Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. janúar 2025 13:07 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mætir til fundar við ríkisstjórnina á Þingvöllum í morgun. Vísir/RAX Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði formenn ríkisstjórnaflokkanna loðna í svörum um stjórnarskrárákvæði um gjald af nýtingu auðlinda í þjóðareign. Hann segir nýja ríkisstjórn ósamstíga í málaflokknum. Formenn stjórnarflokkana hafi verið andvígir frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur um ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign vegna þess það hafi ekki kveðið á um að allir samningar sem gerðir verði væru tímabundnir. Tekið er sérstaklega fram í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar að hún hyggist koma slíku ákvæði í stjórnarskrána með eftirfarandi orðalagi: „Ríkisstjórnin mun hafa forgöngu um að samþykkt verði ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign.“ Formennirnir tókust á um sjávarútvegsmálin í Kryddsíld. „Ef þetta er nýja stefnan þá þarf að semja nýtt sjávarútvegiskerfi,“ sagði Bjarni. Þorgerður Katrín utanríkisráðherra sagði hins vegar kýrskýrt að ríkisstjórnin ætli ekki að hrófla við kvótakerfinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um kvótamálin í Kryddsíld.Vísir/hulda Margrét „Svaraðu spurningunni. Verður stjórnarskráratkvæðið með skilyrði um að ríkið geri aldrei samninga um aðgang að auðlindum í sameiginlegri eigu nema samningarnir verði tímabundnir? Þetta er ástæðan fyrir því að þið vilduð ekki ákvæðið hennar Katrínar,“ spurði Bjarni þá. Bjarni krefur ríkisstjórn um svör Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði nýja ríkisstjórn þurfa tíma til að koma sér fyrir í sínum ráðuneytum. Sjávarútvegsmálin hafi þó verið rædd í þaula formannanna á milli þó ekki séu tekin fram smáatriði um orðalag auðlindaákvæðis í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Liggur ekki alveg fyrir að það eigi eftir að koma þingmálaskrá, alveg eins og formaður Framsóknar segir? Viljiði ekki bara hleypa okkur af stað? Það verður nægur tími fyrir svona gagnrýni og við hræðumst hana ekki,“ sagði Kristrún. „Það er munur á því að vera með þrjá formenn saman sem eru með sameiginlegt traust sín á milli og vita að það þarf ekki að skrifa allt niður í minnstu smáatriði til að binda allt niður,“ sagði hún. Kryddsíld 2024.Vísir/Hulda Margrét Bjarni Benediktsson gaf ekki mikið fyrir svör Kristrúnar og Þorgerðar Katrínar og krafði þau enn og aftur um svör varðandi orðalag ákvæðisins. Formenn stjórnarflokkanna hafi lagst á móti frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna þess að það hafi skort skýrt ákvæði um stjórnarskrárbindingu tímabundinna samninga. „Ég lýsti yfir stuðningi við það ákvæði. Þau voru á móti því ákvæði af því að það stóð ekki í ákvæðinu að það þyrfti að gera tímabundinn samning alltaf. Þá segja þau: „Við ætlum að koma með ákvæði!“ Ég spyr bara þessarar spurningar: Mun vera gerður áskilnaður um tímabundna samninga? Og þau geta ekki svarað því,“ sagði Bjarni. „Allt einhverjir frasar“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði þá ósamræmis hafa gætt í málflutningi ríkisstjórnarinnar. Þorgerður Katrín segi að ekki verði hróflað við kvótakerfinu en Inga Sæland og Kristrún boði stórtækar breytingar. Kryddsíld 2024.Vísir/Hulda Margrét „Við skulum aðeins koma okkur niður á jörðina og átta okkur á hvað við erum að tala hérna um. Þessi ríkisstjórn er búin að sameinast um það að til dæmis hækka veiðigjöld í sjávarútvegi, koma á auðlindagjöldum sem snúa að feðraþjónustu, fara í sanngjarnari dreifingu á orkunni og gjöldum sem mögulega er hægt að taka af því þannig að það verði ákveðin hvati í nærsamfélögum til að fá orku til sín,“ svaraði Kristrún honum. „Þetta eru allt einhverjir frasar. Hver styður ósanngjörn veiðigjöld?“ spurði Sigmundur þá. „Auðlindarentan hefur verið metin á 50, 60, 70 milljarða í sjávarútvegi. Í fyrra voru veiðigjöld tekin sem hljóma upp á tíu milljónir. Það liggur alveg fyrir að það er vilji í samfélaginu til þess að ákveðnar auðlindagreinar greiði hluta af rentunni til baka. Þetta snýst ekki um að refsa einum né neinum. Það eru réttindi og skyldur sem felast í að búa í samfélagi,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Hér að neðan má sjá Kryddsíld í heild sinni. Kryddsíld Sjávarútvegur Stjórnarskrá Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Formenn stjórnarflokkana hafi verið andvígir frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur um ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign vegna þess það hafi ekki kveðið á um að allir samningar sem gerðir verði væru tímabundnir. Tekið er sérstaklega fram í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar að hún hyggist koma slíku ákvæði í stjórnarskrána með eftirfarandi orðalagi: „Ríkisstjórnin mun hafa forgöngu um að samþykkt verði ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign.“ Formennirnir tókust á um sjávarútvegsmálin í Kryddsíld. „Ef þetta er nýja stefnan þá þarf að semja nýtt sjávarútvegiskerfi,“ sagði Bjarni. Þorgerður Katrín utanríkisráðherra sagði hins vegar kýrskýrt að ríkisstjórnin ætli ekki að hrófla við kvótakerfinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um kvótamálin í Kryddsíld.Vísir/hulda Margrét „Svaraðu spurningunni. Verður stjórnarskráratkvæðið með skilyrði um að ríkið geri aldrei samninga um aðgang að auðlindum í sameiginlegri eigu nema samningarnir verði tímabundnir? Þetta er ástæðan fyrir því að þið vilduð ekki ákvæðið hennar Katrínar,“ spurði Bjarni þá. Bjarni krefur ríkisstjórn um svör Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði nýja ríkisstjórn þurfa tíma til að koma sér fyrir í sínum ráðuneytum. Sjávarútvegsmálin hafi þó verið rædd í þaula formannanna á milli þó ekki séu tekin fram smáatriði um orðalag auðlindaákvæðis í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Liggur ekki alveg fyrir að það eigi eftir að koma þingmálaskrá, alveg eins og formaður Framsóknar segir? Viljiði ekki bara hleypa okkur af stað? Það verður nægur tími fyrir svona gagnrýni og við hræðumst hana ekki,“ sagði Kristrún. „Það er munur á því að vera með þrjá formenn saman sem eru með sameiginlegt traust sín á milli og vita að það þarf ekki að skrifa allt niður í minnstu smáatriði til að binda allt niður,“ sagði hún. Kryddsíld 2024.Vísir/Hulda Margrét Bjarni Benediktsson gaf ekki mikið fyrir svör Kristrúnar og Þorgerðar Katrínar og krafði þau enn og aftur um svör varðandi orðalag ákvæðisins. Formenn stjórnarflokkanna hafi lagst á móti frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna þess að það hafi skort skýrt ákvæði um stjórnarskrárbindingu tímabundinna samninga. „Ég lýsti yfir stuðningi við það ákvæði. Þau voru á móti því ákvæði af því að það stóð ekki í ákvæðinu að það þyrfti að gera tímabundinn samning alltaf. Þá segja þau: „Við ætlum að koma með ákvæði!“ Ég spyr bara þessarar spurningar: Mun vera gerður áskilnaður um tímabundna samninga? Og þau geta ekki svarað því,“ sagði Bjarni. „Allt einhverjir frasar“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði þá ósamræmis hafa gætt í málflutningi ríkisstjórnarinnar. Þorgerður Katrín segi að ekki verði hróflað við kvótakerfinu en Inga Sæland og Kristrún boði stórtækar breytingar. Kryddsíld 2024.Vísir/Hulda Margrét „Við skulum aðeins koma okkur niður á jörðina og átta okkur á hvað við erum að tala hérna um. Þessi ríkisstjórn er búin að sameinast um það að til dæmis hækka veiðigjöld í sjávarútvegi, koma á auðlindagjöldum sem snúa að feðraþjónustu, fara í sanngjarnari dreifingu á orkunni og gjöldum sem mögulega er hægt að taka af því þannig að það verði ákveðin hvati í nærsamfélögum til að fá orku til sín,“ svaraði Kristrún honum. „Þetta eru allt einhverjir frasar. Hver styður ósanngjörn veiðigjöld?“ spurði Sigmundur þá. „Auðlindarentan hefur verið metin á 50, 60, 70 milljarða í sjávarútvegi. Í fyrra voru veiðigjöld tekin sem hljóma upp á tíu milljónir. Það liggur alveg fyrir að það er vilji í samfélaginu til þess að ákveðnar auðlindagreinar greiði hluta af rentunni til baka. Þetta snýst ekki um að refsa einum né neinum. Það eru réttindi og skyldur sem felast í að búa í samfélagi,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Hér að neðan má sjá Kryddsíld í heild sinni.
Kryddsíld Sjávarútvegur Stjórnarskrá Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira