Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2025 19:30 Heimsmeistari. James Fearn/Getty Images Enska undrabarnið, hinn 17 ára Luke Littler, er heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn eftir öruggan sigur gegn þrefalda heimsmeistaranum Michael van Gerwen í Ally Pally í kvöld. Viðureignin var í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hófst klukkan 20. Beina textalýsingu frá leiknum má sjá hér að neðan. Littler, sem er aðeins 17 ára, var í úrslitaleiknum annað árið í röð eftir að hafa tapað fyrir Luke Humphries fyrir ári. Van Gerwen er þrefaldur heimsmeistari en hann vann titilinn árin 2014, 2017 og 2019. Þrátt fyrir að vera tveir af bestu pílukösturum heims virtust þeir félagarnir vera nokkuð stressaðir í upphafi leiks. Meðaltal beggja var undir 90 og fátt um fína drætti í fyrsta setti. Littler hélt þó ró sinni í útskotunum, eitthvað sem Van Gerwen tókst ekki, og sá fyrrnefndi kom sér yfir með 3-1 sigri í fyrsta setti. FIRST SET TO LITTLER!Luke Littler wraps up the opening set against the darts!The 17-year-old sensation converts a trademark two-dart 80 finish to lead Van Gerwen 1-0!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts | Final pic.twitter.com/YLlZbDKWow— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Littler hafði svo mikla yfirburði í öðru setti þar sem hann vann alla þrjá leggina og kom sér í 2-0. Van Gerwen gekk því hugsi út af sviðinu í smá pásu, sem hann þurfti klárlega á að halda til að reyna að rétta sig af. Pásan gerði þó ekki mikið fyrir þrefalda heimsmeistarann því eftir hlé var meira af því sama. Littler virtist ekki geta klikkað á útskoti, en í þau fáu skipti sem Van Gerwen fékk tækifæri til að klára legg klikkaði hann. Littler kláraði þriðja settið 3-1 og setti svo tóninn í fjórða settinu með því að taka út 70 með einni pílu í búllið og annarri í tvöfaldan tíu. Van Gerwen náði að stela einum legg í settinu, en klikkaði svo heldur betur á útskoti í fjórða legg og Littler tók settið og komst í 4-0. Michael van Gerwen var á þessum tímapunkti aðeins búinn að hitta þremur pílum í tvöfaldan reit í sautján tilraunum. Já, sautján. LITTLER LEADS VAN GERWEN 4-0!Luke Littler is absolutely FLYING here!Van Gerwen's doubling woes resurface in the closing stages of set four, and Littler punishes to establish a four-set lead!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts | Final pic.twitter.com/f6mMatjtut— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Van Gerwen vaknaði loksins til lífsins í fimmta setti þar sem hann vann fyrsta legg. Littler jafnaði þegar hann tók út 130, en Van Gerwen bætti um betur í fjórða legg þar sem hann tók út 132 og vann loksins sitt fyrsta sett, staðan 4-1. Littler og Van Gerwen unnu svo sitt settið hvor fyrir næsta hlé þar sem Littler komst í 5-1 áður en Van Gerwen minnkaði muninn á ný í 5-2 með góðu útskoti í toppinn. Littler lét það þó ekki slá sig út af laginu og vann öruggan 3-0 sigur í áttunda setti, kom sér í 6-2 og var þá aðeins einu setti frá sínum fyrsta heimsmeistaratitli. Van Gerwen gerði svo vel þegar hann vann næsta sett, en þá var það bara orðið of seint. Littler kláraði næsta sett örugglega, 3-0, og tryggði sér þar með heimsmeistaratitilinn með 7-3 sigri, hans fyrsta heimsmeistaratitill á ferlinum. HISTORY. MADE. 🏆LUKE LITTLER HAS DONE IT!!!He is crowned the youngest ever champion as he wins the 2024/25 @paddypower World Darts Championship!A special talent. pic.twitter.com/HVI8KtWrhh— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Vísir var með beina textalýsingu frá viðureigninni og má sjá hana hér fyrir neðan.
Viðureignin var í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hófst klukkan 20. Beina textalýsingu frá leiknum má sjá hér að neðan. Littler, sem er aðeins 17 ára, var í úrslitaleiknum annað árið í röð eftir að hafa tapað fyrir Luke Humphries fyrir ári. Van Gerwen er þrefaldur heimsmeistari en hann vann titilinn árin 2014, 2017 og 2019. Þrátt fyrir að vera tveir af bestu pílukösturum heims virtust þeir félagarnir vera nokkuð stressaðir í upphafi leiks. Meðaltal beggja var undir 90 og fátt um fína drætti í fyrsta setti. Littler hélt þó ró sinni í útskotunum, eitthvað sem Van Gerwen tókst ekki, og sá fyrrnefndi kom sér yfir með 3-1 sigri í fyrsta setti. FIRST SET TO LITTLER!Luke Littler wraps up the opening set against the darts!The 17-year-old sensation converts a trademark two-dart 80 finish to lead Van Gerwen 1-0!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts | Final pic.twitter.com/YLlZbDKWow— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Littler hafði svo mikla yfirburði í öðru setti þar sem hann vann alla þrjá leggina og kom sér í 2-0. Van Gerwen gekk því hugsi út af sviðinu í smá pásu, sem hann þurfti klárlega á að halda til að reyna að rétta sig af. Pásan gerði þó ekki mikið fyrir þrefalda heimsmeistarann því eftir hlé var meira af því sama. Littler virtist ekki geta klikkað á útskoti, en í þau fáu skipti sem Van Gerwen fékk tækifæri til að klára legg klikkaði hann. Littler kláraði þriðja settið 3-1 og setti svo tóninn í fjórða settinu með því að taka út 70 með einni pílu í búllið og annarri í tvöfaldan tíu. Van Gerwen náði að stela einum legg í settinu, en klikkaði svo heldur betur á útskoti í fjórða legg og Littler tók settið og komst í 4-0. Michael van Gerwen var á þessum tímapunkti aðeins búinn að hitta þremur pílum í tvöfaldan reit í sautján tilraunum. Já, sautján. LITTLER LEADS VAN GERWEN 4-0!Luke Littler is absolutely FLYING here!Van Gerwen's doubling woes resurface in the closing stages of set four, and Littler punishes to establish a four-set lead!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts | Final pic.twitter.com/f6mMatjtut— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Van Gerwen vaknaði loksins til lífsins í fimmta setti þar sem hann vann fyrsta legg. Littler jafnaði þegar hann tók út 130, en Van Gerwen bætti um betur í fjórða legg þar sem hann tók út 132 og vann loksins sitt fyrsta sett, staðan 4-1. Littler og Van Gerwen unnu svo sitt settið hvor fyrir næsta hlé þar sem Littler komst í 5-1 áður en Van Gerwen minnkaði muninn á ný í 5-2 með góðu útskoti í toppinn. Littler lét það þó ekki slá sig út af laginu og vann öruggan 3-0 sigur í áttunda setti, kom sér í 6-2 og var þá aðeins einu setti frá sínum fyrsta heimsmeistaratitli. Van Gerwen gerði svo vel þegar hann vann næsta sett, en þá var það bara orðið of seint. Littler kláraði næsta sett örugglega, 3-0, og tryggði sér þar með heimsmeistaratitilinn með 7-3 sigri, hans fyrsta heimsmeistaratitill á ferlinum. HISTORY. MADE. 🏆LUKE LITTLER HAS DONE IT!!!He is crowned the youngest ever champion as he wins the 2024/25 @paddypower World Darts Championship!A special talent. pic.twitter.com/HVI8KtWrhh— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Vísir var með beina textalýsingu frá viðureigninni og má sjá hana hér fyrir neðan.
Pílukast Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Sjá meira