bar sig vel og fann ekkert fyrir þessu og svo sjúkra- og læknateymið gáfu honum grænt ljós þá fannst mér bara tilvalið að gefa honum mínútur. Það er langt síðan hann hefur spilað og að vera í einhverjum feluleik með Aron bara ekki minn stíll.“ „Getum ekki ofkeyrt hann“ Aron spilaði reyndar ekki mikið í kvöld, eða um fimmtán mínútur. „Hann hefði alveg getað spilað aðeins meira en mér fannst þetta einhvern veginn bara fínt móment til að fara að rúlla liðinu. Hann er reynslumikill leikmaður og einn af fáum kannski sem þarf ekkert á miklu meira að halda fyrir alvöru leiki. Á sama tíma þá er hann nýstiginn upp úr meiðslum, gleymum því ekki, og eitthvað síðan hann spilaði alvöru í leik. Í framhaldinu þá þurfum við, ég segi ekki fara sparlega með hann, en við getum ekki ofkeyrt hann.“ Snorri var sáttur með leikinn og sagði að hann hefði ekki viljað sjá neitt öðruvísi í kvöld. „Ég held ekki. Við erum bara miklu betra lið en ég held að ég hafi komið inn á það allavega einhversstaðar að vinna og vinna er ekki alveg það sama. Ég vildi bara gera þetta vel og af sannfæringu og krafti og ég fékk það.“ Þessir fyrstu tveir leikir Íslands hafa unnist ansi sannfærandi en Ísland og Slóvenía leika úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum á mánudagskvöld. Má segja að nú taki alvaran við. „Auðvitað gerir það af einhverju leyti en ég nálgaðist þessa leiki af krafti og mér fannst mjög mikilvægt að sýna þessu virðingu. Við værum þannig lið að við gætum ekkert leyft okkur einhverja þvælu. Við þyrftum að sýna karakter sem strákarnir gerðu og ég er bara ánægður með það. Það segir sig sjálft að framundan eru töluvert erfiðari leikir.“ HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 21 marks sigur á Kúbu, 41-19, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Þetta var fagmannleg afgreiðsla hjá strákunum okkar og eftir tvo fyrstu leikina er íslenska liðið búið að stimpla marga menn inn í mótið. 18. janúar 2025 21:25 Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Ísland fer með að minnsta kosti tvö stig í milliriðlakeppni HM í handbolta, eftir annan viðbúinn stórsigur á mótinu, 40-19, gegn Kúbu í Zagreb í kvöld. 18. janúar 2025 20:51 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Aðspurður um líðan sína eftir svona einhliða leik bar Snorri sig vel. „Eins og eftir flesta örugga sigra, bara mjög vel. Ánægður með hvernig við gerðum þetta, betur meira að segja en í síðasta leik og héldum út. Ánægður með einbeitinguna og kraftinn sem við komum með í leikinn. Aðeins kannski, ég ætla ekki að segja lengi í gang, en þeir skora þarna einhver mörk og það tók okkur einhverjar mínútur að fá þetta alveg til að rúlla en bara mjög ánægður með frammistöðuna og allir sem lögðu í púkkið. Bara gott og mikilvægt fyrir mig sem þjálfara og held ég okkur sem lið að klára þetta svona.“ Viðtalið við Snorra má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Snorri eftir sigurinn gegn Kúbu Aron Pálmarsson kom nokkuð óvænt inn í leikmannahópinn í kvöld en flestir höfðu reiknað með að hann yrði ekki með fyrr en í milliriðlum. Snorri gaf einfalda skýringu á því hvers vegna Aron var mættur til leiks í kvöld. „Hann er heill heilsu, það er mjög einfalt svar við því. Auðvitað var aldrei hægt að setja einhvern fastan dag á það nákvæmlega hvenær hann yrði heill heilsu en okkur fannst bara fínt að miða við milliriðlana. Hann varð sjálfur fljótt óþolinmóður og mikill hugur í honum og ef eitthvað er þurftum við bara að halda aftur að honum. En eftir að hann byrjaði að æfa og bar sig vel og fann ekkert fyrir þessu og svo sjúkra- og læknateymið gáfu honum grænt ljós þá fannst mér bara tilvalið að gefa honum mínútur. Það er langt síðan hann hefur spilað og að vera í einhverjum feluleik með Aron bara ekki minn stíll.“ „Getum ekki ofkeyrt hann“ Aron spilaði reyndar ekki mikið í kvöld, eða um fimmtán mínútur. „Hann hefði alveg getað spilað aðeins meira en mér fannst þetta einhvern veginn bara fínt móment til að fara að rúlla liðinu. Hann er reynslumikill leikmaður og einn af fáum kannski sem þarf ekkert á miklu meira að halda fyrir alvöru leiki. Á sama tíma þá er hann nýstiginn upp úr meiðslum, gleymum því ekki, og eitthvað síðan hann spilaði alvöru í leik. Í framhaldinu þá þurfum við, ég segi ekki fara sparlega með hann, en við getum ekki ofkeyrt hann.“ Snorri var sáttur með leikinn og sagði að hann hefði ekki viljað sjá neitt öðruvísi í kvöld. „Ég held ekki. Við erum bara miklu betra lið en ég held að ég hafi komið inn á það allavega einhversstaðar að vinna og vinna er ekki alveg það sama. Ég vildi bara gera þetta vel og af sannfæringu og krafti og ég fékk það.“ Þessir fyrstu tveir leikir Íslands hafa unnist ansi sannfærandi en Ísland og Slóvenía leika úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum á mánudagskvöld. Má segja að nú taki alvaran við. „Auðvitað gerir það af einhverju leyti en ég nálgaðist þessa leiki af krafti og mér fannst mjög mikilvægt að sýna þessu virðingu. Við værum þannig lið að við gætum ekkert leyft okkur einhverja þvælu. Við þyrftum að sýna karakter sem strákarnir gerðu og ég er bara ánægður með það. Það segir sig sjálft að framundan eru töluvert erfiðari leikir.“
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 21 marks sigur á Kúbu, 41-19, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Þetta var fagmannleg afgreiðsla hjá strákunum okkar og eftir tvo fyrstu leikina er íslenska liðið búið að stimpla marga menn inn í mótið. 18. janúar 2025 21:25 Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Ísland fer með að minnsta kosti tvö stig í milliriðlakeppni HM í handbolta, eftir annan viðbúinn stórsigur á mótinu, 40-19, gegn Kúbu í Zagreb í kvöld. 18. janúar 2025 20:51 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 21 marks sigur á Kúbu, 41-19, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Þetta var fagmannleg afgreiðsla hjá strákunum okkar og eftir tvo fyrstu leikina er íslenska liðið búið að stimpla marga menn inn í mótið. 18. janúar 2025 21:25
Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Ísland fer með að minnsta kosti tvö stig í milliriðlakeppni HM í handbolta, eftir annan viðbúinn stórsigur á mótinu, 40-19, gegn Kúbu í Zagreb í kvöld. 18. janúar 2025 20:51
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti