„Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. janúar 2025 21:44 Eldur Ólafsson forstjóri og stofnandi Amaroq. Vísir Forstjóri Amaroq segir viðskiptatengsl Íslands og Grænlands sífellt mikilvægari Ísland sé í dauðafæri til að koma sér upp góðum tengslum við staðinn. Væri hann utanríkisráðherra myndi hann einblína á tengsl Íslands við eyjuna. Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, var til tals í Reykjavík Síðdegis í dag. Nýlega hófst framleiðsla á gulli úr gullnámu Amaroq, Nalunaq, á Suður-Grænlandi eftir tíu ára undirbúningsstarf. „Við erum með sjö ára vinnslutíma fyrir námuna okkar til þess að vinna næstu sjö árin. Svo reynum við að stækka það, vonandi í tíu ár, tólf ár og svo framvegis,“ segir Eldur. Eldur segir nýlegan áhuga Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland hafa „gígantísk“ áhrif á stöðu Amaroq. „Það er erfitt að fjármagna námur. Það vilja flestir kaupa í tæknifyrirtækjum. Það hefur lítil fjárfesting verið í orku á Íslandi og málmum. Þetta er eitthvað sem þykir ekki eins spennandi og að eiga til dæmis í einhverju app-fyrirtæki. Það er að breytast,“ segir Eldur. Áhugi Bandaríkjamanna á fjárfestingum í málmi skipti verulegu máli fyrir Íslendinga. „Því að hliðið inn í Grænland teljum við, og ástæðan fyrir að Amaroq er með skrifstofur hér á Íslandi og við erum búsett hérna, vera inn frá Íslandi. Og það telja, held ég, Kínverjar líka. Við erum með Icelandair sem flýgur fyrir okkur, við erum með Verkís sem vinnur alla verkfræðivinnu. Það eru alls konar tengingar þarna sem skipta máli.“ Þegar Amaroq standi í fjárfestingu á á námum sé allt að sextíu prósent kostnaðarins fólk, það er launakostnaður og fólksflutningar. Eldur segir að ef Íslendingar kæmu sér upp góðum viðskiptatengslum við Grænland yrði það á pari við undirritun EES-samningsins 1994. Hann nefnir túrisma, sjávarútveg, málmvinnslu- og bræðslu sem dæmi. „Þetta er allt það sama og við Íslendingar erum að gera,“ segir Eldur. „Þannig að ef ég væri utanríkisráðherra myndi ég ekki gera neitt annað en þetta.“ Að einblína á Grænland? „Já.“ Eldur segir Íslendinga í frábærri stöðu til að mynda tengsl við Grænland. „Alls konar þjónustufyrirtæki, bankar, fjárfestar, tryggingafélög. Þarna getum við nýtt okkar reynslu hérna og staðsetningu. Það er hægt að gera skattasamninga, alls konar hluti fyrir Grænlendinga, boðið þeim að koma hingað og nýta sér þjónustu hér. Þetta eru ekki nema fimmtíu þúsund manns. Og það er algjört dauðafæri fyrir Íslendinga að horfa til þessa staðar.“ Hér er einungis stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Amaroq Minerals Grænland Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, var til tals í Reykjavík Síðdegis í dag. Nýlega hófst framleiðsla á gulli úr gullnámu Amaroq, Nalunaq, á Suður-Grænlandi eftir tíu ára undirbúningsstarf. „Við erum með sjö ára vinnslutíma fyrir námuna okkar til þess að vinna næstu sjö árin. Svo reynum við að stækka það, vonandi í tíu ár, tólf ár og svo framvegis,“ segir Eldur. Eldur segir nýlegan áhuga Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland hafa „gígantísk“ áhrif á stöðu Amaroq. „Það er erfitt að fjármagna námur. Það vilja flestir kaupa í tæknifyrirtækjum. Það hefur lítil fjárfesting verið í orku á Íslandi og málmum. Þetta er eitthvað sem þykir ekki eins spennandi og að eiga til dæmis í einhverju app-fyrirtæki. Það er að breytast,“ segir Eldur. Áhugi Bandaríkjamanna á fjárfestingum í málmi skipti verulegu máli fyrir Íslendinga. „Því að hliðið inn í Grænland teljum við, og ástæðan fyrir að Amaroq er með skrifstofur hér á Íslandi og við erum búsett hérna, vera inn frá Íslandi. Og það telja, held ég, Kínverjar líka. Við erum með Icelandair sem flýgur fyrir okkur, við erum með Verkís sem vinnur alla verkfræðivinnu. Það eru alls konar tengingar þarna sem skipta máli.“ Þegar Amaroq standi í fjárfestingu á á námum sé allt að sextíu prósent kostnaðarins fólk, það er launakostnaður og fólksflutningar. Eldur segir að ef Íslendingar kæmu sér upp góðum viðskiptatengslum við Grænland yrði það á pari við undirritun EES-samningsins 1994. Hann nefnir túrisma, sjávarútveg, málmvinnslu- og bræðslu sem dæmi. „Þetta er allt það sama og við Íslendingar erum að gera,“ segir Eldur. „Þannig að ef ég væri utanríkisráðherra myndi ég ekki gera neitt annað en þetta.“ Að einblína á Grænland? „Já.“ Eldur segir Íslendinga í frábærri stöðu til að mynda tengsl við Grænland. „Alls konar þjónustufyrirtæki, bankar, fjárfestar, tryggingafélög. Þarna getum við nýtt okkar reynslu hérna og staðsetningu. Það er hægt að gera skattasamninga, alls konar hluti fyrir Grænlendinga, boðið þeim að koma hingað og nýta sér þjónustu hér. Þetta eru ekki nema fimmtíu þúsund manns. Og það er algjört dauðafæri fyrir Íslendinga að horfa til þessa staðar.“ Hér er einungis stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Amaroq Minerals Grænland Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent