Fyrir eiga þau soninn Jökul Mána og svo á Sævar Helgi soninn Arnór Braga úr fyrra hjónabandi. Þau hjónin tilkynntu óléttuna á samfélagsmiðlum á gamlársdag.
„Fjölskyldan kveður 2024 með laumufarþega um borð, í júlí fjölgar okkur um eitt,“ segir í Facebook-færslunni.
„Jökull Máni er frekar spenntur að verða stóri bróðir. Og auðvitað afmælisbarnið Arnór Bragi líka sem er þó því miður ekki með á myndinni að þessu sinni. Takk fyrir geggjað ár 2024,“ segir enn fremur.