Líkt og fram hefur komið hafa þó nokkrar Hollywood stjörnur misst heimili sín í eldunum, sem eru þeir mestu í manna minnum í Los Angeles. Anthony Hopkins, Billy Crystal og Paris Hilton eru meðal þeirra sem hafa fylgst með glæsihýsum sínum fuðra upp.
Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six er því haldið fram að það sé kraftaverki líkast að hús þeirra hjóna hafi ekki hlotið sömu örlög. Húsið er metið á 26 milljónir Bandaríkjadala eða því sem nemur rúmum 3,6 milljörðum íslenskra króna. Það situr í hlíð og útsýnið líklega glæsilegt.
Þar er að finna fjögur svefnherbergi og fimm baðherbergi. Samkvæmt bandaríska miðlinum eru önnur hús sem liggja ofar í hlíðinni ónýt vegna eldsins. Sonur þeirra hjóna Chet Hanks tjáði sig um eldana á Instagram í gær og sagði að hverfið sem hann hefði alist upp í væri gjörónýtt. Bað hann fólk um að biðja fyrir hverfinu.
Að sögn miðilsins þyrftu hjónin að vísu líklega ekki að örvænta þó eldinum tækist að læsa klóm sínum í glæsihýsi þeirra. Þau eiga nefnilega annað 1800 fermetra hús við ströndina í Malibu sem þau keyptu árið 1991. Ekki er ljóst hvort eldurinn hafi eyðilagt það hús.
Tom Hanks’ cliffside LA home narrowly avoids wildfire, stunning photos show https://t.co/QEpw5n5taC pic.twitter.com/vw2i6OYqkd
— Page Six (@PageSix) January 9, 2025