Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2025 18:39 Þrátt fyrir tvö töp á HM til þessa þá fá Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli í lokaumferðinni. Getty/Luka Stanzl Egyptaland, Portúgal og Holland fögnuðu sigri í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag en Tékkar og Pólverjar gerðu jafntefli í fjórða leiknum sem er lokið í dag. Barein hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu en fær eitt tækifæri í viðbót að tryggja sig inn í milliriðla. Barein tapaði með ellefu marka mun á móti Egyptum í dag, 35-24 en hafði áður tapað með fjórtán mörkum á móti Króatíu í fyrsta leiknum. Egyptar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11. Aron Kristjánsson þjálfar lið Barein sem hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í aðdraganda mótsins. Hann talaði um það eftir Króatíuleikinn að stefnan væri að bæta liðið í leik eitt og tvö til að undirbúa sig sem best fyrir úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti Argentínu. Barein fær þennan leik á móti Argentínu í lokaumferðinni og sigur ætti að skila þeim áfram upp úr riðlinum. Brasilíumenn byrjuðu mótið vel og unnu Norðmenn í fyrsta leik. Þeir byrjuðu líka vel á móti Portúgal í dag og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12. Portúgalar sýndu styrk sinn í seinni hálfleik sem þeir unnu 18-11 og þar með leikinn með fjögurra marka mun, 30-26 Portúgal hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu. Það var mikil spenna í leik Tékka og Pólverja. Tékkar, sem eru á sínu fyrsta HM frá 2015, voru yfir nær allan leikinn en þeir gerðu jafntefli í fyrsta leiknum sínum. Tékkar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-9, en Pólverjar unnu sig inn í leikinn og náðu að jafna um miðjan seinni hálfleik. Lokamínúturnar voru síðan mjög spennandi en leikurinn endaði með 19-19 jafntefli. Marcel Jastrzebski átti frábæra innkomu í mark Pólverjar og það var næstum því búið að skila sigri. Pólverjar fengu lokasóknina í leiknum en tókst ekki að nýta hana. Tékkar hentu frá sér sigri en fögnuðu stigi á endanum. Tékkar hafa gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum en þetta var fyrsta stig Pólverja. Hollendingar unnu fimm marka sigur á Norður-Makedóníu, 37-32, en hollenska liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu og er komið áfram í milliriðil. Hollendingar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 18-15. Þeir hafa skorað 77 mörk í tveimur fyrstu leikjum mótsins. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Barein hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu en fær eitt tækifæri í viðbót að tryggja sig inn í milliriðla. Barein tapaði með ellefu marka mun á móti Egyptum í dag, 35-24 en hafði áður tapað með fjórtán mörkum á móti Króatíu í fyrsta leiknum. Egyptar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11. Aron Kristjánsson þjálfar lið Barein sem hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í aðdraganda mótsins. Hann talaði um það eftir Króatíuleikinn að stefnan væri að bæta liðið í leik eitt og tvö til að undirbúa sig sem best fyrir úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti Argentínu. Barein fær þennan leik á móti Argentínu í lokaumferðinni og sigur ætti að skila þeim áfram upp úr riðlinum. Brasilíumenn byrjuðu mótið vel og unnu Norðmenn í fyrsta leik. Þeir byrjuðu líka vel á móti Portúgal í dag og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12. Portúgalar sýndu styrk sinn í seinni hálfleik sem þeir unnu 18-11 og þar með leikinn með fjögurra marka mun, 30-26 Portúgal hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu. Það var mikil spenna í leik Tékka og Pólverja. Tékkar, sem eru á sínu fyrsta HM frá 2015, voru yfir nær allan leikinn en þeir gerðu jafntefli í fyrsta leiknum sínum. Tékkar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-9, en Pólverjar unnu sig inn í leikinn og náðu að jafna um miðjan seinni hálfleik. Lokamínúturnar voru síðan mjög spennandi en leikurinn endaði með 19-19 jafntefli. Marcel Jastrzebski átti frábæra innkomu í mark Pólverjar og það var næstum því búið að skila sigri. Pólverjar fengu lokasóknina í leiknum en tókst ekki að nýta hana. Tékkar hentu frá sér sigri en fögnuðu stigi á endanum. Tékkar hafa gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum en þetta var fyrsta stig Pólverja. Hollendingar unnu fimm marka sigur á Norður-Makedóníu, 37-32, en hollenska liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu og er komið áfram í milliriðil. Hollendingar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 18-15. Þeir hafa skorað 77 mörk í tveimur fyrstu leikjum mótsins.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita