Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2025 07:48 Edmundo González, forsetaframbjóðandi venesúelsku stjórnarandstöðunnar, þegar hann hlaut Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins sem eru veitt baráttufólki fyrir mannréttindum og hugsunarfrelsi í desember. Vísir/EPA Ríkisstjórn Venesúela býður hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar sem leiða til handtöku forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar á annan tug milljóna króna í verðlaun. Frambjóðandinn hefur heitið því að snúa aftur úr útlegð fyrir embættistöku Nicolás Maduro forseta. Edmundo González hlaut pólitískt hæli á Spáni eftir að hann flúði heimalandið í kjölfar umdeildra forsetakosninga síðasta sumar. Stjórnarandstaðan sakaði Maduro um að hafa rangt við og lagði fram gögn sem véfengdu opinber kosningaúrslit. Alþjóðlegir eftirlitsmenn gagnrýndu framkvæmd kosninganna og skort á gegnsæi í talningu atkvæða. Stjórn Maduro brást við með því að reyna að handtaka González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. González sá sér þann kost vænstan að flýja land í september eftir að hann var ákærður fyrir samsæri og skjalafals. González boðaði að hann ætlaði að snúa aftur til Venesúela fyrir embættistöku Maduro sem fer fram næsta föstudag. Venesúelönsk stjórnvöld bjóða nú 100.000 dollara verðlaunafé til höfuðs honum, jafnvirði rúmra fjórtán milljóna íslenskra króna, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna skipaði stjórnvöldum í Caracas að eyða engum kjörgögnum frá forsetakosningunum í síðasta mánuði. Stjórnarandstaðan í Venesúela segir að González hafi verið raunverulegur sigurvegari kosninganna. Hún lagði fram gögn um 80 prósent talningarskráa úr kosningunum sem hún sagði sýna þetta svart á hvítu. Venesúela Mannréttindi Tengdar fréttir Flúði þegar sveitir Maduro ætluðu að grípa hann Edmundo González, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa flúið land þegar hann fékk upplýsingar um að öryggssveitir Maduro forseta ætluðu að taka hann höndum. Hann hefði getað verið handtekinn og pyntaður. 23. september 2024 09:01 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Edmundo González hlaut pólitískt hæli á Spáni eftir að hann flúði heimalandið í kjölfar umdeildra forsetakosninga síðasta sumar. Stjórnarandstaðan sakaði Maduro um að hafa rangt við og lagði fram gögn sem véfengdu opinber kosningaúrslit. Alþjóðlegir eftirlitsmenn gagnrýndu framkvæmd kosninganna og skort á gegnsæi í talningu atkvæða. Stjórn Maduro brást við með því að reyna að handtaka González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. González sá sér þann kost vænstan að flýja land í september eftir að hann var ákærður fyrir samsæri og skjalafals. González boðaði að hann ætlaði að snúa aftur til Venesúela fyrir embættistöku Maduro sem fer fram næsta föstudag. Venesúelönsk stjórnvöld bjóða nú 100.000 dollara verðlaunafé til höfuðs honum, jafnvirði rúmra fjórtán milljóna íslenskra króna, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna skipaði stjórnvöldum í Caracas að eyða engum kjörgögnum frá forsetakosningunum í síðasta mánuði. Stjórnarandstaðan í Venesúela segir að González hafi verið raunverulegur sigurvegari kosninganna. Hún lagði fram gögn um 80 prósent talningarskráa úr kosningunum sem hún sagði sýna þetta svart á hvítu.
Venesúela Mannréttindi Tengdar fréttir Flúði þegar sveitir Maduro ætluðu að grípa hann Edmundo González, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa flúið land þegar hann fékk upplýsingar um að öryggssveitir Maduro forseta ætluðu að taka hann höndum. Hann hefði getað verið handtekinn og pyntaður. 23. september 2024 09:01 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Flúði þegar sveitir Maduro ætluðu að grípa hann Edmundo González, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa flúið land þegar hann fékk upplýsingar um að öryggssveitir Maduro forseta ætluðu að taka hann höndum. Hann hefði getað verið handtekinn og pyntaður. 23. september 2024 09:01
Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49
SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29