Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2025 15:45 Andreas Palicka kemur til Kolstad frá PSG og ætlar að halda áfram að landa titlum. EPA-EFE/TERESA SUAREZ Norska handknattleiksfélagið Kolstad, sem er með fimm Íslendinga innanborðs, kynnti í dag sænska landsliðsmarkvörðinn Andreas Palicka sem sinn nýjasta leikmann. Palicka, sem er 38 ára og á leið á HM með sænska landsliðinu, kemur til Kolstad frá PSG þar sem hann hefur spilað frá árinu 2022. Hann hefur unnið fjölda titla á sínum ferli og þá sérstaklega á árunum með Kiel í Þýskalandi, þar sem hann vann alls sautján titla, en einnig með Rhein-Neckar Löwen, PSG og sænska ladnsliðinu. Nú ætlar Palicka að vinna titla með Kolstad en í viðtali á heimasíðu félagsins segir hann einnig skipta miklu máli fyrir sig hve vel þetta henti fyrir fjölskylduna, og að Kolstad sjái til þess að vel fari um hana í Þrándheimi. Í lok nóvember var greint frá því að Arnór Snær Óskarsson hefði bæst við hóp Íslendinga hjá Kolstad en þar leikur einnig bróðir hans, Benedikt Gunnar. Fyrirliði liðsins er Sigvaldi Guðjónsson og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson kom síðasta sumar, rétt eins og Sigurjón Guðmundsson sem er einmitt markvörður og ætti því að geta lært ýmislegt af Palicka. Mágarnir Sigurjón Guðmundsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru báðir leikmenn Kolstad.Kolstad Handball Reyndar býr Sigurjón einnig að því að geta leitað í reynslubanka pabba síns, Guðmundar Hrafnkelssonar, leikjahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi, en hann ætti engu að síður að geta notið góðs af ráðleggingum Palicka. Palicka skrifaði undir samning sem gildir til 2027 og með komu hans er Kolstad að bregðast við brotthvarfi norska landsliðsmarkvarðarins Torbjörns Bergerud. Bergerud fer til Wisla Plock í Póllandi í sumar og leysir þá væntanlega Viktor Gísla Hallgrímsson af hólmi fari svo að Viktor fari til Barcelona eftir tímabilið, eins og orðrómur hefur verið uppi um. Norski handboltinn Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira
Palicka, sem er 38 ára og á leið á HM með sænska landsliðinu, kemur til Kolstad frá PSG þar sem hann hefur spilað frá árinu 2022. Hann hefur unnið fjölda titla á sínum ferli og þá sérstaklega á árunum með Kiel í Þýskalandi, þar sem hann vann alls sautján titla, en einnig með Rhein-Neckar Löwen, PSG og sænska ladnsliðinu. Nú ætlar Palicka að vinna titla með Kolstad en í viðtali á heimasíðu félagsins segir hann einnig skipta miklu máli fyrir sig hve vel þetta henti fyrir fjölskylduna, og að Kolstad sjái til þess að vel fari um hana í Þrándheimi. Í lok nóvember var greint frá því að Arnór Snær Óskarsson hefði bæst við hóp Íslendinga hjá Kolstad en þar leikur einnig bróðir hans, Benedikt Gunnar. Fyrirliði liðsins er Sigvaldi Guðjónsson og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson kom síðasta sumar, rétt eins og Sigurjón Guðmundsson sem er einmitt markvörður og ætti því að geta lært ýmislegt af Palicka. Mágarnir Sigurjón Guðmundsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru báðir leikmenn Kolstad.Kolstad Handball Reyndar býr Sigurjón einnig að því að geta leitað í reynslubanka pabba síns, Guðmundar Hrafnkelssonar, leikjahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi, en hann ætti engu að síður að geta notið góðs af ráðleggingum Palicka. Palicka skrifaði undir samning sem gildir til 2027 og með komu hans er Kolstad að bregðast við brotthvarfi norska landsliðsmarkvarðarins Torbjörns Bergerud. Bergerud fer til Wisla Plock í Póllandi í sumar og leysir þá væntanlega Viktor Gísla Hallgrímsson af hólmi fari svo að Viktor fari til Barcelona eftir tímabilið, eins og orðrómur hefur verið uppi um.
Norski handboltinn Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira