Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. janúar 2025 19:12 Héraðssaksóknari hefur lagt fram aðra ákæru á hendur Hauki Ægi Haukssyni. Hann sést hér til hægri. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu í síðasta mánuði, fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa haldið manni kyrkingartaki í að minnsta kosti sjö mínútur. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Hauk Ægi Hauksson í fimm ára fangelsi fyrir skipulagða brotastarfsemi, stórfelld fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot í desember, í hinu svokallaða Sólheimajökulsmáli. Ríkisútvarpið greinir frá því að Héraðssaksóknari hafi lagt ákæru á hendur Hauki fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið mann kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. Fram kemur að lögregla hafi náð að losa manninn úr kyrkingartakinu, sem var þá með skerta meðvitund, krampa og blóðsúrnun. Maðurinn krefjist þriggja milljóna króna í miskabætur. Féll frá ákærunni tímabundið Í ágúst í fyrra var greint frá því að einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli hefði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa tekið annan mann kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. Þar kom fram að meint árás hafi verið gerð aðfaranótt laugardagsins 11. mars 2023 í Norðlingaholti. Jafnframt kom fram í þeirri ákæru að lögreglumanni hafi tekist að losa manninn úr taki árásarmannsins. Sá sem varð fyrir árásinni hafi verið settur í lífshættulegt ástand sem birtist í meðvitundarskerðingu, krömpum og blóðsúrum. Í október í fyrra, rétt áður en málsmeðferð í áðurnefndu Sólheimajökulsmáli hófst, féll héraðssaksóknari tímabundið frá ákærunni en hún átti að vera tekin fyrir samhliða málinu. Hin meinta manndrápstilraun hafi ekki tengst málinu að öðru leyti en að hún væri á hendur einum hinna grunuðu. Á að baki nokkurn sakaferil Í Sólheimajökulsmálinu, sem einnig hefur verið kennt við skemmtiferðaskip og potta, var hópur fólks dæmdur fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfelld fíkniefnalagabrot með því að sammælast um sölu og dreifingu fíkniefna hér á landi. Í dóminum kom fram að hin ákærðu hafi verið meðvituð um tiltekna verkaskiptingu sem varðaði geymslu, pökkun, sölu og dreifingu efnanna. Haukur var dæmdur fyrir að taka við efnunum, sem smyglað var til landsins með skemmtiferðaskipi. Grunaður höfuðpaur hópsins var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hlut sinn í málinu. Sjö aðrir hlutu þriggja til fimm ára fangelsisdóma og aðrir sakborningar hlutu skilorðsbundna dóma. Í dómi héraðsdóms kom jafnframt fram að Haukur eigi að baki nokkurn sakaferil. Hann hafi nokkrum sinnum verið fundinn sekur um líkamsárásir og umferðar- og fíkniefnalagabrot. Þá hafi hann gengist undir fjórar lögreglustjórasáttir á minna en ári. Með vísan til þess hafi honum verið gerður hegningarauki í Sólheimajökulsmálinu. Dómsmál Sólheimajökulsmálið Tengdar fréttir Tveir hafa játað sök í stóra fíkniefnamálinu sem fer ekki fet Aðalmeðferð umfangsmikils fíkniefnamáls, sem hefur verið kennt við skemmtiferðaskip en líka verið kallað stóra fíkniefnamálið, mun fara fram í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur dagana 28. október til 6. nóvember. 24. september 2024 15:14 „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Sólheimajökulshópurinn sem Sólheimajökulsmálið svokallaða hefur verið kennt við var spjallhópur fólks á samfélagsmiðlinum Signal þar sem árshátíðarferð var skipulögð. Þar var rætt var um að fara á Sólheimajökul. Sá hópur er ekki beinlínis sá meinti glæpahópur sem er grunaður í málinu þó að þeir innihaldi að miklu leiti sömu meðlimi. Þetta kom fram í framburði lögreglumanns í Héraðsdómi Reykjavíkur. 31. október 2024 12:32 „Ég tek alveg á mig það sem ég gerði, en hitt er ekki ég“ Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur Sólheimajökulsmálsins svokallaða, gaf sína þriðju skýrslu í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar viðurkenndi hann að hafa átt þátt í innflutningi á fíkniefnum sem voru flutt til landsins með skemmtiferðaskipinu AIDAsol. Hann segist þó ekki kannast við að hafa skipulagt innflutninginn. 30. október 2024 10:34 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Hauk Ægi Hauksson í fimm ára fangelsi fyrir skipulagða brotastarfsemi, stórfelld fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot í desember, í hinu svokallaða Sólheimajökulsmáli. Ríkisútvarpið greinir frá því að Héraðssaksóknari hafi lagt ákæru á hendur Hauki fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið mann kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. Fram kemur að lögregla hafi náð að losa manninn úr kyrkingartakinu, sem var þá með skerta meðvitund, krampa og blóðsúrnun. Maðurinn krefjist þriggja milljóna króna í miskabætur. Féll frá ákærunni tímabundið Í ágúst í fyrra var greint frá því að einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli hefði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa tekið annan mann kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. Þar kom fram að meint árás hafi verið gerð aðfaranótt laugardagsins 11. mars 2023 í Norðlingaholti. Jafnframt kom fram í þeirri ákæru að lögreglumanni hafi tekist að losa manninn úr taki árásarmannsins. Sá sem varð fyrir árásinni hafi verið settur í lífshættulegt ástand sem birtist í meðvitundarskerðingu, krömpum og blóðsúrum. Í október í fyrra, rétt áður en málsmeðferð í áðurnefndu Sólheimajökulsmáli hófst, féll héraðssaksóknari tímabundið frá ákærunni en hún átti að vera tekin fyrir samhliða málinu. Hin meinta manndrápstilraun hafi ekki tengst málinu að öðru leyti en að hún væri á hendur einum hinna grunuðu. Á að baki nokkurn sakaferil Í Sólheimajökulsmálinu, sem einnig hefur verið kennt við skemmtiferðaskip og potta, var hópur fólks dæmdur fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfelld fíkniefnalagabrot með því að sammælast um sölu og dreifingu fíkniefna hér á landi. Í dóminum kom fram að hin ákærðu hafi verið meðvituð um tiltekna verkaskiptingu sem varðaði geymslu, pökkun, sölu og dreifingu efnanna. Haukur var dæmdur fyrir að taka við efnunum, sem smyglað var til landsins með skemmtiferðaskipi. Grunaður höfuðpaur hópsins var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hlut sinn í málinu. Sjö aðrir hlutu þriggja til fimm ára fangelsisdóma og aðrir sakborningar hlutu skilorðsbundna dóma. Í dómi héraðsdóms kom jafnframt fram að Haukur eigi að baki nokkurn sakaferil. Hann hafi nokkrum sinnum verið fundinn sekur um líkamsárásir og umferðar- og fíkniefnalagabrot. Þá hafi hann gengist undir fjórar lögreglustjórasáttir á minna en ári. Með vísan til þess hafi honum verið gerður hegningarauki í Sólheimajökulsmálinu.
Dómsmál Sólheimajökulsmálið Tengdar fréttir Tveir hafa játað sök í stóra fíkniefnamálinu sem fer ekki fet Aðalmeðferð umfangsmikils fíkniefnamáls, sem hefur verið kennt við skemmtiferðaskip en líka verið kallað stóra fíkniefnamálið, mun fara fram í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur dagana 28. október til 6. nóvember. 24. september 2024 15:14 „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Sólheimajökulshópurinn sem Sólheimajökulsmálið svokallaða hefur verið kennt við var spjallhópur fólks á samfélagsmiðlinum Signal þar sem árshátíðarferð var skipulögð. Þar var rætt var um að fara á Sólheimajökul. Sá hópur er ekki beinlínis sá meinti glæpahópur sem er grunaður í málinu þó að þeir innihaldi að miklu leiti sömu meðlimi. Þetta kom fram í framburði lögreglumanns í Héraðsdómi Reykjavíkur. 31. október 2024 12:32 „Ég tek alveg á mig það sem ég gerði, en hitt er ekki ég“ Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur Sólheimajökulsmálsins svokallaða, gaf sína þriðju skýrslu í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar viðurkenndi hann að hafa átt þátt í innflutningi á fíkniefnum sem voru flutt til landsins með skemmtiferðaskipinu AIDAsol. Hann segist þó ekki kannast við að hafa skipulagt innflutninginn. 30. október 2024 10:34 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Tveir hafa játað sök í stóra fíkniefnamálinu sem fer ekki fet Aðalmeðferð umfangsmikils fíkniefnamáls, sem hefur verið kennt við skemmtiferðaskip en líka verið kallað stóra fíkniefnamálið, mun fara fram í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur dagana 28. október til 6. nóvember. 24. september 2024 15:14
„Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Sólheimajökulshópurinn sem Sólheimajökulsmálið svokallaða hefur verið kennt við var spjallhópur fólks á samfélagsmiðlinum Signal þar sem árshátíðarferð var skipulögð. Þar var rætt var um að fara á Sólheimajökul. Sá hópur er ekki beinlínis sá meinti glæpahópur sem er grunaður í málinu þó að þeir innihaldi að miklu leiti sömu meðlimi. Þetta kom fram í framburði lögreglumanns í Héraðsdómi Reykjavíkur. 31. október 2024 12:32
„Ég tek alveg á mig það sem ég gerði, en hitt er ekki ég“ Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur Sólheimajökulsmálsins svokallaða, gaf sína þriðju skýrslu í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar viðurkenndi hann að hafa átt þátt í innflutningi á fíkniefnum sem voru flutt til landsins með skemmtiferðaskipinu AIDAsol. Hann segist þó ekki kannast við að hafa skipulagt innflutninginn. 30. október 2024 10:34