Pitt og Jolie loksins skilin Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. desember 2024 07:53 Angelina Jolie og Brad Pitt árið 2015, þegar allt lék í lyndi. Þau hættu saman árið 2016. Getty/Jason LaVeris Leikararnir Angelina Jolie og Brad Pitt hafa loksins náð saman um skilnaðarsamning og þar með bundið á einhverjar lengstu skilnaðardeilur í sögu Hollywood. Jolie sótti um skilnað fyrir átta árum. People greinir frá því að Jolie og Pitt hafi skrifað undir yfirlýsingu hjá hæstarétti Los Angeles á mánudag þess efnis að þau hefðu skrifað undir samning um skilnað sinn. „Fyrir meira en átta árum sótti Angelina um skilnað frá herra Pitt,“ sagði James Simon, lögfræðingur Jolie, í yfirlýsingu. „Hún og börnin yfirgáfu allar eignir sem þau höfðu deilt með herra Pitt og síðan þá hefur hún einbeitt sér að því að finna frið og fróun fyrir fjölskylduna. Þetta er bara einn hluti af löngu yfirstandandi ferli sem hófst fyrir átta árum. Satt að segja er Angelina uppgefin en hún er fegni að þessi hluti sé búinn.“ Öskraði á börnin í einkaþotu Jolie sótti um skilnað frá Pitt þann 19. september 2016 eftir tveggja ára hjónaband og tólf ára samband þeirra hjóna. Nokkrum dögum eftir skilnaðinn var Brad Pitt sakaður um að hafa misþyrmt börnunum sínum í einkaþotu með því að hafa öskrað ítrekað á þau og beitt þau líkamlegu ofbeldi. Talað var um að það hefði verið örsök skilnaðarins. Hann var ekki ákærðu af yfirvöldum og neitaði Jolie að lögsækja hann. Sjá einnig: Brad Pitt sakaður um að misþyrma börnunum Fjórum mánuðum síðar birtu hjónin sameiginlega yfirlýsingu þar sem sögðust ætla að leysa úr málinu fyrir luktum dyrum og að upplýsingar um skilnaðinn yrðu trúnaðarmál. Síðan þá hefur mátt líkja málinu við kalt stríð þar sem upplýsingar og ásakanir á báða bóga hafa lekið. Síðustu ár hafa þau aðallega deilt um forræði yfir börnunum og eignarétti á franska sveitasetrinu og víngerðinni Château Miraval sem er metin á rúma 22,6 milljarða króna. Pitt kærði Jolie í febrúar 2022 fyrir að hafa selt sinn hlut í setrinu. Hún kærði hann til baka og sagði hann vera í hefnigjörnu stríði við sig. Skilnaðurinn er farinn í gegn en deilum þeirra vegna Château Miraval er ólokið. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Hollywood Bandaríkin Tímamót Tengdar fréttir Jolie tjáir sig í fyrsta sinn um skilnaðinn: Glímir við lömun í andliti Leikkona Angelina Jolie hefur nú tjáð sig um skilnaðinn við Brad Pitt í fyrsta skipti og gerir hún það í forsíðuviðtali við Vanity Fair. 27. júlí 2017 12:30 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
People greinir frá því að Jolie og Pitt hafi skrifað undir yfirlýsingu hjá hæstarétti Los Angeles á mánudag þess efnis að þau hefðu skrifað undir samning um skilnað sinn. „Fyrir meira en átta árum sótti Angelina um skilnað frá herra Pitt,“ sagði James Simon, lögfræðingur Jolie, í yfirlýsingu. „Hún og börnin yfirgáfu allar eignir sem þau höfðu deilt með herra Pitt og síðan þá hefur hún einbeitt sér að því að finna frið og fróun fyrir fjölskylduna. Þetta er bara einn hluti af löngu yfirstandandi ferli sem hófst fyrir átta árum. Satt að segja er Angelina uppgefin en hún er fegni að þessi hluti sé búinn.“ Öskraði á börnin í einkaþotu Jolie sótti um skilnað frá Pitt þann 19. september 2016 eftir tveggja ára hjónaband og tólf ára samband þeirra hjóna. Nokkrum dögum eftir skilnaðinn var Brad Pitt sakaður um að hafa misþyrmt börnunum sínum í einkaþotu með því að hafa öskrað ítrekað á þau og beitt þau líkamlegu ofbeldi. Talað var um að það hefði verið örsök skilnaðarins. Hann var ekki ákærðu af yfirvöldum og neitaði Jolie að lögsækja hann. Sjá einnig: Brad Pitt sakaður um að misþyrma börnunum Fjórum mánuðum síðar birtu hjónin sameiginlega yfirlýsingu þar sem sögðust ætla að leysa úr málinu fyrir luktum dyrum og að upplýsingar um skilnaðinn yrðu trúnaðarmál. Síðan þá hefur mátt líkja málinu við kalt stríð þar sem upplýsingar og ásakanir á báða bóga hafa lekið. Síðustu ár hafa þau aðallega deilt um forræði yfir börnunum og eignarétti á franska sveitasetrinu og víngerðinni Château Miraval sem er metin á rúma 22,6 milljarða króna. Pitt kærði Jolie í febrúar 2022 fyrir að hafa selt sinn hlut í setrinu. Hún kærði hann til baka og sagði hann vera í hefnigjörnu stríði við sig. Skilnaðurinn er farinn í gegn en deilum þeirra vegna Château Miraval er ólokið.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Hollywood Bandaríkin Tímamót Tengdar fréttir Jolie tjáir sig í fyrsta sinn um skilnaðinn: Glímir við lömun í andliti Leikkona Angelina Jolie hefur nú tjáð sig um skilnaðinn við Brad Pitt í fyrsta skipti og gerir hún það í forsíðuviðtali við Vanity Fair. 27. júlí 2017 12:30 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Jolie tjáir sig í fyrsta sinn um skilnaðinn: Glímir við lömun í andliti Leikkona Angelina Jolie hefur nú tjáð sig um skilnaðinn við Brad Pitt í fyrsta skipti og gerir hún það í forsíðuviðtali við Vanity Fair. 27. júlí 2017 12:30