Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2024 21:42 Frá vettvangi slyssins. AP/Ahn Young-joon Um sex mínútum áður en flugvél Jeju Air skall á vegg við enda flugbrautar á flugvellinum í Muan í Suður-Kóreu, vöruðu flugumferðarstjórar við mögulegri hættu á fuglaferðum. Tveimur mínútum eftir að viðvörunin, sem þykir nokkuð hefðbundin á þessu svæði, var send lýsti flugstjórinn yfir neyðarástandi, fuglar hefðu skollið á flugvélinni og sagðist hann setja stefnuna aftur á flugvöllinn. Flugvélin lenti skömmu síðar, án þess að lendingarbúnaður hennar væri kominn niður og nærri miðju flugbrautarinnar, rann eftir henni og skall á áðurnefndum vegg. Við það kviknaði mikill eldur en einungis tveir af þeim 181 sem voru um borð lifðu af. Það voru flugþjónar sem sátu aftast í flugvélinni, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Um er að ræða eitt mannskæðasta flugslys undanfarinna ára. Jeju Air flight 7C 2216 from Bangkok was carrying 175 passengers and six crew when disaster struck at the airport in Muan county, just after 9 a.m. local time Sunday (7 p.m. ET Saturday).Footage of Sunday’s crash broadcast by multiple South Korean news outlets showed the plane… pic.twitter.com/rc7AxNSYyp— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) December 29, 2024 Verið var að fljúga flugvélinni, sem er af gerðinni Boeing 737-800, til Muan frá Bangkok í Taílandi en henni var ekki lent heldur flogið lágt yfir flugbrautina og var verið að fljúga henni hring þegar viðvörunin um fuglana var send út. Sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við segja myndbönd af slysinu gefa til kynna að einhverjir hreyflar flugvélarinnar hafi ekki virkað sem skyldi þegar hún lenti. Hins vegar sé hin meinta bilun lendingarbúnaðarins helsta ástæða þess að svo fór sem fór. Mögulegt þykir að fuglar hafi valdið skemmdum á lendingarbúnaðinum, auk þess sem þeir hafi skemmt hreyfla flugvélarinnar. Í samtali við WSJ segja aðrir sérfræðingar hinsvegar að það að flugvélinni hafi verið flogið lágt yfir flugbrautina áður en reynt var að lenda henni benda til þess að flugmenn hennar hafi vitað af vandræðum með lendingarbúnaðinn. Í slíkum tilfellum sé oft flogið yfir flugbrautina svo flugumferðarstjórar geti reynt að sjá stöðuna á lendingarbúnaðinum og hvort hann sé bilaður eða ekki. Myndbönd sýna einnig að blaktar flugvélarinnar voru ekki í notkun en það er búnaður sem í einföldu mái sagt er notaður við lendingar svo hægt sé að hægja á flugvélum. Einnig hefur mikið verið kvartað yfir því í Suður-Kóreu að veggurinn hafi yfir höfuð verið reistur þarna við enda flugbrautarinnar. Umræddur veggur er sagður hafa innihaldið mikinn tæknibúnað og senda sem ætlað er að hjálpa við lendingar flugvéla, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Sjá einnig: Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Svörtu kassarnir svokölluðu, eða flugritar flugvélarinnar, eru komnir í hendur rannsakenda en að minnsta kosti annar þeirra er sagður verulega skemmdur. Farþegar flugvélarinnar eru sagðir hafa haft tíma til að senda skilaboð til fjölskyldumeðlima sinna áður en flugvélin brotlenti. Einn er sagður hafa sagt að fugl sæti fastur í öðrum væng flugvélarinnar og annar spurði hvort hann ætti að semja erfðaskrá. Suður-Kórea Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Flugvélin lenti skömmu síðar, án þess að lendingarbúnaður hennar væri kominn niður og nærri miðju flugbrautarinnar, rann eftir henni og skall á áðurnefndum vegg. Við það kviknaði mikill eldur en einungis tveir af þeim 181 sem voru um borð lifðu af. Það voru flugþjónar sem sátu aftast í flugvélinni, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Um er að ræða eitt mannskæðasta flugslys undanfarinna ára. Jeju Air flight 7C 2216 from Bangkok was carrying 175 passengers and six crew when disaster struck at the airport in Muan county, just after 9 a.m. local time Sunday (7 p.m. ET Saturday).Footage of Sunday’s crash broadcast by multiple South Korean news outlets showed the plane… pic.twitter.com/rc7AxNSYyp— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) December 29, 2024 Verið var að fljúga flugvélinni, sem er af gerðinni Boeing 737-800, til Muan frá Bangkok í Taílandi en henni var ekki lent heldur flogið lágt yfir flugbrautina og var verið að fljúga henni hring þegar viðvörunin um fuglana var send út. Sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við segja myndbönd af slysinu gefa til kynna að einhverjir hreyflar flugvélarinnar hafi ekki virkað sem skyldi þegar hún lenti. Hins vegar sé hin meinta bilun lendingarbúnaðarins helsta ástæða þess að svo fór sem fór. Mögulegt þykir að fuglar hafi valdið skemmdum á lendingarbúnaðinum, auk þess sem þeir hafi skemmt hreyfla flugvélarinnar. Í samtali við WSJ segja aðrir sérfræðingar hinsvegar að það að flugvélinni hafi verið flogið lágt yfir flugbrautina áður en reynt var að lenda henni benda til þess að flugmenn hennar hafi vitað af vandræðum með lendingarbúnaðinn. Í slíkum tilfellum sé oft flogið yfir flugbrautina svo flugumferðarstjórar geti reynt að sjá stöðuna á lendingarbúnaðinum og hvort hann sé bilaður eða ekki. Myndbönd sýna einnig að blaktar flugvélarinnar voru ekki í notkun en það er búnaður sem í einföldu mái sagt er notaður við lendingar svo hægt sé að hægja á flugvélum. Einnig hefur mikið verið kvartað yfir því í Suður-Kóreu að veggurinn hafi yfir höfuð verið reistur þarna við enda flugbrautarinnar. Umræddur veggur er sagður hafa innihaldið mikinn tæknibúnað og senda sem ætlað er að hjálpa við lendingar flugvéla, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Sjá einnig: Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Svörtu kassarnir svokölluðu, eða flugritar flugvélarinnar, eru komnir í hendur rannsakenda en að minnsta kosti annar þeirra er sagður verulega skemmdur. Farþegar flugvélarinnar eru sagðir hafa haft tíma til að senda skilaboð til fjölskyldumeðlima sinna áður en flugvélin brotlenti. Einn er sagður hafa sagt að fugl sæti fastur í öðrum væng flugvélarinnar og annar spurði hvort hann ætti að semja erfðaskrá.
Suður-Kórea Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira