Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. janúar 2025 19:31 Orri Steinn hóf leik kvöldsins á varamannabekknum. Ion Alcoba Beitia/Getty Images Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum hjá Real Sociedad undir lok leiks þegar liðið vann góðan 1-0 sigur á Villareal, Gula kafbátnum, í La Liga - efstu deild karla í spænska fótboltanum. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Takefusa Kubo heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik með góðu skoti í stöng og inn eftir sendingu frá Mikel Oyarzabal. Reyndist það sigurmark leiksins. Orri Steinn hefur aðeins skorað tvö mörk í La Liga á leiktíðinni - bæði í 3-0 sigri á Valencia - eftir að vera keyptur til liðsins í blálok félagaskiptagluggans frá FC Kaupmannahöfn. Han kom inn af bekknum á 83. mínútu og hjálpaði Sociedad að sigla sigrinum heim. Orri Steinn og félagar eru nú með 28 stig í 7. sæti, aðeins tveimur minna en Villareal sem er í 5. sætinu. Spænski boltinn Fótbolti
Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum hjá Real Sociedad undir lok leiks þegar liðið vann góðan 1-0 sigur á Villareal, Gula kafbátnum, í La Liga - efstu deild karla í spænska fótboltanum. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Takefusa Kubo heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik með góðu skoti í stöng og inn eftir sendingu frá Mikel Oyarzabal. Reyndist það sigurmark leiksins. Orri Steinn hefur aðeins skorað tvö mörk í La Liga á leiktíðinni - bæði í 3-0 sigri á Valencia - eftir að vera keyptur til liðsins í blálok félagaskiptagluggans frá FC Kaupmannahöfn. Han kom inn af bekknum á 83. mínútu og hjálpaði Sociedad að sigla sigrinum heim. Orri Steinn og félagar eru nú með 28 stig í 7. sæti, aðeins tveimur minna en Villareal sem er í 5. sætinu.