Ánægja með Dag og hetjan hyllt Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2025 15:47 Dagur Sigurðsson og hans menn í króatíska landsliðinu voru ekki í neinum vandræðum með Barein í gærkvöld. Getty/Luka Stanzl Króatar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hófu HM í handbolta af krafti í Zagreb í gærkvöld og völtuðu yfir Bareinana hans Arons Kristjánssonar. Fyrrverandi aðstoðarþjálfari Króatíu hrósar Degi og fyrirliðanum Domagoj Duvnjak, sem var hylltur sérstaklega af áhorfendum en hann er á sínu síðasta stórmóti. Strákarnir hans Dags unnu 36-22 sigur í gærkvöld og þessi byrjun hefur eflaust ekki slegið á væntingar heimamanna sem ætla sér eflaust langt á mótinu. Dagur segist þó ekki finna fyrir mikilli pressu, þó eflaust sé hún til staðar. Boris Dvorsek, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Króatíu, segir að hafa verði í huga að Barein sé ekki eitt af erfiðustu liðunum á mótinu. Næsti leikur sé svo við álíka andstæðing, Argentínu, sem þó sé mögulega aðeins sterkara lið en Barein. „Það er gott að við skulum byrja á tveimur svona leikjum. Og þarna gerði Dagur vel, því hann lét allt liðið spila. Allir spiluðu og fengu góðar mínútur. Að mínu mati ætti að gera það sama gegn Argentínu. Þetta er nefnilega frábær æfing fyrir mikilvægu leikina sem fylgja í kjölfarið, fyrst gegn Egyptalandi og svo í milliriðli við Ísland og Slóveníu,“ segir Dvorsek við Tportal. „Það er mjög mikilvægt að hafa eins marga leikmenn og hægt er í toppformi, því þetta er langt mót. Það sem heillaði mig sérstaklega er hve rosalega hreyfanlegir menn voru í 6-0 vörninni. Því leikmenn Barein eru fljótir, góðir í að finta, ekki klassískir skotmenn en við lokuðum miðsvæðinu afar vel,“ segir Dvorsek en ítrekar að Barein sé ekki eitt besta lið mótsins. 🇭🇷 Tribute to a legend!Fans honored Croatia’s captain Domagoj Duvnjak during the 5th minute of the match vs. Bahrain at #HWC2025 with a heartfelt banner: "Hvala, kapetane" (Thank you, captain).Duvnjak leads Croatia one last time, aiming for another medal. A true icon! 🙌… pic.twitter.com/sekxxiu9vt— Hen Livgot (@Hen_Livgot) January 16, 2025 Á fimmtu mínútu leiksins í gær var Duvnjak, sem klæðist treyju númer fimm, hylltur sérstaklega. Stuðningsmenn rúlluðu út gríðarstórum fána með mynd af hetjunni sinni en Duvnjak, sem er 36 ára, hefur spilað fyrir landsliðið frá árinu 2006 og var lengi í hópi allra bestu leikmanna heims. „Duvnjak var mjög, mjög góður í fyrri hálfleiknum,“ sagði Dvorsek en segir ljóst að fyrsta stóra prófið hjá Króötum sé á sunnudaginn, gegn Egyptum. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. 15. janúar 2025 21:23 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
Strákarnir hans Dags unnu 36-22 sigur í gærkvöld og þessi byrjun hefur eflaust ekki slegið á væntingar heimamanna sem ætla sér eflaust langt á mótinu. Dagur segist þó ekki finna fyrir mikilli pressu, þó eflaust sé hún til staðar. Boris Dvorsek, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Króatíu, segir að hafa verði í huga að Barein sé ekki eitt af erfiðustu liðunum á mótinu. Næsti leikur sé svo við álíka andstæðing, Argentínu, sem þó sé mögulega aðeins sterkara lið en Barein. „Það er gott að við skulum byrja á tveimur svona leikjum. Og þarna gerði Dagur vel, því hann lét allt liðið spila. Allir spiluðu og fengu góðar mínútur. Að mínu mati ætti að gera það sama gegn Argentínu. Þetta er nefnilega frábær æfing fyrir mikilvægu leikina sem fylgja í kjölfarið, fyrst gegn Egyptalandi og svo í milliriðli við Ísland og Slóveníu,“ segir Dvorsek við Tportal. „Það er mjög mikilvægt að hafa eins marga leikmenn og hægt er í toppformi, því þetta er langt mót. Það sem heillaði mig sérstaklega er hve rosalega hreyfanlegir menn voru í 6-0 vörninni. Því leikmenn Barein eru fljótir, góðir í að finta, ekki klassískir skotmenn en við lokuðum miðsvæðinu afar vel,“ segir Dvorsek en ítrekar að Barein sé ekki eitt besta lið mótsins. 🇭🇷 Tribute to a legend!Fans honored Croatia’s captain Domagoj Duvnjak during the 5th minute of the match vs. Bahrain at #HWC2025 with a heartfelt banner: "Hvala, kapetane" (Thank you, captain).Duvnjak leads Croatia one last time, aiming for another medal. A true icon! 🙌… pic.twitter.com/sekxxiu9vt— Hen Livgot (@Hen_Livgot) January 16, 2025 Á fimmtu mínútu leiksins í gær var Duvnjak, sem klæðist treyju númer fimm, hylltur sérstaklega. Stuðningsmenn rúlluðu út gríðarstórum fána með mynd af hetjunni sinni en Duvnjak, sem er 36 ára, hefur spilað fyrir landsliðið frá árinu 2006 og var lengi í hópi allra bestu leikmanna heims. „Duvnjak var mjög, mjög góður í fyrri hálfleiknum,“ sagði Dvorsek en segir ljóst að fyrsta stóra prófið hjá Króötum sé á sunnudaginn, gegn Egyptum.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. 15. janúar 2025 21:23 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
„Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. 15. janúar 2025 21:23