Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2025 14:00 Alfreð Gíslason og hans aðstoðarmenn þurfa eflaust eitthvað að breyta til eftir að tveir leikmenn duttu út úr þýska hópnum. Getty/Marco Wolf Alfreð Gíslason þarf að spjara sig á HM án tveggja leikmanna sem voru í þýska landsliðshópnum hans og unnu silfur á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar. Þýskir miðlar greina frá þessu í dag og tala um sjokk fyrir Alfreð, en vinstri skyttan Sebastian Heymann og línumaðurinn Jannik Kohlbacher hafa neyðst til að draga sig úr hópnum hans vegna meiðsla. Þeir bætast á lista með sterkum leikmönnum sem missa af HM vegna meiðsla, en á þeim lista eru einnig menn eins og Dika Mem, Ómar Ingi Magnússon og Félix Claar. Báðir eru Þjóðverjarnir leikmenn Rhein-Neckar Löwen og missir Heymann af því sem átti að verða hans fyrsta heimsmeistaramót, eftir að hafa meiðst í fæti í leik við Flensburg um miðjan desember, en Kohlbacher þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla í olnboga. Í þeirra stað hefur Alfreð kallað á Tim Zechel úr Magdeburg og Lukas Stutzke úr Hannover-Burgdorf. Spila við Brasilíu þegar Ísland mætir Svíþjóð Íslenska landsliðið kom saman til æfinga í Víkinni í dag en þýski landsliðshópurinn kemur saman til æfinga í Hamburg á morgun. Þjóðverjar spila svo vináttulandsleiki 9. og 11. janúar, við Brasilíumenn, sömu daga og Ísland spilar við Svíþjóð. Á HM eru Þjóðverjar í Evrópuriðli með Póllandi, Sviss og Tékklandi, og spila þeir í Herning í Danmörku. Efstu þrjú liðin spila svo í millriðli með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Alsír, Túnis), einnig í Herning. Ljóst er að Ísland og Þýskaland geta ekki mæst á HM nema að bæði lið komist í úrslitaleikinn eða leikinn um 3. sætið. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Sjá meira
Þýskir miðlar greina frá þessu í dag og tala um sjokk fyrir Alfreð, en vinstri skyttan Sebastian Heymann og línumaðurinn Jannik Kohlbacher hafa neyðst til að draga sig úr hópnum hans vegna meiðsla. Þeir bætast á lista með sterkum leikmönnum sem missa af HM vegna meiðsla, en á þeim lista eru einnig menn eins og Dika Mem, Ómar Ingi Magnússon og Félix Claar. Báðir eru Þjóðverjarnir leikmenn Rhein-Neckar Löwen og missir Heymann af því sem átti að verða hans fyrsta heimsmeistaramót, eftir að hafa meiðst í fæti í leik við Flensburg um miðjan desember, en Kohlbacher þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla í olnboga. Í þeirra stað hefur Alfreð kallað á Tim Zechel úr Magdeburg og Lukas Stutzke úr Hannover-Burgdorf. Spila við Brasilíu þegar Ísland mætir Svíþjóð Íslenska landsliðið kom saman til æfinga í Víkinni í dag en þýski landsliðshópurinn kemur saman til æfinga í Hamburg á morgun. Þjóðverjar spila svo vináttulandsleiki 9. og 11. janúar, við Brasilíumenn, sömu daga og Ísland spilar við Svíþjóð. Á HM eru Þjóðverjar í Evrópuriðli með Póllandi, Sviss og Tékklandi, og spila þeir í Herning í Danmörku. Efstu þrjú liðin spila svo í millriðli með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Alsír, Túnis), einnig í Herning. Ljóst er að Ísland og Þýskaland geta ekki mæst á HM nema að bæði lið komist í úrslitaleikinn eða leikinn um 3. sætið.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Sjá meira