Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2025 15:45 Andreas Palicka kemur til Kolstad frá PSG og ætlar að halda áfram að landa titlum. EPA-EFE/TERESA SUAREZ Norska handknattleiksfélagið Kolstad, sem er með fimm Íslendinga innanborðs, kynnti í dag sænska landsliðsmarkvörðinn Andreas Palicka sem sinn nýjasta leikmann. Palicka, sem er 38 ára og á leið á HM með sænska landsliðinu, kemur til Kolstad frá PSG þar sem hann hefur spilað frá árinu 2022. Hann hefur unnið fjölda titla á sínum ferli og þá sérstaklega á árunum með Kiel í Þýskalandi, þar sem hann vann alls sautján titla, en einnig með Rhein-Neckar Löwen, PSG og sænska ladnsliðinu. Nú ætlar Palicka að vinna titla með Kolstad en í viðtali á heimasíðu félagsins segir hann einnig skipta miklu máli fyrir sig hve vel þetta henti fyrir fjölskylduna, og að Kolstad sjái til þess að vel fari um hana í Þrándheimi. Í lok nóvember var greint frá því að Arnór Snær Óskarsson hefði bæst við hóp Íslendinga hjá Kolstad en þar leikur einnig bróðir hans, Benedikt Gunnar. Fyrirliði liðsins er Sigvaldi Guðjónsson og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson kom síðasta sumar, rétt eins og Sigurjón Guðmundsson sem er einmitt markvörður og ætti því að geta lært ýmislegt af Palicka. Mágarnir Sigurjón Guðmundsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru báðir leikmenn Kolstad.Kolstad Handball Reyndar býr Sigurjón einnig að því að geta leitað í reynslubanka pabba síns, Guðmundar Hrafnkelssonar, leikjahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi, en hann ætti engu að síður að geta notið góðs af ráðleggingum Palicka. Palicka skrifaði undir samning sem gildir til 2027 og með komu hans er Kolstad að bregðast við brotthvarfi norska landsliðsmarkvarðarins Torbjörns Bergerud. Bergerud fer til Wisla Plock í Póllandi í sumar og leysir þá væntanlega Viktor Gísla Hallgrímsson af hólmi fari svo að Viktor fari til Barcelona eftir tímabilið, eins og orðrómur hefur verið uppi um. Norski handboltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Palicka, sem er 38 ára og á leið á HM með sænska landsliðinu, kemur til Kolstad frá PSG þar sem hann hefur spilað frá árinu 2022. Hann hefur unnið fjölda titla á sínum ferli og þá sérstaklega á árunum með Kiel í Þýskalandi, þar sem hann vann alls sautján titla, en einnig með Rhein-Neckar Löwen, PSG og sænska ladnsliðinu. Nú ætlar Palicka að vinna titla með Kolstad en í viðtali á heimasíðu félagsins segir hann einnig skipta miklu máli fyrir sig hve vel þetta henti fyrir fjölskylduna, og að Kolstad sjái til þess að vel fari um hana í Þrándheimi. Í lok nóvember var greint frá því að Arnór Snær Óskarsson hefði bæst við hóp Íslendinga hjá Kolstad en þar leikur einnig bróðir hans, Benedikt Gunnar. Fyrirliði liðsins er Sigvaldi Guðjónsson og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson kom síðasta sumar, rétt eins og Sigurjón Guðmundsson sem er einmitt markvörður og ætti því að geta lært ýmislegt af Palicka. Mágarnir Sigurjón Guðmundsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru báðir leikmenn Kolstad.Kolstad Handball Reyndar býr Sigurjón einnig að því að geta leitað í reynslubanka pabba síns, Guðmundar Hrafnkelssonar, leikjahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi, en hann ætti engu að síður að geta notið góðs af ráðleggingum Palicka. Palicka skrifaði undir samning sem gildir til 2027 og með komu hans er Kolstad að bregðast við brotthvarfi norska landsliðsmarkvarðarins Torbjörns Bergerud. Bergerud fer til Wisla Plock í Póllandi í sumar og leysir þá væntanlega Viktor Gísla Hallgrímsson af hólmi fari svo að Viktor fari til Barcelona eftir tímabilið, eins og orðrómur hefur verið uppi um.
Norski handboltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira