Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2025 19:21 Ástríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar segir að nú sé unnið að lokafrágangi á skýrslu stjórnarinnar til Alþingis vegna framkvæmd alþingiskosninganna. Stöð 2/Einar Alþingi kemur að öllum líkindum saman í fyrsta skipti frá kosningum eftir rétt rúman hálfan mánuð. Landskjörstjórn skilar þinginu skýrslu um framkvæmd kosninganna og einstök kæru- og álitamál á miðvikudag. Tvær kærur bárust yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi vegna kosninganna og eins má búast við einhverjum athugasemdum frá umboðsmönnum flokka í einstökum kjördæmum, sem yfirkjörstjórnir telja þó ekki breyta niðurstöðum kosninganna. Ástríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar segir skýrslu verði skilað til undirbúningsnefndar Alþingis um framkvæmd kosninganna á miðvikudag. Ástríður Jóhannesdóttir segir alltaf alvarlegt ef atkvæði skili sér ekki á kjörstað fyrir tilstuðlan annarra en kjósandans.Stöð 2/Einar „Hlutverk landskjörstjórnar er að veita umsögn um þær kærur og athugasemdir sem koma fram og einnig um gildi ágreingsatkvæða sem hafa borist landskjörstjórn. Þetta á að vera rökstutt umsögn þar að lútandi en það er Alþingi sem tekur allar ákvarðanir um á grundvelli þessarar umsagnar,“ segir Ástríður. Í dag var síðan greint frá því að utankjörfundaratkvæði sem bárust á bæjarskrifstofuna í Kópavogi daginn fyrir kosningar, hafi ekki skilað sér til talningar. Í svari Pála Þórs Mássonar bæjarritara í Kópavogi til fréttastofu segir að atkvæðin hafi öll borist í einni póstsendingu og væru nú í öruggri geymslu hjá yfirkjörstjórn bæjarins. „Það er auðvitað alltaf alvarlegt mál ef atkvæði komast ekki til skila af ástæðum sem í rauninni er ekki hægt að rekja til einhvers sem kjósandi gerði eða gerði ekki. En í rauninni lítið hægt að gera þegar skaðinn er skeður,“ segir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. En á endanum er það samkvæmt lögum á ábyrgð kjósenda utankjörfunda að koma atkvæði sínu á leiðarenda. Nýkjörnir þingmenn hafa ekki haft mikið fyrir starfi frá kosningum en nú er útlit fyrir að Alþingi verði kallað saman hinn 29. janúar.Vísir/Vilhelm „Atkvæði sem ekki berast til kjördeildar fyrir lok kjörfundar á kjördag eru ekki tekin til skoðunar. - Hvað voru þetta mörg atkvæði? - Samkvæmt þeim upplýsingum sem landskjörstjórnin hefur fengið var um að ræða tuttugu og fimm atkvæði, eða atkvæðisbréf,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir. Landskjörstjórn hefur nú þegar tilkynnt 63 einstaklingum að þeir hafi náð kjöri til Alþingis. Kjör þeirra verður hins vegar ekki endanlega staðfest fyrr en undirbúningsnefnd Alþingis hefur farið yfir skýrslu landskjörstjórnar og lýst kjöri þingmanna. Landskjörstjórn er ekki úrskurðaraðili, heldur greinir aðeins frá framkvæmd kosninganna og athugasemdum við þær. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Tvær kærur bárust yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi vegna kosninganna og eins má búast við einhverjum athugasemdum frá umboðsmönnum flokka í einstökum kjördæmum, sem yfirkjörstjórnir telja þó ekki breyta niðurstöðum kosninganna. Ástríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar segir skýrslu verði skilað til undirbúningsnefndar Alþingis um framkvæmd kosninganna á miðvikudag. Ástríður Jóhannesdóttir segir alltaf alvarlegt ef atkvæði skili sér ekki á kjörstað fyrir tilstuðlan annarra en kjósandans.Stöð 2/Einar „Hlutverk landskjörstjórnar er að veita umsögn um þær kærur og athugasemdir sem koma fram og einnig um gildi ágreingsatkvæða sem hafa borist landskjörstjórn. Þetta á að vera rökstutt umsögn þar að lútandi en það er Alþingi sem tekur allar ákvarðanir um á grundvelli þessarar umsagnar,“ segir Ástríður. Í dag var síðan greint frá því að utankjörfundaratkvæði sem bárust á bæjarskrifstofuna í Kópavogi daginn fyrir kosningar, hafi ekki skilað sér til talningar. Í svari Pála Þórs Mássonar bæjarritara í Kópavogi til fréttastofu segir að atkvæðin hafi öll borist í einni póstsendingu og væru nú í öruggri geymslu hjá yfirkjörstjórn bæjarins. „Það er auðvitað alltaf alvarlegt mál ef atkvæði komast ekki til skila af ástæðum sem í rauninni er ekki hægt að rekja til einhvers sem kjósandi gerði eða gerði ekki. En í rauninni lítið hægt að gera þegar skaðinn er skeður,“ segir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. En á endanum er það samkvæmt lögum á ábyrgð kjósenda utankjörfunda að koma atkvæði sínu á leiðarenda. Nýkjörnir þingmenn hafa ekki haft mikið fyrir starfi frá kosningum en nú er útlit fyrir að Alþingi verði kallað saman hinn 29. janúar.Vísir/Vilhelm „Atkvæði sem ekki berast til kjördeildar fyrir lok kjörfundar á kjördag eru ekki tekin til skoðunar. - Hvað voru þetta mörg atkvæði? - Samkvæmt þeim upplýsingum sem landskjörstjórnin hefur fengið var um að ræða tuttugu og fimm atkvæði, eða atkvæðisbréf,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir. Landskjörstjórn hefur nú þegar tilkynnt 63 einstaklingum að þeir hafi náð kjöri til Alþingis. Kjör þeirra verður hins vegar ekki endanlega staðfest fyrr en undirbúningsnefnd Alþingis hefur farið yfir skýrslu landskjörstjórnar og lýst kjöri þingmanna. Landskjörstjórn er ekki úrskurðaraðili, heldur greinir aðeins frá framkvæmd kosninganna og athugasemdum við þær.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira