Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 10:28 Leikmenn Vipers þurfa að finna sér nýtt félag til að spila fyrir. EPA-EFE/Tor Erik Schroder Norska handboltafélagið Vipers frá Kristiansand er endanlega orðið gjaldþrota. Tilraunir til að bjarga félaginu í haust báru á endanum ekki árangur. Vipers hefur orðið norskur meistari undanfarin sjö ár og vann Meistaradeildina þrjú ár í röð (2021-23). Meðal þekktra leikmanna liðsins má nefna norsku landsliðsmarkverðina Katrine Lunde og Silje Solberg-Østhassel, sænsku landsliðskonuna Jaminu Roberts og Lois Abbingh frá Hollandi. Tilkynning stjórnenda Vipers í dag, um að starfsemi félagsins yrði hætt og það tekið til gjaldþrotaskipta, er óvænt þrátt fyrir fjárhagsvandræði því svo virtist í haust sem að tekist hefði að bjarga félaginu. Stjórnendur höfðu þá sagt að félagið þyrfti 25 milljónir norskra króna til að forðast gjaldþrot, en enduðu á að lýsa yfir gjaldþroti áður en nýr fjárfestahópur kom svo inn og hélt félaginu á floti. Lifðu um efni fram og fóru of seint í að rétta af reksturinn Það reyndist hins vegar skammgóður vermir eins og fyrr segir. Ekki tókst að tryggja rekstur félagsins út yfirstandandi leiktíð auk þess sem félagið glímir við lausafjárskort, segir í tilkynningu frá Vipers um gjaldþrotið í dag. Íþróttafréttamaður norska ríkismiðilsins NRK, Jan Petter Saltvedt, segir tíðindin ergileg: „Fyrst og fremst fyrir hönd þeirra leikmanna sem fengu nýja von nú síðast í haust. En einnig fyrir hönd allra þeirra sem töldu að varanleg lausn væri í raun möguleg. Það eru margir sem telja sig svikna í dag.“ Fyrrverandi stjórnarformaður Vipers, Peter Gitmark, segir við NRK: „Þetta er óendanlega sorglegt. Aðalvandamálið er að félagið hefur um nokkurt skeið eytt meiri peningum en félagið átti og grundvöllur var fyrir. Menn lifðu um efni fram og það var farið í það of seint að snúa rekstrinum við,“ sagði Gitmark. Norski handboltinn Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira
Vipers hefur orðið norskur meistari undanfarin sjö ár og vann Meistaradeildina þrjú ár í röð (2021-23). Meðal þekktra leikmanna liðsins má nefna norsku landsliðsmarkverðina Katrine Lunde og Silje Solberg-Østhassel, sænsku landsliðskonuna Jaminu Roberts og Lois Abbingh frá Hollandi. Tilkynning stjórnenda Vipers í dag, um að starfsemi félagsins yrði hætt og það tekið til gjaldþrotaskipta, er óvænt þrátt fyrir fjárhagsvandræði því svo virtist í haust sem að tekist hefði að bjarga félaginu. Stjórnendur höfðu þá sagt að félagið þyrfti 25 milljónir norskra króna til að forðast gjaldþrot, en enduðu á að lýsa yfir gjaldþroti áður en nýr fjárfestahópur kom svo inn og hélt félaginu á floti. Lifðu um efni fram og fóru of seint í að rétta af reksturinn Það reyndist hins vegar skammgóður vermir eins og fyrr segir. Ekki tókst að tryggja rekstur félagsins út yfirstandandi leiktíð auk þess sem félagið glímir við lausafjárskort, segir í tilkynningu frá Vipers um gjaldþrotið í dag. Íþróttafréttamaður norska ríkismiðilsins NRK, Jan Petter Saltvedt, segir tíðindin ergileg: „Fyrst og fremst fyrir hönd þeirra leikmanna sem fengu nýja von nú síðast í haust. En einnig fyrir hönd allra þeirra sem töldu að varanleg lausn væri í raun möguleg. Það eru margir sem telja sig svikna í dag.“ Fyrrverandi stjórnarformaður Vipers, Peter Gitmark, segir við NRK: „Þetta er óendanlega sorglegt. Aðalvandamálið er að félagið hefur um nokkurt skeið eytt meiri peningum en félagið átti og grundvöllur var fyrir. Menn lifðu um efni fram og það var farið í það of seint að snúa rekstrinum við,“ sagði Gitmark.
Norski handboltinn Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira