Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. janúar 2025 18:36 Mette hefur boðað aðra flokksformenn á sinn fund. Getty Forsætisráðherra Danmerkur hefur boðað flokksformenn allra flokka á danska þinginu á neyðarfund annað kvöld vegna nýjustu vendinga í tengslum við ásælni Bandaríkjanna í Grænland. Danski fréttamiðillinn Berlingske greinir frá fundinum sem verður 19:30 annað kvöld. Þar kemur fram að flokksformennirnir verði upplýstir um afstöðu ríkisstjórnarinnar til þeirrar stöðu sem er kominn upp vegna yfirlýsinga Donalds Trump, tilvonandi Bandaríkjaforseta, um að Bandaríkin vilji ná valdi á Grænlandi og útiloki ekki að beita efnahagslegum þvingunum eða hervaldi. Danska ríkisstjórnin hefur hins vegar neitað því að það sé krísa í utanríkismálum landsins. Af hverju Grænland? Vísir fjallaði í dag um yfirlýsingar Trump og mögulegar skýringar á því hvers vegna hann ásælist Grænland. Líklegasta skýringin er sú að undir jöklum Grænlands, sem hopa hratt, kunna að finnast sjaldgæfir málmar. „Fólk veit í rauninni ekki einu sinni hvort Danmörk eigi löglegt tilkall til þess [Grænlands]. En ef svo er, ættu þeir að gefa það frá sér, því við þurfum á því [Grænlandi] að halda vegna þjóðaröryggis,“ sagði Trump um málið í gær. Hann hótaði að beita Danmörku umfangsmiklum tollum til að þvinga ríkið til að láta Grænland af hendi. Þá neitaði hann einnig að útiloka það að beita hervaldi til að ná tökum á Grænlandi. Donald Trump yngri, sonur forsetans verðandi, lenti svo í Grænlandi í gær en hann sagðist vera þar í fríi og neitaði að tjá sig um samband Grænlands og Bandaríkjanna. Grænland Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. 8. janúar 2025 18:31 Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53 Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Danski fréttamiðillinn Berlingske greinir frá fundinum sem verður 19:30 annað kvöld. Þar kemur fram að flokksformennirnir verði upplýstir um afstöðu ríkisstjórnarinnar til þeirrar stöðu sem er kominn upp vegna yfirlýsinga Donalds Trump, tilvonandi Bandaríkjaforseta, um að Bandaríkin vilji ná valdi á Grænlandi og útiloki ekki að beita efnahagslegum þvingunum eða hervaldi. Danska ríkisstjórnin hefur hins vegar neitað því að það sé krísa í utanríkismálum landsins. Af hverju Grænland? Vísir fjallaði í dag um yfirlýsingar Trump og mögulegar skýringar á því hvers vegna hann ásælist Grænland. Líklegasta skýringin er sú að undir jöklum Grænlands, sem hopa hratt, kunna að finnast sjaldgæfir málmar. „Fólk veit í rauninni ekki einu sinni hvort Danmörk eigi löglegt tilkall til þess [Grænlands]. En ef svo er, ættu þeir að gefa það frá sér, því við þurfum á því [Grænlandi] að halda vegna þjóðaröryggis,“ sagði Trump um málið í gær. Hann hótaði að beita Danmörku umfangsmiklum tollum til að þvinga ríkið til að láta Grænland af hendi. Þá neitaði hann einnig að útiloka það að beita hervaldi til að ná tökum á Grænlandi. Donald Trump yngri, sonur forsetans verðandi, lenti svo í Grænlandi í gær en hann sagðist vera þar í fríi og neitaði að tjá sig um samband Grænlands og Bandaríkjanna.
Grænland Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. 8. janúar 2025 18:31 Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53 Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. 8. janúar 2025 18:31
Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53
Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19