„Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2025 21:23 Þetta var erfitt kvöld fyrir Aron Kristjánsson og lærisveina hans í bareinska landsliðinu. Getty/TF-Images Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. Króatía var komið átta mörkum yfir í hálfleik, 17-9, og vann leikinn á endanum með fjórtán marka mun, 36-22. „Þetta var mjög erfitt og við vissum það svo sem að þetta yrði erfitt hérna. Góð stemmning og Króatar með mjög gott lið. Mér fannst við líka gera okkur þetta erfitt fyrir,“ sagði Aron Kristjánsson við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. „Við vorum að klikka mikið á markvörðinn í fyrri hálfleik og henda boltanum frá okkur. Við hefðum átt að vera minna undir eftir fyrri hálfleikinn því mér fannst varnarleikurinn okkar vera nokkuð góður,“ sagði Aron. „Við vorum að fá mikið af hraðaupphlaupum á okkur, með hraðri miðju og menn voru orðnir þreyttir. Við misstum líka út okkar tvo aðallleikmenn í sókninni,“ sagði Aron. „Við erum búnir að vera í svolitlu brasi með mannskapinn og það heldur bara áfram,“ sagði Aron. Hann var ekki með örvhenta skyttu í kvöld. „Nei ég er ekki með örvhenta skyttu og það vantar mjög marga leikmenn þegar við förum inn i mótið. Það er brekka og menn vilja líka yngja upp liðið. Það er því mikið af ungum strákum og rosalega mikil reynsla fyrir þá að fá svona leiki,“ sagði Aron. „Ég sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun þegar tempóið er orðið mikið. Vonandi að menn læra bara á því,“ sagði Aron. „Þetta er búið að vera ótrúlegur undirbúningur, endalaus ferðalög hingað og þangað. Ég vil ekki vera að tjá mig um það. Ég ætla að bíða með það þar til eftir mót,“ sagði Aron. Hvaða væntingar gerir hann til mótsins? „Væntingarnar hjá okkur var að reyna að sjá hvort við gætum safnað vopnum hérna og bætt okkur leik eftir leik. Að vera klárir á móti Argentínu og reyna að vinna þann leik,“ sagði Aron. „Þetta var mjög slæmur leikur fyrir okkur út af því að við missum tvo mjög góða sóknarmenn út. Annar þeirra var að koma til baka. Við höldum samt ótrauðir áfram og reynum að byggja okkur upp þannig að við séum tilbúnir á móti Argentínu,“ sagði Aron. Klippa: Aron eftir tapið gegn Króatíu HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira
Króatía var komið átta mörkum yfir í hálfleik, 17-9, og vann leikinn á endanum með fjórtán marka mun, 36-22. „Þetta var mjög erfitt og við vissum það svo sem að þetta yrði erfitt hérna. Góð stemmning og Króatar með mjög gott lið. Mér fannst við líka gera okkur þetta erfitt fyrir,“ sagði Aron Kristjánsson við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. „Við vorum að klikka mikið á markvörðinn í fyrri hálfleik og henda boltanum frá okkur. Við hefðum átt að vera minna undir eftir fyrri hálfleikinn því mér fannst varnarleikurinn okkar vera nokkuð góður,“ sagði Aron. „Við vorum að fá mikið af hraðaupphlaupum á okkur, með hraðri miðju og menn voru orðnir þreyttir. Við misstum líka út okkar tvo aðallleikmenn í sókninni,“ sagði Aron. „Við erum búnir að vera í svolitlu brasi með mannskapinn og það heldur bara áfram,“ sagði Aron. Hann var ekki með örvhenta skyttu í kvöld. „Nei ég er ekki með örvhenta skyttu og það vantar mjög marga leikmenn þegar við förum inn i mótið. Það er brekka og menn vilja líka yngja upp liðið. Það er því mikið af ungum strákum og rosalega mikil reynsla fyrir þá að fá svona leiki,“ sagði Aron. „Ég sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun þegar tempóið er orðið mikið. Vonandi að menn læra bara á því,“ sagði Aron. „Þetta er búið að vera ótrúlegur undirbúningur, endalaus ferðalög hingað og þangað. Ég vil ekki vera að tjá mig um það. Ég ætla að bíða með það þar til eftir mót,“ sagði Aron. Hvaða væntingar gerir hann til mótsins? „Væntingarnar hjá okkur var að reyna að sjá hvort við gætum safnað vopnum hérna og bætt okkur leik eftir leik. Að vera klárir á móti Argentínu og reyna að vinna þann leik,“ sagði Aron. „Þetta var mjög slæmur leikur fyrir okkur út af því að við missum tvo mjög góða sóknarmenn út. Annar þeirra var að koma til baka. Við höldum samt ótrauðir áfram og reynum að byggja okkur upp þannig að við séum tilbúnir á móti Argentínu,“ sagði Aron. Klippa: Aron eftir tapið gegn Króatíu
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira