Þakklátur fyrir að vera á lífi og ætlar að spila aftur Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 18:01 Michail Antonio er þakklátur fyrir að hafa sloppið lifandi úr bílslysi í byrjun desember. Vísir/Getty Michail Antonio leikmaður West Ham segist vera þakklátur fyrir að vera á lífi eftir skelfilegt bílslys í byrjun desember. Antonio lenti í hörðum árekstri við aðra bifreið í upphafi desember. Hann fótbrotnaði illa og þurfti að gangast undir aðgerð í kjölfarið. Hann slapp þó vel úr slysinu miðað við allt saman og segist vera þakklátur fyrir að vera á lífi. „Á þessum tíma árs er ég spurður fyrir hvað ég sé þakklátur og ég hef alltaf átt í vandræðum með að finna rétta svarið. Á þessu ári veit ég hins vegar nákvæmlega fyrir hvað ég er þakklátur - að vera á lífi,“ skrifar Antonio í tilfinningaríku innleggi á Instagram. „Ég hef eytt mörgum árum og tekið lífinu sem sjálfsögðu. Ég gerði áætlanir fyrir næsta dag, næsta ár og gerði alltaf ráð fyrir að morgundagurinn væri sjálfssagður. Ég hef séð vini falla frá, séð aðra við dauðans dyr og jafnvel þá ekki gert mér grein fyrir hversu dýrmætt lífið er,“ Hann þakkar einnig heilbrigðisstarfsmönnum og viðbragðsaðilum sem og félagi sínu West Ham. Tveimur dögum eftir slysið hituðu leikmenn West Ham upp í treyjum merktum Antonio sem síðan voru seldar og peningur gefinn til góðgerðamála. View this post on Instagram A post shared by Michail Antonio (@michailantonio) „Að lokum vil ég þakka fótboltasamfélaginu fyrir þá ást og þann stuðning sem þið hafið sýnt mér. Það er mér mikils virði. Ég elska ykkur og er þakklátur fyrir ykkur öll. Gleðilegt nýtt ár og ég mun snúa aftur á völlinn innan skamms.“ Fastlega er búist við að tímabilið sé á enda hjá Antonio en framtíð hans er óljós þar sem samningur hans við West Ham rennur út í lok tímabilsins. Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira
Antonio lenti í hörðum árekstri við aðra bifreið í upphafi desember. Hann fótbrotnaði illa og þurfti að gangast undir aðgerð í kjölfarið. Hann slapp þó vel úr slysinu miðað við allt saman og segist vera þakklátur fyrir að vera á lífi. „Á þessum tíma árs er ég spurður fyrir hvað ég sé þakklátur og ég hef alltaf átt í vandræðum með að finna rétta svarið. Á þessu ári veit ég hins vegar nákvæmlega fyrir hvað ég er þakklátur - að vera á lífi,“ skrifar Antonio í tilfinningaríku innleggi á Instagram. „Ég hef eytt mörgum árum og tekið lífinu sem sjálfsögðu. Ég gerði áætlanir fyrir næsta dag, næsta ár og gerði alltaf ráð fyrir að morgundagurinn væri sjálfssagður. Ég hef séð vini falla frá, séð aðra við dauðans dyr og jafnvel þá ekki gert mér grein fyrir hversu dýrmætt lífið er,“ Hann þakkar einnig heilbrigðisstarfsmönnum og viðbragðsaðilum sem og félagi sínu West Ham. Tveimur dögum eftir slysið hituðu leikmenn West Ham upp í treyjum merktum Antonio sem síðan voru seldar og peningur gefinn til góðgerðamála. View this post on Instagram A post shared by Michail Antonio (@michailantonio) „Að lokum vil ég þakka fótboltasamfélaginu fyrir þá ást og þann stuðning sem þið hafið sýnt mér. Það er mér mikils virði. Ég elska ykkur og er þakklátur fyrir ykkur öll. Gleðilegt nýtt ár og ég mun snúa aftur á völlinn innan skamms.“ Fastlega er búist við að tímabilið sé á enda hjá Antonio en framtíð hans er óljós þar sem samningur hans við West Ham rennur út í lok tímabilsins.
Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira