„Þetta er sannarlega mikill heiður“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2025 16:39 Guðmundur Ari er nýr á þingi en fer með formennsku í þingflokki Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir mikla samstöðu hafa ríkt innan þingflokksins þegar kom að tillögu formann um að hann tæki við embættinu. Dagur B. Eggertsson er ekki meðal þeirra þriggja sem mynda stjórn þingflokksins. Guðmundur Ari segir að einhugur hafi verið í þingflokknum um tillögu Kristrúnar Frostadóttur um að hann tæki að sér embætti þingflokksformanns. Allir þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni, sem og tillögum um aðArna Lára Jónsdóttir yrði varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari þingflokks. „Það er mikil samstaða í þingflokknum. Líka um næstu skref og þau verkefni sem eru fram undan. Nú þurfum við að raða í nefndir þingsins og stilla saman strengi við hina stjórnarflokkana. Það er þessi vinna sem nú fer í gang,“ segir Guðmundur. Spennandi verkefni Guðmundur Ari segir að í þingliði Samfylkingarinnar sé fólk með fjölbreytta reynslu og bakgrunn. Það sé hans verkefni að flétta þá reynslu rétt saman og sjá hvernig styrkleikar hópsins nýtist sem best. Guðmundur Ari er nýr á þingi, en hefur verið í sveitastjórn Seltjarnarness í tíu ár. Síðastliðin tvö ár hefur hann starfað sem formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann segist því hafa reynslu af stjórnmálastarfi og að leiða öflug teymi til góðra verka. „En þetta er sannarlega mikill heiður og ég er mjög stoltur að hafa verið falið þetta hlutverk af þingflokknum, og er spenntur að takast á við þetta verkefni.“ Engin önnur tillaga borist Dagur B. Eggertsson, þingmaður flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, hafði verið nefndur sem mögulegur þingflokksformaður á meðan þess var beðið að Kristrún svipti hulunni af tillögu sinni. Það fór hátt í kosningabaráttunni þegar Kristrún fullvissaði mögulegan kjósanda flokksins, sem var ósáttur við að Dagur væri í þingframboði, um að Dagur væri „aukaleikari“ og yrði ekki ráðherra. Nú er ljóst að hann fær ekki heldur ábyrgðarstöðu í stjórn þingflokksins. Veistu hvernig [Dagur] tók þessum tíðindum? „Það var allavega mikil samstaða innan þingflokksins og engin önnur tillaga sem barst á fundinum eða neitt svoleiðis. Þannig að það er bara mikil samstaða í þingflokknum,“ segir Guðmundur Ari. Samfylkingin Alþingi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Guðmundur Ari segir að einhugur hafi verið í þingflokknum um tillögu Kristrúnar Frostadóttur um að hann tæki að sér embætti þingflokksformanns. Allir þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni, sem og tillögum um aðArna Lára Jónsdóttir yrði varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari þingflokks. „Það er mikil samstaða í þingflokknum. Líka um næstu skref og þau verkefni sem eru fram undan. Nú þurfum við að raða í nefndir þingsins og stilla saman strengi við hina stjórnarflokkana. Það er þessi vinna sem nú fer í gang,“ segir Guðmundur. Spennandi verkefni Guðmundur Ari segir að í þingliði Samfylkingarinnar sé fólk með fjölbreytta reynslu og bakgrunn. Það sé hans verkefni að flétta þá reynslu rétt saman og sjá hvernig styrkleikar hópsins nýtist sem best. Guðmundur Ari er nýr á þingi, en hefur verið í sveitastjórn Seltjarnarness í tíu ár. Síðastliðin tvö ár hefur hann starfað sem formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann segist því hafa reynslu af stjórnmálastarfi og að leiða öflug teymi til góðra verka. „En þetta er sannarlega mikill heiður og ég er mjög stoltur að hafa verið falið þetta hlutverk af þingflokknum, og er spenntur að takast á við þetta verkefni.“ Engin önnur tillaga borist Dagur B. Eggertsson, þingmaður flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, hafði verið nefndur sem mögulegur þingflokksformaður á meðan þess var beðið að Kristrún svipti hulunni af tillögu sinni. Það fór hátt í kosningabaráttunni þegar Kristrún fullvissaði mögulegan kjósanda flokksins, sem var ósáttur við að Dagur væri í þingframboði, um að Dagur væri „aukaleikari“ og yrði ekki ráðherra. Nú er ljóst að hann fær ekki heldur ábyrgðarstöðu í stjórn þingflokksins. Veistu hvernig [Dagur] tók þessum tíðindum? „Það var allavega mikil samstaða innan þingflokksins og engin önnur tillaga sem barst á fundinum eða neitt svoleiðis. Þannig að það er bara mikil samstaða í þingflokknum,“ segir Guðmundur Ari.
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira