Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá á slaginu 18:30.
Netverslun með áfengi hefur tekið stakkaskiptum með nýju sýningarrými sem opnað var um helgina. Þingmaður Miðflokksins segir lög um verslun með áfengi algjöra tímaskekkju.
Fyrsta úthlutun úr minningarsjóði Hjalta Þórs Ísleifssonar, ungs stærðfræðings sem tók eigið líf í desember 2023, fór fram í dag. Við ræðum við móður Hjalta Þórs í fréttatímanum um þessi ljúfsáru tímamót.
Þá höldum við áfram umfjöllun um flugmál á Grænlandi. Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslensk kona, sem starfar við flugvöllinn, býst við að þorpið við völlinn muni um leið leggjast í eyði að mestu.
Í Sportinu tökum við púlsinn á ósætti milli KSÍ og ÍSÍ. Formaður KSÍ segir það mikil vonbrigði fyrir sambandið að fá ekki úthlutað fjármunum úr afrekssjóði ÍSÍ enn einu sinni. Hann telur sig hins vegar hafa fengið hálfgert loforð sem lofi góðu um framhaldið.