Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2025 11:26 Svona gæti hluti borteigs Coda Terrminal í Hafnarfirði liti út samkvæmt tillögu Carbfix. Carbfix Ályktanir sem eru dregnar í umfjöllun Heimldarinnar um starfsemi Carbfix standast enga skoðun og byggjast á rangfærslum, að sögn fyrirtækisins. Engin dulin áform séu um umfangsmeiri starfsemi í Hafnarfirði þvert á það sem fullyrt er í umfjölluninni. Heimildin birti í dag umfjöllun um kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix þar sem því er slegið upp að það hafi blekkt íbúa Hafnarfjarðar um umfang Coda Terminal, kolefnisförgunarstöðvar sem fyrirtækið vill reisa við Straumsvík og í Hafnarfirði. Á meðal viðskiptavina Coda Terminal eigi að vera stærsta sementsfyrirtækis heims sem hafi verið dæmt fyrir glæpi gegn mannkyninu vegna að þess að það lét undan fjárkúgun hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams í Sýrlandi. Í yfirlýsingu Carbfix vegna umfjöllunar Heimildarinnar segir að engin áform séu um að dæla meiri koltvísýringi niður en fyrirtækið hafi sótt um. Ef áhugi væri á því í framtíðinni fæli það í sér nýtt verkefni sem þyrfti að leggja fyrir að nýju í umhverfismat og leyfisferla. Það sé rangt að fyrirtækið hafi haldið áformum um slíkt frá bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði og íbúum. Gert er ráð fyrir að Coda Terminal geti að hámarki bundið þrjár milljónir tonna af koltvísýringi árlega þegar hún verður fullbyggð í tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar sem er í vinnslu hjá bænum. Fari rangt með fjölda atriða Fullyrðingar Heimildarinnar um að Carbfix hafi haldið áformum sínum „leyndum“ fyrir Hafnfirðingum virðast byggjast á drögum að fjárfestakynningu frá 2023 þar sem rætt var um möguleika á umfangsmeiri starfsemi í framtíðinni. Í myndbandi sem Heimildin tengir sjálf við umfjöllun sína heyrist framkvæmdastjóri Carbfix taka fram að allt umfram það sem hefur þegar verið sótt um leyfi fyrir í Hafnarfirði yrði nýtt verkefni. Þá segir Carbfix í yfirlýsingu sinni að Heimildin fari rangt með stöðu viðræðna í fjárfestingaferli Coda Terminal-verkefnisins, viðskiptasambönd og viljayfirlýsingar og að ályktanir séu dregnar í umfjölluninni sem standist ekki skoðun. „Carbfix hefur átt samtöl við fjöldan allan af fyrirtækjum sem losa CO2 og í mörgum tilfellum neitað viðskiptum og frekara samstarfi,“ segir í yfirlýsingunni. Sautján milljarða króna styrkur frá ESB Coda Terminal-verkefnið byggist á tækni Carbfix sem var þróuð við Hellisheiðarvirkjun og gengur út á að dæla uppleystum koltvísýringi niður í berglög þar sem hann binst í steindum nær varanlega. Í Hafnarfirði á að taka á móti koltvísýringi á fljótandi formi frá Evrópu og dæla honum í jörðu. Koltvísýringurinn sem á að farga kemur frá iðnferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir koltvísýringslosun. Carbfix fékk sautján milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til að byggja upp Coda Terminal sem er hæsti styrkur sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið úr sjóðum þess. Hávær andstaða hefur verið við Coda Terminal-verkefnið í Hafnarfirði, meðal annars frá íbúum sem telja niðurdælingarholur eiga að vera of nærri íbúabyggð. Til tals hefur komið að halda íbúakosningu um verkefnið. Loftslagsmál Fjölmiðlar Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Formaður Loftslagsráðs merkir aukinn úrtölutón í umræðum um loftslagsvána og telur hana skýrast af vanmati á umfangi vandans sem mannkyn stendur frammi fyrir. Sérstaklega telur hann að umræða um kolefnisförgunaverkefni hafi farið út af sporinu. 7. september 2024 09:02 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Heimildin birti í dag umfjöllun um kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix þar sem því er slegið upp að það hafi blekkt íbúa Hafnarfjarðar um umfang Coda Terminal, kolefnisförgunarstöðvar sem fyrirtækið vill reisa við Straumsvík og í Hafnarfirði. Á meðal viðskiptavina Coda Terminal eigi að vera stærsta sementsfyrirtækis heims sem hafi verið dæmt fyrir glæpi gegn mannkyninu vegna að þess að það lét undan fjárkúgun hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams í Sýrlandi. Í yfirlýsingu Carbfix vegna umfjöllunar Heimildarinnar segir að engin áform séu um að dæla meiri koltvísýringi niður en fyrirtækið hafi sótt um. Ef áhugi væri á því í framtíðinni fæli það í sér nýtt verkefni sem þyrfti að leggja fyrir að nýju í umhverfismat og leyfisferla. Það sé rangt að fyrirtækið hafi haldið áformum um slíkt frá bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði og íbúum. Gert er ráð fyrir að Coda Terminal geti að hámarki bundið þrjár milljónir tonna af koltvísýringi árlega þegar hún verður fullbyggð í tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar sem er í vinnslu hjá bænum. Fari rangt með fjölda atriða Fullyrðingar Heimildarinnar um að Carbfix hafi haldið áformum sínum „leyndum“ fyrir Hafnfirðingum virðast byggjast á drögum að fjárfestakynningu frá 2023 þar sem rætt var um möguleika á umfangsmeiri starfsemi í framtíðinni. Í myndbandi sem Heimildin tengir sjálf við umfjöllun sína heyrist framkvæmdastjóri Carbfix taka fram að allt umfram það sem hefur þegar verið sótt um leyfi fyrir í Hafnarfirði yrði nýtt verkefni. Þá segir Carbfix í yfirlýsingu sinni að Heimildin fari rangt með stöðu viðræðna í fjárfestingaferli Coda Terminal-verkefnisins, viðskiptasambönd og viljayfirlýsingar og að ályktanir séu dregnar í umfjölluninni sem standist ekki skoðun. „Carbfix hefur átt samtöl við fjöldan allan af fyrirtækjum sem losa CO2 og í mörgum tilfellum neitað viðskiptum og frekara samstarfi,“ segir í yfirlýsingunni. Sautján milljarða króna styrkur frá ESB Coda Terminal-verkefnið byggist á tækni Carbfix sem var þróuð við Hellisheiðarvirkjun og gengur út á að dæla uppleystum koltvísýringi niður í berglög þar sem hann binst í steindum nær varanlega. Í Hafnarfirði á að taka á móti koltvísýringi á fljótandi formi frá Evrópu og dæla honum í jörðu. Koltvísýringurinn sem á að farga kemur frá iðnferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir koltvísýringslosun. Carbfix fékk sautján milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til að byggja upp Coda Terminal sem er hæsti styrkur sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið úr sjóðum þess. Hávær andstaða hefur verið við Coda Terminal-verkefnið í Hafnarfirði, meðal annars frá íbúum sem telja niðurdælingarholur eiga að vera of nærri íbúabyggð. Til tals hefur komið að halda íbúakosningu um verkefnið.
Loftslagsmál Fjölmiðlar Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Formaður Loftslagsráðs merkir aukinn úrtölutón í umræðum um loftslagsvána og telur hana skýrast af vanmati á umfangi vandans sem mannkyn stendur frammi fyrir. Sérstaklega telur hann að umræða um kolefnisförgunaverkefni hafi farið út af sporinu. 7. september 2024 09:02 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Formaður Loftslagsráðs merkir aukinn úrtölutón í umræðum um loftslagsvána og telur hana skýrast af vanmati á umfangi vandans sem mannkyn stendur frammi fyrir. Sérstaklega telur hann að umræða um kolefnisförgunaverkefni hafi farið út af sporinu. 7. september 2024 09:02