Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Valur Páll Eiríksson skrifar 8. janúar 2025 16:47 Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Al-Orobah. @alorobah_fc Forráðamenn velska liðsins New Saints hafa lagt inn formlega kvörtun til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna sádiarabíska liðsins Al-Orobah. Síðarnefnda liðið skuldi því velska rúmar 30 milljónir. New Saints eru velskir meistarar og tóku þátt í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í ár, fyrst velskra liða. 21 árs gamall enskur framherji að nafni Brad Young var stjarna liðsins á síðustu leiktíð og vakti athygli víða. Al-Orobah keypti framherjann í september á 190 þúsund pund, rúmlega 33 milljónir króna, en formaður velska félagsins segist ekki hafa fengið einn einasta aur. Brad Young í leik með New Saints áður en hann skipti til Al-Orobah hvar hann er liðsfélagi Jóhanns Berg.Ben Roberts Photo/Getty Images Mike Harris, stjórnarformaður New Saints, segir framgöngu Al-Orobah skammarlega. „Við eigum rétt á því að fá kaupverðið, en höfum ekki fengið eitt einasta sent. Við höfum lagt inn kvörtun til FIFA. Ein greiðsla átti að berast strax í september, við veittum þeim 16 daga frest, og hin greiðslan átti að berast í síðustu viku,“ segir Harris í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC í Wales. „Núna náum við ekki í neinn hjá félaginu svo ég myndi ráðleggja öðrum sem verða varir við áhuga frá Sádi Arabíu að semja ekki fyrr en búið er að leggja inn á reikning áður en leikmaðurinn fer. Ekkert annað félag ætti að glepjast af loforði um fé sem aldrei skilar sér,“ bætir Harris við. Vegna þessa hafi forráðamenn velska félagsins ekki séð annan kost í stöðunni en að kæra Al-Orobah til Alþjóðasambandsins. FIFA staðfesti að málið væri á borði sambandsins en talsmenn gátu ekki tjáð sig frekar meðan það væri til meðferðar. Búist er við niðurstöðu eftir tæpa viku, 14. janúar. Al-Orobah hefur ekki svarað beiðnum BBC Wales við viðbrögðum vegna málsins. Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur fyrir Al-Orobah en félög í Sádi-Arabíu hafa fjárfest ríkulega í leikmönnum frá Evrópu síðustu misseri. Al-Orobah er nýliði í sádísku úrvalsdeildinni en Spánverjinn Cristian Tello, fyrrum leikmaður Barcelona, Frakkinn Kurt Zouma (á láni frá West Ham) og Jean Michael Seri, fyrrum miðjumaður Fulham, spila einnig fyrir félagið. Al-Orobah er ekki meðal þeirra sex liða í sádísku úrvalsdeildinni sem ríkisfjárfestingasjóðurinn PIF festi kaup á sumarið 2023 en Al-Orobah fær þó styrk frá veglegan ríkinu, líkt og önnur knattspyrnulið í landinu. Þeir styrkir voru auknir til muna samhliða kaupum PIF á liðunum sumarið 2023. Í lok síðasta árs var Sádi-Arabía útnefnd sem gestgjafi HM karla í fótbolta árið 2034. Sádiarabíski boltinn FIFA Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Sjá meira
New Saints eru velskir meistarar og tóku þátt í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í ár, fyrst velskra liða. 21 árs gamall enskur framherji að nafni Brad Young var stjarna liðsins á síðustu leiktíð og vakti athygli víða. Al-Orobah keypti framherjann í september á 190 þúsund pund, rúmlega 33 milljónir króna, en formaður velska félagsins segist ekki hafa fengið einn einasta aur. Brad Young í leik með New Saints áður en hann skipti til Al-Orobah hvar hann er liðsfélagi Jóhanns Berg.Ben Roberts Photo/Getty Images Mike Harris, stjórnarformaður New Saints, segir framgöngu Al-Orobah skammarlega. „Við eigum rétt á því að fá kaupverðið, en höfum ekki fengið eitt einasta sent. Við höfum lagt inn kvörtun til FIFA. Ein greiðsla átti að berast strax í september, við veittum þeim 16 daga frest, og hin greiðslan átti að berast í síðustu viku,“ segir Harris í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC í Wales. „Núna náum við ekki í neinn hjá félaginu svo ég myndi ráðleggja öðrum sem verða varir við áhuga frá Sádi Arabíu að semja ekki fyrr en búið er að leggja inn á reikning áður en leikmaðurinn fer. Ekkert annað félag ætti að glepjast af loforði um fé sem aldrei skilar sér,“ bætir Harris við. Vegna þessa hafi forráðamenn velska félagsins ekki séð annan kost í stöðunni en að kæra Al-Orobah til Alþjóðasambandsins. FIFA staðfesti að málið væri á borði sambandsins en talsmenn gátu ekki tjáð sig frekar meðan það væri til meðferðar. Búist er við niðurstöðu eftir tæpa viku, 14. janúar. Al-Orobah hefur ekki svarað beiðnum BBC Wales við viðbrögðum vegna málsins. Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur fyrir Al-Orobah en félög í Sádi-Arabíu hafa fjárfest ríkulega í leikmönnum frá Evrópu síðustu misseri. Al-Orobah er nýliði í sádísku úrvalsdeildinni en Spánverjinn Cristian Tello, fyrrum leikmaður Barcelona, Frakkinn Kurt Zouma (á láni frá West Ham) og Jean Michael Seri, fyrrum miðjumaður Fulham, spila einnig fyrir félagið. Al-Orobah er ekki meðal þeirra sex liða í sádísku úrvalsdeildinni sem ríkisfjárfestingasjóðurinn PIF festi kaup á sumarið 2023 en Al-Orobah fær þó styrk frá veglegan ríkinu, líkt og önnur knattspyrnulið í landinu. Þeir styrkir voru auknir til muna samhliða kaupum PIF á liðunum sumarið 2023. Í lok síðasta árs var Sádi-Arabía útnefnd sem gestgjafi HM karla í fótbolta árið 2034.
Sádiarabíski boltinn FIFA Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn