Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2025 14:00 Ljóst er að þrýst er á árangur hjá Degi Sigurðssyni og hans mönnum á HM, þar sem Króatía er á heimavelli. EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO Króatar verða væntanlega mótherjar Íslands í milliriðli á HM í handbolta í þessum mánuði. Dagur Sigurðsson, þjálfari Króatíu, var vægast sagt óhress með lið sitt í gærkvöld. Króatar verða á heimavelli í Zagreb á HM. Í gær spiluðu þeir í bænum Varaždin, vináttulandsleik við Norður-Makedóníu, og unnu 27-25 sigur, eftir að gestirnir höfðu verið 14-13 yfir í hálfleik. Staðan var jöfn, 24-24, þegar skammt var eftir en lærisveinar Kiril Lazarov urðu að játa sig sigraða. Dagur var samt hundóánægður, miðað við ummæli hans í viðtali við 24 Sata: „Í fyrri hálfleikunum var vörnin skelfileg og skotin fyrir utan voru enn verri. Við gerðum of mörg mistök og heilt yfir var margt neikvætt í gangi. Seinni hálfleikurinn var hins vegar betri en við verðum að gera betur í sóknarleiknum,“ sagði Dagur. Mario Sostaric tók undir með honum: „Við megum svo sannarlega ekki eiga annan svona leik. Það var ekki mjög notalegt í klefanum í hálfleik. Duvnjak fyrirliði hafði sitt að segja. Við verðum að gera mun betur. Við vorum ekki rétt stilltir og það gæti reynst dýrkeypt á HM,“ sagði Sostaric. Luka Cindric í baráttunni á Ólympíuleikunum í sumar.EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Cindric ekki spilað síðasta mánuðinn Króatíska liðið hefur þurft að spjara sig án Luka Cindric sem króatíski miðillinn 24 Sata lýsir sem besta leikmanni Króatíu. Hann hefur ekki spilað með liði sínu Veszprém síðan 4. desember, vegna meiðsla. „Cindric er að glíma við vandamál og hefur lítið getað æft síðan um miðjan desember. Vonandi snýr hann brátt aftur,“ sagði Dagur. Hann hefur verið með 22 leikmenn í sínum hópi en fjórir þeirra detta svo út fyrir HM, og sextán menn eru á skýrslu í hverjum leik. Mæta mótherjum Íslands Dagur og hans menn takast á við Slóvena, erfiðustu mótherjana í riðli Íslands, í vináttulandsleik í Zagreb á föstudaginn. Fyrsti leikur Króata á HM er við lærisveina Arons Kristjánssonar í Barein á miðvikudaginn. Liðin eru í H-riðli með Argentínu og Egyptalandi, og þrjú efstu liðin verða í milliriðli með liðum úr G-riðli (Ísland, Slóvenía, Kúba, Grænhöfðaeyjar). HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Króatar verða á heimavelli í Zagreb á HM. Í gær spiluðu þeir í bænum Varaždin, vináttulandsleik við Norður-Makedóníu, og unnu 27-25 sigur, eftir að gestirnir höfðu verið 14-13 yfir í hálfleik. Staðan var jöfn, 24-24, þegar skammt var eftir en lærisveinar Kiril Lazarov urðu að játa sig sigraða. Dagur var samt hundóánægður, miðað við ummæli hans í viðtali við 24 Sata: „Í fyrri hálfleikunum var vörnin skelfileg og skotin fyrir utan voru enn verri. Við gerðum of mörg mistök og heilt yfir var margt neikvætt í gangi. Seinni hálfleikurinn var hins vegar betri en við verðum að gera betur í sóknarleiknum,“ sagði Dagur. Mario Sostaric tók undir með honum: „Við megum svo sannarlega ekki eiga annan svona leik. Það var ekki mjög notalegt í klefanum í hálfleik. Duvnjak fyrirliði hafði sitt að segja. Við verðum að gera mun betur. Við vorum ekki rétt stilltir og það gæti reynst dýrkeypt á HM,“ sagði Sostaric. Luka Cindric í baráttunni á Ólympíuleikunum í sumar.EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Cindric ekki spilað síðasta mánuðinn Króatíska liðið hefur þurft að spjara sig án Luka Cindric sem króatíski miðillinn 24 Sata lýsir sem besta leikmanni Króatíu. Hann hefur ekki spilað með liði sínu Veszprém síðan 4. desember, vegna meiðsla. „Cindric er að glíma við vandamál og hefur lítið getað æft síðan um miðjan desember. Vonandi snýr hann brátt aftur,“ sagði Dagur. Hann hefur verið með 22 leikmenn í sínum hópi en fjórir þeirra detta svo út fyrir HM, og sextán menn eru á skýrslu í hverjum leik. Mæta mótherjum Íslands Dagur og hans menn takast á við Slóvena, erfiðustu mótherjana í riðli Íslands, í vináttulandsleik í Zagreb á föstudaginn. Fyrsti leikur Króata á HM er við lærisveina Arons Kristjánssonar í Barein á miðvikudaginn. Liðin eru í H-riðli með Argentínu og Egyptalandi, og þrjú efstu liðin verða í milliriðli með liðum úr G-riðli (Ísland, Slóvenía, Kúba, Grænhöfðaeyjar).
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira