Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. desember 2024 13:50 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. vísir/vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra átti í dag, gamlársdag, símafund með Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu. Um er að ræða fyrsta símtalið sem Þorgerður tekur í nýju embætti við erlendan samstarfsmann sinn. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. „Í símtalinu ítrekaði Þorgerður Katrín stuðning Íslands við Úkraínu í varnarbaráttunni gegn árásarstríði Rússa sem staðið hefur yfir í að verða þrjú ár. Þau ræddu stöðuna í Úkraínu og ekki síst þær miklu áskoranir sem árásir Rússa á orkuinnviði hafa í för með sér yfir köldustu mánuðina,“ segir í tilkynningunni. Jafnframt hafi þau rætt samstarf Íslands og Úkraínu á alþjóðavettvangi, framkvæmd bæði Úkraínustefnu Íslands sem var samþykkt á Alþingi í vor og tvíhliða samnings landanna um stuðning. „Úkraínska þjóðin hefur sýnt ótrúlegt hugrekki og þrautseigju í varnarbaráttu sinni gegn innrásarliði Rússa og nauðsynlegt er að styðja þau með öllum tiltækum ráðum. Grimmdarleg framganga Rússlands hefur valdið úkraínsku þjóðinni gríðarlegum hörmungum og er um leið stærsta ógnin við öryggi Evrópu, þar með talið Íslands. Sem lýðræðisríki eigum við tilvist okkar undir virðingu fyrir alþjóðalögum og fullveldisrétti ríkja til að taka ákvarðanir um eigin örlög. Ísland getur því með engu móti staðið aðgerðarlaust hjá,“ er haft eftir Þorgerði í tilkynningunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra átti í dag símafund með Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu.stjórnarráðið Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. „Í símtalinu ítrekaði Þorgerður Katrín stuðning Íslands við Úkraínu í varnarbaráttunni gegn árásarstríði Rússa sem staðið hefur yfir í að verða þrjú ár. Þau ræddu stöðuna í Úkraínu og ekki síst þær miklu áskoranir sem árásir Rússa á orkuinnviði hafa í för með sér yfir köldustu mánuðina,“ segir í tilkynningunni. Jafnframt hafi þau rætt samstarf Íslands og Úkraínu á alþjóðavettvangi, framkvæmd bæði Úkraínustefnu Íslands sem var samþykkt á Alþingi í vor og tvíhliða samnings landanna um stuðning. „Úkraínska þjóðin hefur sýnt ótrúlegt hugrekki og þrautseigju í varnarbaráttu sinni gegn innrásarliði Rússa og nauðsynlegt er að styðja þau með öllum tiltækum ráðum. Grimmdarleg framganga Rússlands hefur valdið úkraínsku þjóðinni gríðarlegum hörmungum og er um leið stærsta ógnin við öryggi Evrópu, þar með talið Íslands. Sem lýðræðisríki eigum við tilvist okkar undir virðingu fyrir alþjóðalögum og fullveldisrétti ríkja til að taka ákvarðanir um eigin örlög. Ísland getur því með engu móti staðið aðgerðarlaust hjá,“ er haft eftir Þorgerði í tilkynningunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra átti í dag símafund með Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu.stjórnarráðið
Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Sjá meira