Heimili Hanks rétt slapp Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. janúar 2025 10:50 Tom Hanks er heppinn. EPA-EFE/ANDRE PAIN Glæsihýsi bandaríska stórleikarans Tom Hanks rétt svo slapp við að verða gróðureldum að bráð í Pacific Palisades hverfinu í Los Angeles. Tom á húsið með eiginkonu sinni Ritu Wilson en þau hafa búið þar í fimmtán ár, frá árinu 2010. Líkt og fram hefur komið hafa þó nokkrar Hollywood stjörnur misst heimili sín í eldunum, sem eru þeir mestu í manna minnum í Los Angeles. Anthony Hopkins, Billy Crystal og Paris Hilton eru meðal þeirra sem hafa fylgst með glæsihýsum sínum fuðra upp. Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six er því haldið fram að það sé kraftaverki líkast að hús þeirra hjóna hafi ekki hlotið sömu örlög. Húsið er metið á 26 milljónir Bandaríkjadala eða því sem nemur rúmum 3,6 milljörðum íslenskra króna. Það situr í hlíð og útsýnið líklega glæsilegt. Þar er að finna fjögur svefnherbergi og fimm baðherbergi. Samkvæmt bandaríska miðlinum eru önnur hús sem liggja ofar í hlíðinni ónýt vegna eldsins. Sonur þeirra hjóna Chet Hanks tjáði sig um eldana á Instagram í gær og sagði að hverfið sem hann hefði alist upp í væri gjörónýtt. Bað hann fólk um að biðja fyrir hverfinu. Að sögn miðilsins þyrftu hjónin að vísu líklega ekki að örvænta þó eldinum tækist að læsa klóm sínum í glæsihýsi þeirra. Þau eiga nefnilega annað 1800 fermetra hús við ströndina í Malibu sem þau keyptu árið 1991. Ekki er ljóst hvort eldurinn hafi eyðilagt það hús. Tom Hanks’ cliffside LA home narrowly avoids wildfire, stunning photos show https://t.co/QEpw5n5taC pic.twitter.com/vw2i6OYqkd— Page Six (@PageSix) January 9, 2025 Hollywood Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Líkt og fram hefur komið hafa þó nokkrar Hollywood stjörnur misst heimili sín í eldunum, sem eru þeir mestu í manna minnum í Los Angeles. Anthony Hopkins, Billy Crystal og Paris Hilton eru meðal þeirra sem hafa fylgst með glæsihýsum sínum fuðra upp. Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six er því haldið fram að það sé kraftaverki líkast að hús þeirra hjóna hafi ekki hlotið sömu örlög. Húsið er metið á 26 milljónir Bandaríkjadala eða því sem nemur rúmum 3,6 milljörðum íslenskra króna. Það situr í hlíð og útsýnið líklega glæsilegt. Þar er að finna fjögur svefnherbergi og fimm baðherbergi. Samkvæmt bandaríska miðlinum eru önnur hús sem liggja ofar í hlíðinni ónýt vegna eldsins. Sonur þeirra hjóna Chet Hanks tjáði sig um eldana á Instagram í gær og sagði að hverfið sem hann hefði alist upp í væri gjörónýtt. Bað hann fólk um að biðja fyrir hverfinu. Að sögn miðilsins þyrftu hjónin að vísu líklega ekki að örvænta þó eldinum tækist að læsa klóm sínum í glæsihýsi þeirra. Þau eiga nefnilega annað 1800 fermetra hús við ströndina í Malibu sem þau keyptu árið 1991. Ekki er ljóst hvort eldurinn hafi eyðilagt það hús. Tom Hanks’ cliffside LA home narrowly avoids wildfire, stunning photos show https://t.co/QEpw5n5taC pic.twitter.com/vw2i6OYqkd— Page Six (@PageSix) January 9, 2025
Hollywood Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira