Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 17. janúar 2025 08:03 Einar Jónsson, þjálfari Fram og einn af sérfræðingum hlaðvarpsins Besta sætið hafði eitt og annað að segja um frammistöðu íslenka karlalandsliðsins í handbolta eftir þrettán marka sigur gegn Grænhöfðaeyjum í gær. Vísir/Samsett mynd Íslenska karlalandsliðið hóf vegferð sína á HM í handbolta með þrettán marka sigri gegn Grænhöfðaeyjum. Rætt var um frammistöðuna í Besta sætinu þar sem að sérfræðingar þáttarins létu þennan sigur á móti liði „sem ætti erfitt með að halda sér í Olís deildinni“ ekki slá ryki í augun á sér. Margt gott við leik íslenska liðsins en mikið rými til bætinga. Þeir Einar Jónsson, þjálfari Fram og Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka sem og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður, voru sérfræðingar þáttarins. Aðspurður sagði Einar tilfinningar sínar varðandi frammistöðu íslenska landsliðsins í leiknum vera beggja blands. „Bara svona já og nei. Fínt að vinna þetta, en mótstaðan var engin. Þetta lið væri í basli með að halda sér í Olís deildinni. Mér fannst fyrri hálfleikurinn ágætur, ekki mikið meira en það. Seinni hálfleikurinn var síðan bæði leiðinlegur og lélegur. Hræðir mig svolítið fyrir framhaldið, ég verð að segja það.“ „Við vorum á pari“ Heilt yfir var Ásgeir Örn sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins. „Þrettán marka sigur, við fáum á okkur tuttugu og eitt mark. Jú ég held við getum alveg verið þokkalega sáttir með þetta. Ég er hins vegar alveg sammála Einari, þetta var arfaslakt og illa skipulagt lið sem við vorum að mæta. Bara lélegir.“ „Ég var einmitt að hugsa það yfir leiknum á rétt tæplega fertugustu mínútu að þetta væri bara helvíti fínt. Ef við myndum halda dampi yrði ég helvíti sáttur með þetta. En þá kom bara helvíti vondur kafli. Fórum úr fjórtán marka forystu niður í níu, fimm sóknir í röð sem við skorum ekki og þeir skora fimm í röð. Mér fannst þetta mjög lélegt. En við náðum aðeins að slá frá okkur. Það er erfitt að halda þetta út. Við vorum á pari með þessum þrettán marka sigri.“ Ásgeir Örn Hallgrímsson Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Þetta sýndi mér það ekki“ Fyrir fram hefur lokaleiknum við Slóveníu verið stillt upp sem úrslitaleik riðilsins. Formsatriði sé að vinna Grænhöfðaeyjar og Kúbu. Einar er að mörgu leiti til sammála Ásgeiri en segir núverandi landslið ekki geta tileinkað sér þá hugsun sem Ásgeir Örn og liðsfélagar hans í fyrra landsliði gátu tileinkað sér. „Ég skil alveg hvað Ásgeir er að fara,“ bætti Einar svo við. „Með allan sinn landsliðsferil að baki, sem var frábær, og hann spilaði í frábæru landsliði. Lið sem hefði alveg geta labbað úr svona leik og hugsað með sér: „Við gerðum okkar og vitum alveg hvaða leikur það er sem á endanum skiptir máli.“ Ég skil alveg hvaðan hann kemur. En mér finnst þetta landslið sem við höfum núna ekki hafa efni á þessu. Þeir verða sýna okkur það, í hverjum einasta leik, að það séu framfarir. Að þeir séu á réttri leið og að það sé eitthvað að fara gerast framu. Þetta sýndi mér það ekki.“ Hægt er að hlusta á ítarlegt uppgjör þeirra félaga í Besta sætinu hér fyrir neðan. Þáttinn má finna á helstu hlaðvarpsveitum. Næsti leikur Íslands á HM er á laugardaginn kemur gegn Kúbu. Helstu fréttir af HM má finna hér á Vísi daglega. Besta sætið Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32 „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þetta var æðisleg upplifun, að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Þetta var mjög gaman,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson strax eftir sinn fyrsta leik á HM, í stórsigrinum gegn Grænhöfðaeyjum. 16. janúar 2025 21:25 „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19 Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50 Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Sjá meira
Þeir Einar Jónsson, þjálfari Fram og Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka sem og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður, voru sérfræðingar þáttarins. Aðspurður sagði Einar tilfinningar sínar varðandi frammistöðu íslenska landsliðsins í leiknum vera beggja blands. „Bara svona já og nei. Fínt að vinna þetta, en mótstaðan var engin. Þetta lið væri í basli með að halda sér í Olís deildinni. Mér fannst fyrri hálfleikurinn ágætur, ekki mikið meira en það. Seinni hálfleikurinn var síðan bæði leiðinlegur og lélegur. Hræðir mig svolítið fyrir framhaldið, ég verð að segja það.“ „Við vorum á pari“ Heilt yfir var Ásgeir Örn sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins. „Þrettán marka sigur, við fáum á okkur tuttugu og eitt mark. Jú ég held við getum alveg verið þokkalega sáttir með þetta. Ég er hins vegar alveg sammála Einari, þetta var arfaslakt og illa skipulagt lið sem við vorum að mæta. Bara lélegir.“ „Ég var einmitt að hugsa það yfir leiknum á rétt tæplega fertugustu mínútu að þetta væri bara helvíti fínt. Ef við myndum halda dampi yrði ég helvíti sáttur með þetta. En þá kom bara helvíti vondur kafli. Fórum úr fjórtán marka forystu niður í níu, fimm sóknir í röð sem við skorum ekki og þeir skora fimm í röð. Mér fannst þetta mjög lélegt. En við náðum aðeins að slá frá okkur. Það er erfitt að halda þetta út. Við vorum á pari með þessum þrettán marka sigri.“ Ásgeir Örn Hallgrímsson Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Þetta sýndi mér það ekki“ Fyrir fram hefur lokaleiknum við Slóveníu verið stillt upp sem úrslitaleik riðilsins. Formsatriði sé að vinna Grænhöfðaeyjar og Kúbu. Einar er að mörgu leiti til sammála Ásgeiri en segir núverandi landslið ekki geta tileinkað sér þá hugsun sem Ásgeir Örn og liðsfélagar hans í fyrra landsliði gátu tileinkað sér. „Ég skil alveg hvað Ásgeir er að fara,“ bætti Einar svo við. „Með allan sinn landsliðsferil að baki, sem var frábær, og hann spilaði í frábæru landsliði. Lið sem hefði alveg geta labbað úr svona leik og hugsað með sér: „Við gerðum okkar og vitum alveg hvaða leikur það er sem á endanum skiptir máli.“ Ég skil alveg hvaðan hann kemur. En mér finnst þetta landslið sem við höfum núna ekki hafa efni á þessu. Þeir verða sýna okkur það, í hverjum einasta leik, að það séu framfarir. Að þeir séu á réttri leið og að það sé eitthvað að fara gerast framu. Þetta sýndi mér það ekki.“ Hægt er að hlusta á ítarlegt uppgjör þeirra félaga í Besta sætinu hér fyrir neðan. Þáttinn má finna á helstu hlaðvarpsveitum. Næsti leikur Íslands á HM er á laugardaginn kemur gegn Kúbu. Helstu fréttir af HM má finna hér á Vísi daglega.
Besta sætið Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32 „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þetta var æðisleg upplifun, að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Þetta var mjög gaman,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson strax eftir sinn fyrsta leik á HM, í stórsigrinum gegn Grænhöfðaeyjum. 16. janúar 2025 21:25 „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19 Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50 Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Sjá meira
Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32
„Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þetta var æðisleg upplifun, að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Þetta var mjög gaman,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson strax eftir sinn fyrsta leik á HM, í stórsigrinum gegn Grænhöfðaeyjum. 16. janúar 2025 21:25
„Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19
Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50