Þakklátur fyrir að vera á lífi og ætlar að spila aftur Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 18:01 Michail Antonio er þakklátur fyrir að hafa sloppið lifandi úr bílslysi í byrjun desember. Vísir/Getty Michail Antonio leikmaður West Ham segist vera þakklátur fyrir að vera á lífi eftir skelfilegt bílslys í byrjun desember. Antonio lenti í hörðum árekstri við aðra bifreið í upphafi desember. Hann fótbrotnaði illa og þurfti að gangast undir aðgerð í kjölfarið. Hann slapp þó vel úr slysinu miðað við allt saman og segist vera þakklátur fyrir að vera á lífi. „Á þessum tíma árs er ég spurður fyrir hvað ég sé þakklátur og ég hef alltaf átt í vandræðum með að finna rétta svarið. Á þessu ári veit ég hins vegar nákvæmlega fyrir hvað ég er þakklátur - að vera á lífi,“ skrifar Antonio í tilfinningaríku innleggi á Instagram. „Ég hef eytt mörgum árum og tekið lífinu sem sjálfsögðu. Ég gerði áætlanir fyrir næsta dag, næsta ár og gerði alltaf ráð fyrir að morgundagurinn væri sjálfssagður. Ég hef séð vini falla frá, séð aðra við dauðans dyr og jafnvel þá ekki gert mér grein fyrir hversu dýrmætt lífið er,“ Hann þakkar einnig heilbrigðisstarfsmönnum og viðbragðsaðilum sem og félagi sínu West Ham. Tveimur dögum eftir slysið hituðu leikmenn West Ham upp í treyjum merktum Antonio sem síðan voru seldar og peningur gefinn til góðgerðamála. View this post on Instagram A post shared by Michail Antonio (@michailantonio) „Að lokum vil ég þakka fótboltasamfélaginu fyrir þá ást og þann stuðning sem þið hafið sýnt mér. Það er mér mikils virði. Ég elska ykkur og er þakklátur fyrir ykkur öll. Gleðilegt nýtt ár og ég mun snúa aftur á völlinn innan skamms.“ Fastlega er búist við að tímabilið sé á enda hjá Antonio en framtíð hans er óljós þar sem samningur hans við West Ham rennur út í lok tímabilsins. Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Sjá meira
Antonio lenti í hörðum árekstri við aðra bifreið í upphafi desember. Hann fótbrotnaði illa og þurfti að gangast undir aðgerð í kjölfarið. Hann slapp þó vel úr slysinu miðað við allt saman og segist vera þakklátur fyrir að vera á lífi. „Á þessum tíma árs er ég spurður fyrir hvað ég sé þakklátur og ég hef alltaf átt í vandræðum með að finna rétta svarið. Á þessu ári veit ég hins vegar nákvæmlega fyrir hvað ég er þakklátur - að vera á lífi,“ skrifar Antonio í tilfinningaríku innleggi á Instagram. „Ég hef eytt mörgum árum og tekið lífinu sem sjálfsögðu. Ég gerði áætlanir fyrir næsta dag, næsta ár og gerði alltaf ráð fyrir að morgundagurinn væri sjálfssagður. Ég hef séð vini falla frá, séð aðra við dauðans dyr og jafnvel þá ekki gert mér grein fyrir hversu dýrmætt lífið er,“ Hann þakkar einnig heilbrigðisstarfsmönnum og viðbragðsaðilum sem og félagi sínu West Ham. Tveimur dögum eftir slysið hituðu leikmenn West Ham upp í treyjum merktum Antonio sem síðan voru seldar og peningur gefinn til góðgerðamála. View this post on Instagram A post shared by Michail Antonio (@michailantonio) „Að lokum vil ég þakka fótboltasamfélaginu fyrir þá ást og þann stuðning sem þið hafið sýnt mér. Það er mér mikils virði. Ég elska ykkur og er þakklátur fyrir ykkur öll. Gleðilegt nýtt ár og ég mun snúa aftur á völlinn innan skamms.“ Fastlega er búist við að tímabilið sé á enda hjá Antonio en framtíð hans er óljós þar sem samningur hans við West Ham rennur út í lok tímabilsins.
Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Sjá meira