„Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. janúar 2025 16:45 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, var nokkuð brattur þegar fréttamenn bar að garði á hóteli landsliðsins í Zagreb í dag. Sigur á Grænhöfðaeyjum er að baki og stefnt að öðrum eins gegn Kúbu á morgun. Ísland byrjaði leik gærdagsins við Grænhöfðaeyjar vel. Liðið var tíu mörkum yfir í hálfleik eftir að hafa keyrt yfir hægt lið andstæðinganna fyrir hlé. „Ég er bara að leita eftir frammistöðu frá mínu liði og ég fékk hana, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við þurftum að ná í tvö stig, við gerðum það og svo lögðum við þennan leik til hliðar og það er Kúba á morgun,“ segir Snorri Steinn. Kaflinn var slæmur, og hvað? Líkt og Snorri nefnir þá dró úr kraftinum þegar á leið. Eftir fína byrjun á síðari hálfleik tók við erfiður kafli þar sem Ísland fékk á sig fimm mörk gegn engu og tapaði boltanum ítrekað í sókninni. Klippa: Slæmur kafli, og hvað? Gjarnan hefur verið talað um hinn svokallaða slæma kafla hjá íslenska liðinu, hugtak sem hefur fest sig rækilega í sessi frá því áður en Snorri sjálfur spilaði fyrir landsliðið. En á hann stoð í raunveruleikanum? Er alltaf slæmur kafli sem íslenska liðið á og á þetta hugtak við á hverju stórmóti, sama hvaða leikmönnum er stillt upp í liðið? „Ég held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi. Kaflinn var slæmur. Og hvað? Við getum kallað þetta það sem við viljum. Það var bara kafli í seinni hálfleik sem var verulega slappur og þá er það slæmur kafli. Þá þurfum við bara að díla við það og gera betur. Eina leiðin til að útrýma þessum slæma kafla er bara að hætta þessu,“ segir Snorri Steinn í samtali við Vísi. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik liðsins á HM klukkan 19:30 annað kvöld. Landsliðinu verður fylgt vel eftir hér á Vísi fram að leik, sem og á Stöð 2 og Bylgjunni. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb. 17. janúar 2025 16:00 HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta unnu 13 marka sigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik á HM í Zagreb. Farið var yfir sviðið í keppnishöllinni eftir leik í HM í dag. 17. janúar 2025 11:02 Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Þetta var skrýtinn handboltaleikur. Strákarnir okkar gerðu sitt, drápu allan vonarneista snemma og náðu í 13 marka sigur. Þetta var hins vegar ekki merkilegt eftir hlé. 16. janúar 2025 23:02 „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Elliði Snær Viðarsson spilaði aðeins í rúmar tíu mínútur þegar Ísland sigraði Grænhöfðaeyjar, 34-21, í fyrsta leik sínum á HM í handbolta þar sem hann fékk rautt spjald. 17. janúar 2025 10:03 Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Sérfræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á atviki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í gær. Númerið og nafn Sveins Jóhanssonar, línumanns Íslands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var varatreyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundarfjórðung leiksins. 17. janúar 2025 13:01 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Ísland byrjaði leik gærdagsins við Grænhöfðaeyjar vel. Liðið var tíu mörkum yfir í hálfleik eftir að hafa keyrt yfir hægt lið andstæðinganna fyrir hlé. „Ég er bara að leita eftir frammistöðu frá mínu liði og ég fékk hana, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við þurftum að ná í tvö stig, við gerðum það og svo lögðum við þennan leik til hliðar og það er Kúba á morgun,“ segir Snorri Steinn. Kaflinn var slæmur, og hvað? Líkt og Snorri nefnir þá dró úr kraftinum þegar á leið. Eftir fína byrjun á síðari hálfleik tók við erfiður kafli þar sem Ísland fékk á sig fimm mörk gegn engu og tapaði boltanum ítrekað í sókninni. Klippa: Slæmur kafli, og hvað? Gjarnan hefur verið talað um hinn svokallaða slæma kafla hjá íslenska liðinu, hugtak sem hefur fest sig rækilega í sessi frá því áður en Snorri sjálfur spilaði fyrir landsliðið. En á hann stoð í raunveruleikanum? Er alltaf slæmur kafli sem íslenska liðið á og á þetta hugtak við á hverju stórmóti, sama hvaða leikmönnum er stillt upp í liðið? „Ég held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi. Kaflinn var slæmur. Og hvað? Við getum kallað þetta það sem við viljum. Það var bara kafli í seinni hálfleik sem var verulega slappur og þá er það slæmur kafli. Þá þurfum við bara að díla við það og gera betur. Eina leiðin til að útrýma þessum slæma kafla er bara að hætta þessu,“ segir Snorri Steinn í samtali við Vísi. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik liðsins á HM klukkan 19:30 annað kvöld. Landsliðinu verður fylgt vel eftir hér á Vísi fram að leik, sem og á Stöð 2 og Bylgjunni.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb. 17. janúar 2025 16:00 HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta unnu 13 marka sigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik á HM í Zagreb. Farið var yfir sviðið í keppnishöllinni eftir leik í HM í dag. 17. janúar 2025 11:02 Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Þetta var skrýtinn handboltaleikur. Strákarnir okkar gerðu sitt, drápu allan vonarneista snemma og náðu í 13 marka sigur. Þetta var hins vegar ekki merkilegt eftir hlé. 16. janúar 2025 23:02 „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Elliði Snær Viðarsson spilaði aðeins í rúmar tíu mínútur þegar Ísland sigraði Grænhöfðaeyjar, 34-21, í fyrsta leik sínum á HM í handbolta þar sem hann fékk rautt spjald. 17. janúar 2025 10:03 Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Sérfræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á atviki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í gær. Númerið og nafn Sveins Jóhanssonar, línumanns Íslands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var varatreyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundarfjórðung leiksins. 17. janúar 2025 13:01 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb. 17. janúar 2025 16:00
HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta unnu 13 marka sigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik á HM í Zagreb. Farið var yfir sviðið í keppnishöllinni eftir leik í HM í dag. 17. janúar 2025 11:02
Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Þetta var skrýtinn handboltaleikur. Strákarnir okkar gerðu sitt, drápu allan vonarneista snemma og náðu í 13 marka sigur. Þetta var hins vegar ekki merkilegt eftir hlé. 16. janúar 2025 23:02
„Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Elliði Snær Viðarsson spilaði aðeins í rúmar tíu mínútur þegar Ísland sigraði Grænhöfðaeyjar, 34-21, í fyrsta leik sínum á HM í handbolta þar sem hann fékk rautt spjald. 17. janúar 2025 10:03
Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Sérfræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á atviki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í gær. Númerið og nafn Sveins Jóhanssonar, línumanns Íslands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var varatreyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundarfjórðung leiksins. 17. janúar 2025 13:01
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita