„Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2025 21:23 Þetta var erfitt kvöld fyrir Aron Kristjánsson og lærisveina hans í bareinska landsliðinu. Getty/TF-Images Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. Króatía var komið átta mörkum yfir í hálfleik, 17-9, og vann leikinn á endanum með fjórtán marka mun, 36-22. „Þetta var mjög erfitt og við vissum það svo sem að þetta yrði erfitt hérna. Góð stemmning og Króatar með mjög gott lið. Mér fannst við líka gera okkur þetta erfitt fyrir,“ sagði Aron Kristjánsson við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. „Við vorum að klikka mikið á markvörðinn í fyrri hálfleik og henda boltanum frá okkur. Við hefðum átt að vera minna undir eftir fyrri hálfleikinn því mér fannst varnarleikurinn okkar vera nokkuð góður,“ sagði Aron. „Við vorum að fá mikið af hraðaupphlaupum á okkur, með hraðri miðju og menn voru orðnir þreyttir. Við misstum líka út okkar tvo aðallleikmenn í sókninni,“ sagði Aron. „Við erum búnir að vera í svolitlu brasi með mannskapinn og það heldur bara áfram,“ sagði Aron. Hann var ekki með örvhenta skyttu í kvöld. „Nei ég er ekki með örvhenta skyttu og það vantar mjög marga leikmenn þegar við förum inn i mótið. Það er brekka og menn vilja líka yngja upp liðið. Það er því mikið af ungum strákum og rosalega mikil reynsla fyrir þá að fá svona leiki,“ sagði Aron. „Ég sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun þegar tempóið er orðið mikið. Vonandi að menn læra bara á því,“ sagði Aron. „Þetta er búið að vera ótrúlegur undirbúningur, endalaus ferðalög hingað og þangað. Ég vil ekki vera að tjá mig um það. Ég ætla að bíða með það þar til eftir mót,“ sagði Aron. Hvaða væntingar gerir hann til mótsins? „Væntingarnar hjá okkur var að reyna að sjá hvort við gætum safnað vopnum hérna og bætt okkur leik eftir leik. Að vera klárir á móti Argentínu og reyna að vinna þann leik,“ sagði Aron. „Þetta var mjög slæmur leikur fyrir okkur út af því að við missum tvo mjög góða sóknarmenn út. Annar þeirra var að koma til baka. Við höldum samt ótrauðir áfram og reynum að byggja okkur upp þannig að við séum tilbúnir á móti Argentínu,“ sagði Aron. Klippa: Aron eftir tapið gegn Króatíu HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Sjá meira
Króatía var komið átta mörkum yfir í hálfleik, 17-9, og vann leikinn á endanum með fjórtán marka mun, 36-22. „Þetta var mjög erfitt og við vissum það svo sem að þetta yrði erfitt hérna. Góð stemmning og Króatar með mjög gott lið. Mér fannst við líka gera okkur þetta erfitt fyrir,“ sagði Aron Kristjánsson við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. „Við vorum að klikka mikið á markvörðinn í fyrri hálfleik og henda boltanum frá okkur. Við hefðum átt að vera minna undir eftir fyrri hálfleikinn því mér fannst varnarleikurinn okkar vera nokkuð góður,“ sagði Aron. „Við vorum að fá mikið af hraðaupphlaupum á okkur, með hraðri miðju og menn voru orðnir þreyttir. Við misstum líka út okkar tvo aðallleikmenn í sókninni,“ sagði Aron. „Við erum búnir að vera í svolitlu brasi með mannskapinn og það heldur bara áfram,“ sagði Aron. Hann var ekki með örvhenta skyttu í kvöld. „Nei ég er ekki með örvhenta skyttu og það vantar mjög marga leikmenn þegar við förum inn i mótið. Það er brekka og menn vilja líka yngja upp liðið. Það er því mikið af ungum strákum og rosalega mikil reynsla fyrir þá að fá svona leiki,“ sagði Aron. „Ég sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun þegar tempóið er orðið mikið. Vonandi að menn læra bara á því,“ sagði Aron. „Þetta er búið að vera ótrúlegur undirbúningur, endalaus ferðalög hingað og þangað. Ég vil ekki vera að tjá mig um það. Ég ætla að bíða með það þar til eftir mót,“ sagði Aron. Hvaða væntingar gerir hann til mótsins? „Væntingarnar hjá okkur var að reyna að sjá hvort við gætum safnað vopnum hérna og bætt okkur leik eftir leik. Að vera klárir á móti Argentínu og reyna að vinna þann leik,“ sagði Aron. „Þetta var mjög slæmur leikur fyrir okkur út af því að við missum tvo mjög góða sóknarmenn út. Annar þeirra var að koma til baka. Við höldum samt ótrauðir áfram og reynum að byggja okkur upp þannig að við séum tilbúnir á móti Argentínu,“ sagði Aron. Klippa: Aron eftir tapið gegn Króatíu
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Sjá meira