Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar 16. janúar 2025 14:03 Ógegnsæ og flókin gjaldskrá stóru skipafélaganna og hátt flutningsverð hefur um langt árabil verið umkvörtunarefni félagsmanna í Félagi atvinnurekenda. Augljóslega sér ekki fyrir endann á þeirri sögu. Matthías Matthíasson hjá MM Logik, sem veitir ráðgjöf í flutningamálum, birti á vef sínum í síðustu viku einkar athyglisverða greiningu á þróun olíuverðs og gjaldskráa stóru skipafélaganna, Eimskips og Samskipa. Niðurstöðurnar eru sláandi og hljóta að verða til þess að viðskiptavinir skipafélaganna, ekki sízt Eimskips, spyrji gagnrýninna spurninga. Skipafélögin innheimta tvenns konar olíugjald. Annars vegar er olíuálag (Bunker adjustment factor eða BAF), sem Matthías tilgreinir að eigi sér langa sögu í alþjóðlegum siglingum og hafi verið hugsað til að verja skipafélögin fyrir sveiflum í olíuverði. Þetta álag er tengt við verð á svartolíu í Rotterdam. Hins vegar er umhverfisgjald (LSS eða low sulphur fuel surcharge) en það er hugsað til að jafna þann kostnaðarauka, sem varð af því að brenna dýrari og minna mengandi olíu í stað svartolíu. LSS átti þannig að dekka kostnað af muninum á verði svartolíu og minna mengandi olíu með lægra brennisteinsinnihaldi (MGO). Matthías bendir á að þegar LSS-gjaldið var innleitt í ársbyrun 2015 hafi það verið 124 Bandaríkjadollarar á 40 feta gám hjá Eimskipi. Í janúar sé það hins vegar 950 dollarar fyrir jafnstóran gám, þrátt fyrir að verðmismunur á olíutegundunum tveimur hafi sízt aukizt frá því að gjaldið var innleitt. Umhverfisvænni siglingar leiða ekki af sér lækkun olíugjalda Í greiningu Matthíasar segir að í þessu samhengi verði einnig að taka fram að árið 2020 hafi Eimskip fengið afhent tvö ný skip, Dettifoss og Brúarfoss. Við móttöku skipanna hafi Eimskip greint frá því að þau væru „þau umhverfisvænustu sinnar tegundar á Íslandi á hverja gámaeiningu“. Skipin verði mun sparneytnari á flutta gámaeiningu en eldri skip og séu útbúin olíuhreinsibúnaði sem minnki enn frekar losun brennisteins út í andrúmsloftið. Matthías nefnir að þessi búnaður hreinsi útblásturinn þannig að skipin geti brennt svartolíu í stað MGO, sem Eimskip rukki þó umhverfisgjaldið fyrir að nota. Hann vísar jafnframt til fjölda frétta og tilvitnana frá Eimskipi um umhverfisvænni siglingar og minna kolefnisspor. Í þessu ljósi segir Matthías að sú þróun sem birtist á undanförnum þremur árum komi mjög á óvart, en gröfin hér að neðan, sem eru fengin úr greiningu MM Logik, sýna hana glögglega. Álagning olíuálags hjá Eimskipi virðist ekki í neinu samhengi við þróun svartolíuverðs. Sömu tilhneigingu má sjá í gjaldskrá Samskipa, en ekki með jafnafgerandi hætti. Þegar kemur að umhverfisálaginu, virðist gjaldskrá Samskipa fylgja nokkuð náið þróun verðs á hinni umhverfisvænni MGO-olíu, en það er aldeilis ekki tilfellið hjá Eimskipi. Minni og meðalstóru fyrirtækin borga Eins og áður sagði hljóta þessar upplýsingar að gefa viðskiptavinum skipafélaganna, einkum Eimskips, tilefni til að spyrja gagnrýninna spurninga. Svo virðist sem umhverfiskröfur, sem skipafélögin hafa gjarnan kveinkað sér undan, séu fremur orðin tekjulind en kostnaðarliður. Þá er heldur betur búið að snúa hagrænum hvötum í þágu umhverfisins á haus. Ætla má að hinir stóru viðskiptavinir Eimskips, sem hafa innanhúss sérfræðiþekkingu á þróun stærða eins og olíuverðs, séu búnir að semja sig frá þessum gjaldskrárhækkunum. Minni og meðalstóru fyrirtækin, sem hafa síður aðgang að slíkri þekkingu, eru hins vegar látin borga. Hár flutningskostnaður er eitt af því sem kyndir verðbólguna á Íslandi, sem atvinnulífið og stjórnvöld leitast nú við að ná tökum á í sameiningu. Of há flutningsgjöld verða að sjálfsögðu til þess að neytendur þurfa að greiða hærra verð fyrir innfluttar vörur í verzlunum. Fyrirtæki eiga að krefjast skýringa Í þessu samhengi er rétt að rifja upp álit Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í byrjun september 2023, í framhaldi af ákvörðunum eftirlitsins vegna samráðs Eimskips og Samskipa. Í álitinu var farið yfir nokkur þeirra gjalda, sem skipafélögin leggja ofan á verð flutninga og raktar vísbendingar um að þau hafi verið mun hærri en ástæða var til. „Í ljósi framangreindrar forsögu er eðlilegt að viðskiptavinir Samskipa og Eimskipa kalli í hverju tilviki eftir skýringum á fjárhæð einstakra gjalda sem innheimt eru, þegar gengið er til samninga. Er slík eftirfylgni til þess fallin að skapa aðhald gagnvart fyrirtækjunum, í ljósi þeirra atvika sem lýst er í ákvörðuninni,“ sagði í álitinu. Upplýsingarnar, sem MM Logik hefur tekið saman, gefur viðskiptamönnum skipafélaganna sannarlega tilefni til að kalla eftir skýringum. Þær gefa stjórnvöldum og hagsmunasamtökum tilefni til hins sama. Og síðast en ekki sízt sýna þær að það er svigrúm á sjóflutningamarkaðnum fyrir nýja keppinauta, sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Sjá meira
Ógegnsæ og flókin gjaldskrá stóru skipafélaganna og hátt flutningsverð hefur um langt árabil verið umkvörtunarefni félagsmanna í Félagi atvinnurekenda. Augljóslega sér ekki fyrir endann á þeirri sögu. Matthías Matthíasson hjá MM Logik, sem veitir ráðgjöf í flutningamálum, birti á vef sínum í síðustu viku einkar athyglisverða greiningu á þróun olíuverðs og gjaldskráa stóru skipafélaganna, Eimskips og Samskipa. Niðurstöðurnar eru sláandi og hljóta að verða til þess að viðskiptavinir skipafélaganna, ekki sízt Eimskips, spyrji gagnrýninna spurninga. Skipafélögin innheimta tvenns konar olíugjald. Annars vegar er olíuálag (Bunker adjustment factor eða BAF), sem Matthías tilgreinir að eigi sér langa sögu í alþjóðlegum siglingum og hafi verið hugsað til að verja skipafélögin fyrir sveiflum í olíuverði. Þetta álag er tengt við verð á svartolíu í Rotterdam. Hins vegar er umhverfisgjald (LSS eða low sulphur fuel surcharge) en það er hugsað til að jafna þann kostnaðarauka, sem varð af því að brenna dýrari og minna mengandi olíu í stað svartolíu. LSS átti þannig að dekka kostnað af muninum á verði svartolíu og minna mengandi olíu með lægra brennisteinsinnihaldi (MGO). Matthías bendir á að þegar LSS-gjaldið var innleitt í ársbyrun 2015 hafi það verið 124 Bandaríkjadollarar á 40 feta gám hjá Eimskipi. Í janúar sé það hins vegar 950 dollarar fyrir jafnstóran gám, þrátt fyrir að verðmismunur á olíutegundunum tveimur hafi sízt aukizt frá því að gjaldið var innleitt. Umhverfisvænni siglingar leiða ekki af sér lækkun olíugjalda Í greiningu Matthíasar segir að í þessu samhengi verði einnig að taka fram að árið 2020 hafi Eimskip fengið afhent tvö ný skip, Dettifoss og Brúarfoss. Við móttöku skipanna hafi Eimskip greint frá því að þau væru „þau umhverfisvænustu sinnar tegundar á Íslandi á hverja gámaeiningu“. Skipin verði mun sparneytnari á flutta gámaeiningu en eldri skip og séu útbúin olíuhreinsibúnaði sem minnki enn frekar losun brennisteins út í andrúmsloftið. Matthías nefnir að þessi búnaður hreinsi útblásturinn þannig að skipin geti brennt svartolíu í stað MGO, sem Eimskip rukki þó umhverfisgjaldið fyrir að nota. Hann vísar jafnframt til fjölda frétta og tilvitnana frá Eimskipi um umhverfisvænni siglingar og minna kolefnisspor. Í þessu ljósi segir Matthías að sú þróun sem birtist á undanförnum þremur árum komi mjög á óvart, en gröfin hér að neðan, sem eru fengin úr greiningu MM Logik, sýna hana glögglega. Álagning olíuálags hjá Eimskipi virðist ekki í neinu samhengi við þróun svartolíuverðs. Sömu tilhneigingu má sjá í gjaldskrá Samskipa, en ekki með jafnafgerandi hætti. Þegar kemur að umhverfisálaginu, virðist gjaldskrá Samskipa fylgja nokkuð náið þróun verðs á hinni umhverfisvænni MGO-olíu, en það er aldeilis ekki tilfellið hjá Eimskipi. Minni og meðalstóru fyrirtækin borga Eins og áður sagði hljóta þessar upplýsingar að gefa viðskiptavinum skipafélaganna, einkum Eimskips, tilefni til að spyrja gagnrýninna spurninga. Svo virðist sem umhverfiskröfur, sem skipafélögin hafa gjarnan kveinkað sér undan, séu fremur orðin tekjulind en kostnaðarliður. Þá er heldur betur búið að snúa hagrænum hvötum í þágu umhverfisins á haus. Ætla má að hinir stóru viðskiptavinir Eimskips, sem hafa innanhúss sérfræðiþekkingu á þróun stærða eins og olíuverðs, séu búnir að semja sig frá þessum gjaldskrárhækkunum. Minni og meðalstóru fyrirtækin, sem hafa síður aðgang að slíkri þekkingu, eru hins vegar látin borga. Hár flutningskostnaður er eitt af því sem kyndir verðbólguna á Íslandi, sem atvinnulífið og stjórnvöld leitast nú við að ná tökum á í sameiningu. Of há flutningsgjöld verða að sjálfsögðu til þess að neytendur þurfa að greiða hærra verð fyrir innfluttar vörur í verzlunum. Fyrirtæki eiga að krefjast skýringa Í þessu samhengi er rétt að rifja upp álit Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í byrjun september 2023, í framhaldi af ákvörðunum eftirlitsins vegna samráðs Eimskips og Samskipa. Í álitinu var farið yfir nokkur þeirra gjalda, sem skipafélögin leggja ofan á verð flutninga og raktar vísbendingar um að þau hafi verið mun hærri en ástæða var til. „Í ljósi framangreindrar forsögu er eðlilegt að viðskiptavinir Samskipa og Eimskipa kalli í hverju tilviki eftir skýringum á fjárhæð einstakra gjalda sem innheimt eru, þegar gengið er til samninga. Er slík eftirfylgni til þess fallin að skapa aðhald gagnvart fyrirtækjunum, í ljósi þeirra atvika sem lýst er í ákvörðuninni,“ sagði í álitinu. Upplýsingarnar, sem MM Logik hefur tekið saman, gefur viðskiptamönnum skipafélaganna sannarlega tilefni til að kalla eftir skýringum. Þær gefa stjórnvöldum og hagsmunasamtökum tilefni til hins sama. Og síðast en ekki sízt sýna þær að það er svigrúm á sjóflutningamarkaðnum fyrir nýja keppinauta, sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar