Þorgerður Katrín í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2025 11:00 Þorgerðure Katrín og Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, er í Úkraínu. Þangað fór hún í vinnuheimsókn og mun hún funda með ráðamönnum þar, kynna sér stöðu mála og árétta stuðning Íslands við varnarbaráttu landsins gegn innrás Rússa. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu segir að Þorgerður Katrín hafi í morgun fundað með Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu, og frekari fundir séu fyrirhugaðir. Þá segir í yfirlýsingunni að ítarlegri fréttatilkynning verði send síðar í dag. Fyrsti símafundur Þorgerðar Katrínar í embætti var við Andrí Sybíha en það var á gamlársdag. Þá ítrekaði hún stuðning Íslands við Úkraínu og ræddu þau samstarf ríkjanna á alþjóðavettvangi. Þau Þorgerður Katrín og Andrí Sybíha eru stödd í Kænugarði. Sybíha hefur þakkað Þorgerði Katrínu fyrir heimsóknina og þakkað Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu. Hann nefnir einnig að þau hafi meðal annars talað um mögulegar fjárfestingar í hergagnaiðnaði Úkraínu og kornútflutningi ríkisins. Welcomed my Icelandic colleague @thorgkatrin in Kyiv. I appreciate that her first foreign call and visit are to Ukraine. We discussed further cooperation, including investment in Ukraine’s defense industry and “Grain From Ukraine” program. I thank Iceland for its strong support. pic.twitter.com/FLAhGWhiKV— Andrii Sybiha 🇺🇦 (@andrii_sybiha) January 7, 2025 Úkraínumenn og margir af bakhjörlum þeirra hafa lagt kapp á að styrkja hergagnaframleiðslu ríkisins þar sem búið er að ganga mjög á vopnabúr Evrópu og hergagnaverksmiðjur Evrópu hafa verið á yfirsnúningi. Á sama tíma hefur Úkraína burði til að auka framleiðslu töluvert og hafa Danir vakið athygli með fordæmi þeirra í að styðja við bakið á Úkraínu á því sviði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Úkraínumenn eru sagðir hafa náð tökum á að minnsta kosti þremur þorpum í Kúrskhéraði, eftir skyndisókn sem hófst í gær. Samhliða henni munu Rússar þó hafa gert sína eigin stórsókn gegn Úkraínumönnum annarsstaðar í héraðinu og þykir það benda til þess að Rússar hafi átt von á sókn Úkraínumanna. 6. janúar 2025 10:11 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu segir að Þorgerður Katrín hafi í morgun fundað með Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu, og frekari fundir séu fyrirhugaðir. Þá segir í yfirlýsingunni að ítarlegri fréttatilkynning verði send síðar í dag. Fyrsti símafundur Þorgerðar Katrínar í embætti var við Andrí Sybíha en það var á gamlársdag. Þá ítrekaði hún stuðning Íslands við Úkraínu og ræddu þau samstarf ríkjanna á alþjóðavettvangi. Þau Þorgerður Katrín og Andrí Sybíha eru stödd í Kænugarði. Sybíha hefur þakkað Þorgerði Katrínu fyrir heimsóknina og þakkað Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu. Hann nefnir einnig að þau hafi meðal annars talað um mögulegar fjárfestingar í hergagnaiðnaði Úkraínu og kornútflutningi ríkisins. Welcomed my Icelandic colleague @thorgkatrin in Kyiv. I appreciate that her first foreign call and visit are to Ukraine. We discussed further cooperation, including investment in Ukraine’s defense industry and “Grain From Ukraine” program. I thank Iceland for its strong support. pic.twitter.com/FLAhGWhiKV— Andrii Sybiha 🇺🇦 (@andrii_sybiha) January 7, 2025 Úkraínumenn og margir af bakhjörlum þeirra hafa lagt kapp á að styrkja hergagnaframleiðslu ríkisins þar sem búið er að ganga mjög á vopnabúr Evrópu og hergagnaverksmiðjur Evrópu hafa verið á yfirsnúningi. Á sama tíma hefur Úkraína burði til að auka framleiðslu töluvert og hafa Danir vakið athygli með fordæmi þeirra í að styðja við bakið á Úkraínu á því sviði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Úkraínumenn eru sagðir hafa náð tökum á að minnsta kosti þremur þorpum í Kúrskhéraði, eftir skyndisókn sem hófst í gær. Samhliða henni munu Rússar þó hafa gert sína eigin stórsókn gegn Úkraínumönnum annarsstaðar í héraðinu og þykir það benda til þess að Rússar hafi átt von á sókn Úkraínumanna. 6. janúar 2025 10:11 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Úkraínumenn eru sagðir hafa náð tökum á að minnsta kosti þremur þorpum í Kúrskhéraði, eftir skyndisókn sem hófst í gær. Samhliða henni munu Rússar þó hafa gert sína eigin stórsókn gegn Úkraínumönnum annarsstaðar í héraðinu og þykir það benda til þess að Rússar hafi átt von á sókn Úkraínumanna. 6. janúar 2025 10:11