Þarf að taka hápólitískar ákvarðanir vegna Sundabrautar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. janúar 2025 14:01 Helga Jóna Jónasdóttir verkefnastjóri hjá Vegagerðinni. Vísir Framkvæmdir við Sundabraut verða boðnar út á Evrópska efnahagssvæðinu að sögn verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni. Ef allt gangi upp verði Sundabraut komin í gagnið árið 2032. Margir komi að ákvörðunartöku og mismunandi hagsmunir sem þurfi að taka tillit til í ferlinu Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur gefið út að hann ætlar að leggja áherslu á að framkvæmdir við Sundabraut hefjist sem fyrst. Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur sett Sundabraut í forgang. Ekki ólíklegt að verkefnið komi til umræðu á vinnufundi ríkisstjórnarinnar sem nú stendur yfir á Þingvöllum.Vísir/Rax Stærsta samgönguverkefni Vegagerðarinnar Vegagerðin hefur í samvinnu við Reykjavík, unnið að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Fram kemur á vef stofnunarinnar að markmið framkvæmdarinnar sé að bæta samgöngur og auka umferðaröryggi. Áætlað sé að framkvæmdir fari fram á árunum 2026-2031. Helga Jóna Jónasdóttir verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni segir að nú sé unnið að mati á umhverfisáhrifum. „Það hyllir undir lok þessarar vinnu á vormánuðum. Afraksturinn verður þá kynntur í formi umhverfismatsskýrslu og drögum að aðalskipulagi Reykjavíkurborgar,“ segir Helga. Sundarbraut merkt með gulri og rauðri línu.Vísir Umhverfismatsskýrslan verði síðan auglýst og ljúki með niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Verið sé að horfa til tveggja valkosta. „Stærðargráðan er um og yfir hundrað milljarða króna. Þetta er stærsta einstaka samgönguverkefni sem Vegagerðin hefur ráðist í. Framkvæmdin verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu. Verkefnið verður boðið út sem samvinnuverkefni. Þar sem einkaaðili tekur að sér fjármögnun, framkvæmd, hönnun og rekstur til einhverra áratuga. Hann þiggur fyrir það endurgjald í formi veggjalda. Við erum að kanna að þvera Klettsvík, sem er svæðið milli Sundahafnar og Gufuness, með brú eða jarðgöngum,“ segir hún. Þurfi víðtækt samráð Helga segir að framkvæmdir geti mögulega hafist á næsta eða þarnæsta ári og ljúki mögulega árið 2032. Helga segir verkefnið hafa áhrif víða og margir komi að flókinni ákvörðunartöku. „Það eru margir snertifletir við íbúa og hagsmunaðila þannig að það þarf að vanda alla ákvörðunartöku. Það er alveg ljóst að hagsmunir aðila fara ekki alltaf saman. Það eru hápólitískar ákvarðanir sem ríki, borg og sveitarfélög þurfa að taka í framhaldinu í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila,“ segir Helga. Sundabraut Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Vegagerð Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur gefið út að hann ætlar að leggja áherslu á að framkvæmdir við Sundabraut hefjist sem fyrst. Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur sett Sundabraut í forgang. Ekki ólíklegt að verkefnið komi til umræðu á vinnufundi ríkisstjórnarinnar sem nú stendur yfir á Þingvöllum.Vísir/Rax Stærsta samgönguverkefni Vegagerðarinnar Vegagerðin hefur í samvinnu við Reykjavík, unnið að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Fram kemur á vef stofnunarinnar að markmið framkvæmdarinnar sé að bæta samgöngur og auka umferðaröryggi. Áætlað sé að framkvæmdir fari fram á árunum 2026-2031. Helga Jóna Jónasdóttir verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni segir að nú sé unnið að mati á umhverfisáhrifum. „Það hyllir undir lok þessarar vinnu á vormánuðum. Afraksturinn verður þá kynntur í formi umhverfismatsskýrslu og drögum að aðalskipulagi Reykjavíkurborgar,“ segir Helga. Sundarbraut merkt með gulri og rauðri línu.Vísir Umhverfismatsskýrslan verði síðan auglýst og ljúki með niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Verið sé að horfa til tveggja valkosta. „Stærðargráðan er um og yfir hundrað milljarða króna. Þetta er stærsta einstaka samgönguverkefni sem Vegagerðin hefur ráðist í. Framkvæmdin verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu. Verkefnið verður boðið út sem samvinnuverkefni. Þar sem einkaaðili tekur að sér fjármögnun, framkvæmd, hönnun og rekstur til einhverra áratuga. Hann þiggur fyrir það endurgjald í formi veggjalda. Við erum að kanna að þvera Klettsvík, sem er svæðið milli Sundahafnar og Gufuness, með brú eða jarðgöngum,“ segir hún. Þurfi víðtækt samráð Helga segir að framkvæmdir geti mögulega hafist á næsta eða þarnæsta ári og ljúki mögulega árið 2032. Helga segir verkefnið hafa áhrif víða og margir komi að flókinni ákvörðunartöku. „Það eru margir snertifletir við íbúa og hagsmunaðila þannig að það þarf að vanda alla ákvörðunartöku. Það er alveg ljóst að hagsmunir aðila fara ekki alltaf saman. Það eru hápólitískar ákvarðanir sem ríki, borg og sveitarfélög þurfa að taka í framhaldinu í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila,“ segir Helga.
Sundabraut Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Vegagerð Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira