Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2025 09:01 Eins og sjá má voru mörg laus sæti í Unity Arena í Bærum. epa/Beate Oma Dahle Afar tómlegt var um að lítast í stúkunni í Unity Arena í Bærum í Noregi þegar Svíar unnu Japani, 39-21, í fyrsta leik sínum á HM í handbolta. Samkvæmt opinberri skráningu voru 1.685 manns á leik Svíþjóðar og Japans í gær. Unity Arena tekur tólf þúsund manns. Jonathan Carlsbogård, leikmaður sænska liðsins, finnst 1.685 manns þó ansi vel í lagt. Raunar hafi verið miklu færri í stúkunni. „Það voru ekki margir á leiknum. Það er ekki mögulegt að það hafi verið 1.685 manns hérna. Mér leið eins og það væru svona fimm hundruð manns, eins og í Lillekärrshallen heima í Kärra. Ég held að allir séu vonsviknir,“ sagði Carlsbogård sem skoraði tvö mörk í leiknum í gær. Fara þarf aftur til 2018 til að finna leik með Svíum á stórmóti þar sem voru jafn fáir áhorfendur. Fjórtán hundruð manns sáu leik Svíþjóðar og Hvíta-Rússlands á EM 2018. Covid-mótin 2021 og 2022 eru ekki tekin með inni í þessari jöfnu. Skipuleggjendur HM vonuðust til að með því að hafa leikina í Bærum myndu Svíar flykkjast yfir landamærin. Það hefur ekki enn gerst. „Þetta var fullkomið svar til gauranna í jakkafötunum að þú getur ekki bara sett mót einhvers staðar og haldið að margir Svíar eða Japanir ferðist þangað eins og þetta sé HM í fótbolta. Handboltinn þarf að vera klókur hvar mótin eru haldin. Því annars lítur þetta svona út,“ sagði Michael Apelgren, þjálfari sænska liðsins. Næsti leikur Svía í F-riðli er gegn Síle á morgun. Þeir ljúka svo leik í riðlakeppninni gegn Spánverjum á mánudaginn. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Samkvæmt opinberri skráningu voru 1.685 manns á leik Svíþjóðar og Japans í gær. Unity Arena tekur tólf þúsund manns. Jonathan Carlsbogård, leikmaður sænska liðsins, finnst 1.685 manns þó ansi vel í lagt. Raunar hafi verið miklu færri í stúkunni. „Það voru ekki margir á leiknum. Það er ekki mögulegt að það hafi verið 1.685 manns hérna. Mér leið eins og það væru svona fimm hundruð manns, eins og í Lillekärrshallen heima í Kärra. Ég held að allir séu vonsviknir,“ sagði Carlsbogård sem skoraði tvö mörk í leiknum í gær. Fara þarf aftur til 2018 til að finna leik með Svíum á stórmóti þar sem voru jafn fáir áhorfendur. Fjórtán hundruð manns sáu leik Svíþjóðar og Hvíta-Rússlands á EM 2018. Covid-mótin 2021 og 2022 eru ekki tekin með inni í þessari jöfnu. Skipuleggjendur HM vonuðust til að með því að hafa leikina í Bærum myndu Svíar flykkjast yfir landamærin. Það hefur ekki enn gerst. „Þetta var fullkomið svar til gauranna í jakkafötunum að þú getur ekki bara sett mót einhvers staðar og haldið að margir Svíar eða Japanir ferðist þangað eins og þetta sé HM í fótbolta. Handboltinn þarf að vera klókur hvar mótin eru haldin. Því annars lítur þetta svona út,“ sagði Michael Apelgren, þjálfari sænska liðsins. Næsti leikur Svía í F-riðli er gegn Síle á morgun. Þeir ljúka svo leik í riðlakeppninni gegn Spánverjum á mánudaginn.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita