Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 22:30 Hinn 17 ára gamli Luke Littler er vinsæll í Alexandra Palace. Vísir/Getty Stephen Bunting er kominn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir nokkuð þægilegan sigur á Peter Wright. Þá vann Luke Little góðan sigur á Nathan Aspinall. Stephen Bunting hefur spilað vel á heimsmeistaramótinu í pílukasti en þessi viðkunnalegi Liverpoolbúi hefur heillað marga með spilamennsku sinni. Hann mætti hinum yfirlýsingaglaða Peter Wright sem sló meðal annars út heimsmeistarann Luke Humphries á leið sinni í 8-manna úrslit. Butning hóf leikinn af miklum krafti. Hann vann sex af fyrstu átta leggjum viðureignarinnar og komst í 2-0 í settum. Þriðja settið var æsispennandi en Bunting vann það einnig og hann valtaði yfir Wright í fjórða setti og vann örugglega. Hann var því kominn í 4-0 í settum og aðeins einu setti frá því að sópa Peter Wright úr leik. Þá vaknaði hins vegar Wright. Hann vann næstu tvö sett en lenti 2-0 undir í sjöunda settinu. WONDERFUL FROM WRIGHT!WHAT A FINISH!Peter Wright with a huge celebration after following up a 180 with a brilliant 133 finish to reduce the arrears to 4-2!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj #WCDarts | QFs pic.twitter.com/G7UyVrZ9It— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Þá gat hann komið sér aftur inn í leikinn en klikkaði hins vegar í tvígang þegar hann reyndi við tvöfaldan tuttugu og Butning nýtti sér það. Hann vann settið 3-0 og leikinn 5-2. Bunting er þar með kominn í undanúrslit í annað sinn á ferlinum en hann gerði slíkt hið sama árið 2021. BUNTING IS INTO THE SEMI-FINALS!!Stephen Bunting powers in the Semi-Finals of the 2024/25 Paddy Power World Darts Championship, beating Peter Wright 5-2. A second career World Championship Semi-Final for Bunting... Can he go all the way?📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/oI3QbPpjG2— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Í seinni leik kvöldsins var komið að stórstjörnunni Luke Littler en hann mætti Nathan Aspinall. Svipað var uppi á teningunum og í fyrri viðureign kvöldsins. Luke Littler virtist ætla að fara auðveldlega í gegnum Aspinall í upphafi en í stöðunni 2-0 náði Aspinall nokkuð óvænt að vinna þriðja settið og minnka muninn. Í fjórða settinu fór Aspinall illa með tækifæri til að jafna metin í 2-2 en virtist á köflum eiga erfitt með að halda einbeitingu og það þýðir ekki gegn Little. Little vann næstu tvö sett og komst í 4-1 en Aspinall minnkaði muninn í 4-2. LITTLER IS ONE AWAY!!Luke Littler is on the brink of another World Championship Semi-Final... He clinches the fifth set and needs just three legs to secure his last four spot. 📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/vky26ouZ54— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Í sjöunda settinu var Little hins vegar kominn með nóg, kláraði settið örugglega og leikinn 5-2. Littler er þar með kominn í undanúrslit þar sem hann mætir Stephen Bunting. Littler spilaði frábærlega í kvöld og í tíu skipti þurfti hann tólf pílur eða minna til að vinna legg. Pílukast Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Sjá meira
Stephen Bunting hefur spilað vel á heimsmeistaramótinu í pílukasti en þessi viðkunnalegi Liverpoolbúi hefur heillað marga með spilamennsku sinni. Hann mætti hinum yfirlýsingaglaða Peter Wright sem sló meðal annars út heimsmeistarann Luke Humphries á leið sinni í 8-manna úrslit. Butning hóf leikinn af miklum krafti. Hann vann sex af fyrstu átta leggjum viðureignarinnar og komst í 2-0 í settum. Þriðja settið var æsispennandi en Bunting vann það einnig og hann valtaði yfir Wright í fjórða setti og vann örugglega. Hann var því kominn í 4-0 í settum og aðeins einu setti frá því að sópa Peter Wright úr leik. Þá vaknaði hins vegar Wright. Hann vann næstu tvö sett en lenti 2-0 undir í sjöunda settinu. WONDERFUL FROM WRIGHT!WHAT A FINISH!Peter Wright with a huge celebration after following up a 180 with a brilliant 133 finish to reduce the arrears to 4-2!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj #WCDarts | QFs pic.twitter.com/G7UyVrZ9It— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Þá gat hann komið sér aftur inn í leikinn en klikkaði hins vegar í tvígang þegar hann reyndi við tvöfaldan tuttugu og Butning nýtti sér það. Hann vann settið 3-0 og leikinn 5-2. Bunting er þar með kominn í undanúrslit í annað sinn á ferlinum en hann gerði slíkt hið sama árið 2021. BUNTING IS INTO THE SEMI-FINALS!!Stephen Bunting powers in the Semi-Finals of the 2024/25 Paddy Power World Darts Championship, beating Peter Wright 5-2. A second career World Championship Semi-Final for Bunting... Can he go all the way?📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/oI3QbPpjG2— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Í seinni leik kvöldsins var komið að stórstjörnunni Luke Littler en hann mætti Nathan Aspinall. Svipað var uppi á teningunum og í fyrri viðureign kvöldsins. Luke Littler virtist ætla að fara auðveldlega í gegnum Aspinall í upphafi en í stöðunni 2-0 náði Aspinall nokkuð óvænt að vinna þriðja settið og minnka muninn. Í fjórða settinu fór Aspinall illa með tækifæri til að jafna metin í 2-2 en virtist á köflum eiga erfitt með að halda einbeitingu og það þýðir ekki gegn Little. Little vann næstu tvö sett og komst í 4-1 en Aspinall minnkaði muninn í 4-2. LITTLER IS ONE AWAY!!Luke Littler is on the brink of another World Championship Semi-Final... He clinches the fifth set and needs just three legs to secure his last four spot. 📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/vky26ouZ54— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Í sjöunda settinu var Little hins vegar kominn með nóg, kláraði settið örugglega og leikinn 5-2. Littler er þar með kominn í undanúrslit þar sem hann mætir Stephen Bunting. Littler spilaði frábærlega í kvöld og í tíu skipti þurfti hann tólf pílur eða minna til að vinna legg.
Pílukast Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Sjá meira