Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2025 13:05 Elvar Örn Jónsson og strákarnir okkar hefja leik á HM í kvöld þegar þeir mæta Grænhöfðaeyjum. epa/Johan Nilsson Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir heimsmeistaramótið í handbolta í HR stofunni, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið leikur sinn fyrsta leik á mótinu í dag. Gestir HR stofunnar voru Patrekur Jóhannesson og Arnar Pétursson og þá kynnti Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, spálíkan sem hann hefur gert fyrir mótið. Í HR stofunni fór Peter yfir spálíkan sem hann hefur gert fyrir HM. Hann gerði einnig spálíkön fyrir HM 2023 og EM 2024. Fyrir HM 2023 spáði hann því að Íslendingar myndu enda í 12.-14. sæti og svo fór að þeir enduðu í 12. sæti. Fyrir EM í fyrra spáði Peter því að líklegast yrði að Ísland endaði í 7.-12. sæti. Tíunda sætið varð niðurstaðan. Eftir að hafa keyrt spálíkan sitt fyrir HM í ár 100.000 sinnum er niðurstaðan Peters sú að 1,7% líkur séu á að Ísland verði heimsmeistari. Telur 40% líkur á að Ísland komist í 8-liða úrslit Algengasta lokastaða Íslands reyndist 8. sæti en meðalniðurstaða Íslands var 10. sæti. Dreifingin var þó býsna mikil og það var aðeins í 7,5% tilvika sem að Ísland endaði í 8. sæti. Samkvæmt spálíkani Peters eru tæplega 40% líkur á því að Ísland komist að minnsta kosti í gegnum milliriðlakeppnina og í 8-liða úrslit. Þessar líkur hækka í 63,8% ef að Ísland vinnur G-riðil en þá er ljóst að liðið þarf að leggja Slóvena að velli í leiknum mikilvæga á mánudagskvöld. Samkvæmt spá Peters er líklegra að Slóvenía og Egyptaland komist í 8-liða úrslitin, á kostnað Íslands og Króatíu. Það eru 14,2% líkur á að Ísland komist í undanúrslit, í fyrsta sinn í sögu HM, og 5,3% líkur á að liðið komist í úrslitaleik mótsins. Eins og fyrr segir eru svo 1,7% líkur á að liðið fari alla leið en Frakkland er líklegast til að vinna mótið og tókst það í 23% tilvika í líkani Peters. Danmörk er skammt undan, eftir að hafa unnið þrjú síðustu heimsmeistaramót, en það bitnar á Dönum að vera í erfiðari helmingi mótsins. HR stofan hófst klukkan 12:30 og mátti sjá beina útsendingu frá henni hér fyrir neðan. Ísland mætir Grænhöfðaeyjum í G-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fjallað verður ítarlega um leikinn í máli og myndum á Vísi í kvöld. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Háskólar Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Sjá meira
Í HR stofunni fór Peter yfir spálíkan sem hann hefur gert fyrir HM. Hann gerði einnig spálíkön fyrir HM 2023 og EM 2024. Fyrir HM 2023 spáði hann því að Íslendingar myndu enda í 12.-14. sæti og svo fór að þeir enduðu í 12. sæti. Fyrir EM í fyrra spáði Peter því að líklegast yrði að Ísland endaði í 7.-12. sæti. Tíunda sætið varð niðurstaðan. Eftir að hafa keyrt spálíkan sitt fyrir HM í ár 100.000 sinnum er niðurstaðan Peters sú að 1,7% líkur séu á að Ísland verði heimsmeistari. Telur 40% líkur á að Ísland komist í 8-liða úrslit Algengasta lokastaða Íslands reyndist 8. sæti en meðalniðurstaða Íslands var 10. sæti. Dreifingin var þó býsna mikil og það var aðeins í 7,5% tilvika sem að Ísland endaði í 8. sæti. Samkvæmt spálíkani Peters eru tæplega 40% líkur á því að Ísland komist að minnsta kosti í gegnum milliriðlakeppnina og í 8-liða úrslit. Þessar líkur hækka í 63,8% ef að Ísland vinnur G-riðil en þá er ljóst að liðið þarf að leggja Slóvena að velli í leiknum mikilvæga á mánudagskvöld. Samkvæmt spá Peters er líklegra að Slóvenía og Egyptaland komist í 8-liða úrslitin, á kostnað Íslands og Króatíu. Það eru 14,2% líkur á að Ísland komist í undanúrslit, í fyrsta sinn í sögu HM, og 5,3% líkur á að liðið komist í úrslitaleik mótsins. Eins og fyrr segir eru svo 1,7% líkur á að liðið fari alla leið en Frakkland er líklegast til að vinna mótið og tókst það í 23% tilvika í líkani Peters. Danmörk er skammt undan, eftir að hafa unnið þrjú síðustu heimsmeistaramót, en það bitnar á Dönum að vera í erfiðari helmingi mótsins. HR stofan hófst klukkan 12:30 og mátti sjá beina útsendingu frá henni hér fyrir neðan. Ísland mætir Grænhöfðaeyjum í G-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fjallað verður ítarlega um leikinn í máli og myndum á Vísi í kvöld.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Háskólar Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Sjá meira