Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. desember 2024 15:02 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi mögulega frestun landsfundar flokksins sem á að fara fram í febrúar en verður mögulega færður fram á haust í Kryddsíld Stöðvar 2 sem stendur nú yfir. Hann sagðist ekki kannast við meinta ólgu innan Sjálfstæðisflokksins vegna málsins sem hann vísaði til sem „blaðamanna blaðurs“ og lenti í orðaskaki við ríkisstjórnina. „Það eru margir sem spá því 2025 að það gæti verið slæmt veður í febrúar, það er aldrei fyrirséð hvernig þetta kemur út,“ sagði Bjarni. Ýmsir fyrrverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vilja að landsfundur fari fram í febrúar eins og upprunalega var lagt upp með. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmenn flokksins, hafa öll verið hvött til þess að bjóða sig fram í formannsembætti flokksins. Spurður hvort að hann vilji fresta fundinum eða ekki segir Bjarni: „Ég tók ákvörðun um það að boða til fundar í febrúar lok, byrjun mars á sínum tíma, sjáðu til ég er formaður í miðstjórn flokksins sem tók þessa ákvörðun á sínum tíma.“ Hann segir annað fólk í flokknum hafa komið með hugmyndir sem sjálfsagt sé að ræða. „Ég hef ekki boðað neinar breytingar, hafið þið heyrt mig segja það einhvers staðar? Það eru kenningar. Það er nákvæmlega það sem það er. Eitthvað svona blaðamanna blaður.“ Þú hlærð að þessu líka með veðrið? „Það eru menn eins og þú sem skrifa langar fréttir. Ég las frétt eftir þig á Vísi um að það væru mikil átök í flokknum og þetta kom mér mjög spánskt fyrir sjónir. Ég kannast ekki við neitt af þessu.“ Það er ein spurning sem ég veit að þú elskar Bjarni, verður þú áfram formaður Sjálfstæðisflokksins? „Þarna græddi ég rauðvínsflösku, ég var búinn að veðja á að þú myndir spyrja að þessu. Þakka þér fyrir það.“ Bjarni nýtti jafnframt tækifærið til að gagnrýna stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þá greip Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, inn í. „Hvað veist þú um það Bjarni Benediktsson? Sast þú við þetta samningaborð?“ Sagði Inga Sæland. Að auki áttu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Bjarni í orðaskaki um auðlindagjöld og kvótakerfið. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan: Kryddsíld Áramót Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
„Það eru margir sem spá því 2025 að það gæti verið slæmt veður í febrúar, það er aldrei fyrirséð hvernig þetta kemur út,“ sagði Bjarni. Ýmsir fyrrverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vilja að landsfundur fari fram í febrúar eins og upprunalega var lagt upp með. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmenn flokksins, hafa öll verið hvött til þess að bjóða sig fram í formannsembætti flokksins. Spurður hvort að hann vilji fresta fundinum eða ekki segir Bjarni: „Ég tók ákvörðun um það að boða til fundar í febrúar lok, byrjun mars á sínum tíma, sjáðu til ég er formaður í miðstjórn flokksins sem tók þessa ákvörðun á sínum tíma.“ Hann segir annað fólk í flokknum hafa komið með hugmyndir sem sjálfsagt sé að ræða. „Ég hef ekki boðað neinar breytingar, hafið þið heyrt mig segja það einhvers staðar? Það eru kenningar. Það er nákvæmlega það sem það er. Eitthvað svona blaðamanna blaður.“ Þú hlærð að þessu líka með veðrið? „Það eru menn eins og þú sem skrifa langar fréttir. Ég las frétt eftir þig á Vísi um að það væru mikil átök í flokknum og þetta kom mér mjög spánskt fyrir sjónir. Ég kannast ekki við neitt af þessu.“ Það er ein spurning sem ég veit að þú elskar Bjarni, verður þú áfram formaður Sjálfstæðisflokksins? „Þarna græddi ég rauðvínsflösku, ég var búinn að veðja á að þú myndir spyrja að þessu. Þakka þér fyrir það.“ Bjarni nýtti jafnframt tækifærið til að gagnrýna stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þá greip Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, inn í. „Hvað veist þú um það Bjarni Benediktsson? Sast þú við þetta samningaborð?“ Sagði Inga Sæland. Að auki áttu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Bjarni í orðaskaki um auðlindagjöld og kvótakerfið. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan:
Kryddsíld Áramót Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu