Innlent

Fluttur á slysa­deild til að­hlynningar eftir bruna á Sævarhöfða

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hópur fólks hefur búið á svæðinu í hjólhýsum og húsbílum eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal fyrir nokkrum misserum. Myndin var tekin í morgun.
Hópur fólks hefur búið á svæðinu í hjólhýsum og húsbílum eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal fyrir nokkrum misserum. Myndin var tekin í morgun. Vísir/Vilhelm

Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt.

Steinþór Darri Þorsteinsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að tilkynning um eldin hafi borist um klukkan hálf fimm í morgun. „Það kviknaði þarna í hjólhýsi og eldurinn barst yfir í húsbíl sem brann líka.“ segir Steinþór Darri og bætir við að tekist hafi að aka öðrum húsbíl á brott svo eldurinn næði ekki til hans.

Að auki munu tvö hjólhýsi hafa orðið fyrir skemmdum af völdum hita frá eldinum. Steinþór Darri segir að sá sem fluttur var á slysadeild hafi þó ekki slasast, heldur hafi hann verið sendur þangað af öryggisástæðum til eftirlits.

Hann segist engar upplýsingar hafa um hvað orsakaði brunann, það sé nú höndum lögreglu að rannsaka það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×