Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. janúar 2025 23:01 Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir mikilvægt að hafa öflugt eftirlit með innviðum líkt og sæstrengjum. Vísir/Sigurjón Stór hluti af útköllum þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á síðasta ári var vegna sjúkraflutninga. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir fjölgun erlendra ferðamanna hafa sitt að segja. Þyrlusveitin var kölluð út þrjú hundruð þrjátíu og fjórum sinnum í fyrra. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir fjölgun sjúkraflutninga hafa þar mest um að segja en útköll vegna þeirra voru hundrað áttatíu og þrjú. „Við erum svona helst að láta okkur detta í hug að það sé fjölgun ferðamanna sem að skýri hluta af þessu og einfaldlega aukin krafa fólks um þjónustu, meiri læknisþjónustu og öruggari flutninga og hraðari komu á heilsugæslu eða bráðasjúkrahús.“ Georg segir kostnað Landhelgisgæslunnar vegna erlendra ferðamanna nokkurn. „Í flestum tilfellum þá stöndum við straum af þeim kostnaði. Ef að þetta eru ferðamenn utan EES svæðisins þá er reynt að innheimta hjá þeim eða þeirra tryggingarfélögum. Það gengur svona misjafnlega. Við höfum nú lengi horft til þess að við gætum fengið eitthvað af gjöldum sem eru tekin af ferðamönnum sem koma til landsins. Það hefur nú ekki orðið enn en við teljum að það sé mál sem að þyrfti að skoða rækilega. “ Í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er fylgst með flug- og skipaumferð í kringum landið.Vísir/Sigurjón Landhelgisgæslan hefur yfir að ráða einni flugvél og þremur þyrlum. Flugvélin hefur verið töluvert í leigu til að afla Landhelgisgæslunni tekna og hefur henni lítið sem ekkert verið flogið í kringum Íslands síðastliðið ár. Georg vonast til að á þessu ári verði staðan önnur. „Það sem að við teljum helst þörf á að bæta í er eftirlit með lögsögunni og þá að geta nýtt flugvélina okkar ágætu til þess að fljúga um siglingaleiðir og hafa eftirlit með innviðum sem að eru neðansjávar, sæstrengjum, það er afar brýnt og mikilvægt að bæta þar í.“ Landhelgisgæslan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Þyrlusveitin var kölluð út þrjú hundruð þrjátíu og fjórum sinnum í fyrra. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir fjölgun sjúkraflutninga hafa þar mest um að segja en útköll vegna þeirra voru hundrað áttatíu og þrjú. „Við erum svona helst að láta okkur detta í hug að það sé fjölgun ferðamanna sem að skýri hluta af þessu og einfaldlega aukin krafa fólks um þjónustu, meiri læknisþjónustu og öruggari flutninga og hraðari komu á heilsugæslu eða bráðasjúkrahús.“ Georg segir kostnað Landhelgisgæslunnar vegna erlendra ferðamanna nokkurn. „Í flestum tilfellum þá stöndum við straum af þeim kostnaði. Ef að þetta eru ferðamenn utan EES svæðisins þá er reynt að innheimta hjá þeim eða þeirra tryggingarfélögum. Það gengur svona misjafnlega. Við höfum nú lengi horft til þess að við gætum fengið eitthvað af gjöldum sem eru tekin af ferðamönnum sem koma til landsins. Það hefur nú ekki orðið enn en við teljum að það sé mál sem að þyrfti að skoða rækilega. “ Í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er fylgst með flug- og skipaumferð í kringum landið.Vísir/Sigurjón Landhelgisgæslan hefur yfir að ráða einni flugvél og þremur þyrlum. Flugvélin hefur verið töluvert í leigu til að afla Landhelgisgæslunni tekna og hefur henni lítið sem ekkert verið flogið í kringum Íslands síðastliðið ár. Georg vonast til að á þessu ári verði staðan önnur. „Það sem að við teljum helst þörf á að bæta í er eftirlit með lögsögunni og þá að geta nýtt flugvélina okkar ágætu til þess að fljúga um siglingaleiðir og hafa eftirlit með innviðum sem að eru neðansjávar, sæstrengjum, það er afar brýnt og mikilvægt að bæta þar í.“
Landhelgisgæslan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira