Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2025 10:35 Drengur kælir sig í úðavél við hafnaboltavöll í Kansas-borg í Bandaríkjunum. AP/Charlie Riedel Nokkrar af helstu vísindastofnunum heims staðfestu í dag að 2024 hafi verið heitasta árið frá upphafi mælinga. Meðalhiti jarðar var þá í fyrsta skipti yfir neðri þröskuldi Parísarsamkomulagsins um að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við eina og hálfa gráðu miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Kópernikusarstofnun Evrópusambandsins og breska og japanska veðurstofan gáfu út að nýliðið ár hefði verið enn heitara en metárið 2023. Búist er við því að bandaríska geimvísindastofnunin NASA, Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og Berkeley Earth, sem halda einnig utan um hnattrænar hitatölur, komist að sömu niðurstöðu síðar í dag. Stofnanirnar þrjár mældu hlýnunina yfir einni og hálfri gráðu í fyrra. Þar af mældi Kópernikusarstofnunin hana 1,6 gráður borið saman við tímabilið áður en menn byrjuðu að brenna jarðefnaeldsneyti. Samkvæmt evrópsku tölunum var 2024 áttunda hluta úr gráðu hlýrra en árið á undan sem er óvenjumikið stökk. Yfirleitt hafa hitamet af þessu tagi verið slegin um hundraðshluta úr gráðu, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Undanfarin tíu ár eru nú þau tíu hlýjustu í mælingasögunni. Samantha Burgess, greinandi hjá Kópernikusarstofnuninni, segir að þau séu líklega einnig þau tíu hlýjustu síðustu 125.000 árin. Í fyrra mældist einnig hlýjasti staki dagurinn í mælingasögunni 10. júlí. Þá mældist meðalhiti jarðar 17,16 gráður. Aðeins eitt ár umfram eina og hálfa gráðu...ennþá Stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, er orsök þeirrar hlýnunar sem á sér stað. Burgess segir að El niño-veðurfyrirbrigðið hafi magnað hlýnunina aðeins upp í fyrra en gosagnir frá neðansjávareldgosinu í Hunga Tonga árið 2022 hafi haft kælingaráhrif. Þrátt fyrir að hlýnunin í fyrra hafi verið umfram metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins er þar miðað við tuttugu ára meðaltal en ekki meðalhita eins árs. Hlýnun síðustu tuttugu ára nemur nú 1,3 gráðum. Miðað við núverandi losun er þó næsta víst að hlýnunin fari umfram mörk samkomulagsins á næstu árum. La niña er nú í uppsiglingu í Kyrrahafi en það er andstæða El niño. Búist er við því að kælingaráhrif veðurfyrirbrigðisins valdi því að árið í ár verði ekki eins heitt og 2024. Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Kópernikusarstofnun Evrópusambandsins og breska og japanska veðurstofan gáfu út að nýliðið ár hefði verið enn heitara en metárið 2023. Búist er við því að bandaríska geimvísindastofnunin NASA, Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og Berkeley Earth, sem halda einnig utan um hnattrænar hitatölur, komist að sömu niðurstöðu síðar í dag. Stofnanirnar þrjár mældu hlýnunina yfir einni og hálfri gráðu í fyrra. Þar af mældi Kópernikusarstofnunin hana 1,6 gráður borið saman við tímabilið áður en menn byrjuðu að brenna jarðefnaeldsneyti. Samkvæmt evrópsku tölunum var 2024 áttunda hluta úr gráðu hlýrra en árið á undan sem er óvenjumikið stökk. Yfirleitt hafa hitamet af þessu tagi verið slegin um hundraðshluta úr gráðu, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Undanfarin tíu ár eru nú þau tíu hlýjustu í mælingasögunni. Samantha Burgess, greinandi hjá Kópernikusarstofnuninni, segir að þau séu líklega einnig þau tíu hlýjustu síðustu 125.000 árin. Í fyrra mældist einnig hlýjasti staki dagurinn í mælingasögunni 10. júlí. Þá mældist meðalhiti jarðar 17,16 gráður. Aðeins eitt ár umfram eina og hálfa gráðu...ennþá Stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, er orsök þeirrar hlýnunar sem á sér stað. Burgess segir að El niño-veðurfyrirbrigðið hafi magnað hlýnunina aðeins upp í fyrra en gosagnir frá neðansjávareldgosinu í Hunga Tonga árið 2022 hafi haft kælingaráhrif. Þrátt fyrir að hlýnunin í fyrra hafi verið umfram metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins er þar miðað við tuttugu ára meðaltal en ekki meðalhita eins árs. Hlýnun síðustu tuttugu ára nemur nú 1,3 gráðum. Miðað við núverandi losun er þó næsta víst að hlýnunin fari umfram mörk samkomulagsins á næstu árum. La niña er nú í uppsiglingu í Kyrrahafi en það er andstæða El niño. Búist er við því að kælingaráhrif veðurfyrirbrigðisins valdi því að árið í ár verði ekki eins heitt og 2024.
Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira