Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar 31. desember 2024 07:34 Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir miklum áskorunum, ekki síst þegar kemur að mönnun og gæðum þjónustunnar. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki umönnun og nærhjúkrun í daglegri starfsemi heilbrigðisstofnana. Hins vegar er ljóst að staða þeirra þarf að vera sterkari, bæði hvað varðar starfsumhverfi, nýliðun og möguleikum til að þróast í starfi. Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á umbætur í heilbrigðismálum með sérstakri áherslu á að stytta biðlista, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, fjölga hjúkrunarrýmum, styrkja heimahjúkrun og að allir fái sinn heimilislækni. Þessar áherslur skapa tækifæri til að styrkja hlutverk sjúkraliða og bæta heilbrigðisþjónustuna. Forysta Sjúkraliðafélags Íslands vil tryggja að hlutverk sjúkraliða verði hluti af þessum áformum enda ljóst að án okkar er ógerlegt að ná þessum markmiðum. Við erum reiðubúin að vinna með stjórnvöldum að innleiðingu aðgerða sem styrkja stöðu sjúkraliða og tryggja betur gæði heilbrigðisþjónustunnar. Kreppa í mönnun kallar á tafarlausar aðgerðir Sú þróun sem blasir við í dag er áhyggjuefni. Meðalaldur sjúkraliða fer hækkandi ár frá ári, á meðan nýliðun hefur reynst ófullnægjandi til að tryggja nauðsynlega mönnun til framtíðar. Þetta skapar aukið álag á núverandi starfsfólk og hefur neikvæð áhrif á gæði þjónustunnar. Til að bregðast við þessu þarf heilbrigðiskerfið að verða meira aðlaðandi vinnustaður fyrir sjúkraliða með því að bjóða upp á betri kjör, sveigjanleika og skýra framtíðarsýn í starfi. Sérhæfing innan sjúkraliðastéttarinnar hefur fengið aukið vægi með tilkomu diplómanáms, sem er stórt skref í átt að því að efla fagmennsku og þróa störf stéttarinnar. Þetta námsstig skapar tækifæri fyrir sjúkraliða til að axla ábyrgðarfyllri hlutverk innan heilbrigðiskerfisins, svo sem í teymisstjórnun og sérhæfðri umönnun. Mikilvægt er að sjúkraliðar sem velja að mennta sig enn frekar fái raunverulegan framgang í starfi og viðurkenningu fyrir sína sérþekkingu, bæði í formi aukinnar ábyrgðar og launa. Án þessara tækifæra skapast hætta á því að sjúkraliðar leiti í önnur störf eða mennti sig út úr faginu, þar sem skortur á framgangi og viðurkenningu getur dregið úr áhuga á frekari sérhæfingu. Það er því lykilatriði að tryggja að menntun á diplómastigi leiði til stöðuhækkana og nýrra tækifæra innan heilbrigðiskerfisins, þannig að hún verði hvati fyrir sjúkraliða til að halda áfram að þróast innan eigin fagssviðs, en ekki yfirgefa það. Þetta styrkir ekki aðeins stöðu sjúkraliða heldur eykur einnig gæði þjónustu og öryggi sjúklinga í kerfinu. Tryggjum sjúkraliðum störf sem endurspegla sérhæfingu þeirra Sjúkraliðafélagið hefur sett sér skýr markmið um að styrkja stöðu sjúkraliða og tryggja að heilbrigðiskerfið geti mætt aukinni þörf fyrir umönnun, sérstaklega með hliðsjón af fjölgun eldra fólks. Til að ná þessu markmiði er nauðsynlegt að starfsfólk fái réttláta launasetningu sem endurspeglar umfang og ábyrgð starfa þeirra, ásamt viðurkenningu fyrir reynslu og sérhæfingu. Til að draga úr álagi á sjúkraliða leggur félagið áherslu á markvissar mönnunaráætlanir og innleiðingu stuðningskerfa sem styðja við dagleg störf. Dæmi um slík kerfi eru tæknilausnir sem einfalda skráningar- og lyfjagjafir, betra skipulag vaktakerfa og aukið gagnsæi varðandi vinnuálag. Einnig er mikilvægt að bjóða upp á hjálpartæki á vinnustaðnum, svo sem lyftibúnað og önnur tæki sem draga úr líkamlegu álagi. Þessi úrræði auka ekki aðeins vellíðan starfsfólks heldur bæta einnig gæði þjónustunnar. Félagið vill tryggja fleiri tækifæri til starfsþróunar og skýra betur hlutverk sjúkraliða innan teymisvinnu. Sérstök áhersla er lögð á að diplómanám fyrir sjúkraliða verði aðgengilegra. En námið er lykillinn að sérhæfingu og framgangi í starfi og veitir sjúkraliðum tækifæri til að byggja ofan á þekkingu sína og reynslu, sem eflir fagmennsku í heilbrigðiskerfinu. Til að þessi sérhæfing nýtist til fulls er mikilvægt að námslok leiði til ábyrgðarmeiri starfa og hærri launa. Án raunverulegs framgangs í starfi gæti sérhæft vinnuafl leitað í önnur störf eða yfirgefið heilbrigðisgeirann. Heilbrigðiskerfið þarf því að skapa störf sem endurspegla þá sérhæfingu og fagþekkingu sem diplómanám sjúkraliða skilar. Með þessum aðgerðum er ekki aðeins tryggt að sjúkraliðar fái viðeigandi störf, heldur er einnig stuðlað að hagkvæmari nýtingu mannauðsins í heilbrigðiskerfinu. Þetta er nauðsynlegt skref til að mæta aukinni umönnunarþörf, bæta þjónustugæði og styrkja kerfið til framtíðar. Samstarf við stjórnvöld – lykillinn að framtíðinni Sjúkraliðafélagið er reiðubúið að taka virkan þátt í nauðsynlegu samstarfi við stjórnvöld til að hrinda í framkvæmd þeim áætlunum sem settar eru fram í stjórnarsáttmálanum. Við teljum lykilatriði að mótun stefnu um mönnunarmarkmið taki mið af raunverulegum þörfum heilbrigðiskerfisins, þar sem sjónarmið sjúkraliða eru höfð að leiðarljósi. Sjúkraliðar gegna ómissandi hlutverki í heilbrigðiskerfinu og eru grunnstoð þess að tryggja gæði og öryggi þjónustunnar. Þeir veita lífsnauðsynlega umönnun og stuðla að bata sjúklinga, en þessi mikilvægasta vinna er oft vanmetin. Það er því brýnt að sjúkraliðar fái sanngjarnt mat á framlagi sínu, bæði í formi launa og starfsframa, sem endurspeglar ábyrgð og sérhæfingu þeirra. Með því að tryggja réttláta viðurkenningu fyrir störf sjúkraliða stuðlum við að aukinni starfsánægju og nýliðun, sem er grundvallaratriði í lausn á mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Við hvetjum stjórnendur og stjórnvöld til að vinna með okkur að því að efla sjúkraliðastéttina. Slíkt samstarf er lykilatriði til að byggja upp heilbrigðiskerfi sem stenst þær áskoranir sem framtíðin mun bera í skauti sér. Fjárfesting í sjúkraliðum er fjárfesting í gæðum, öryggi og manneskjulegri heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Með því að tryggja öfluga og vel mannaða sjúkraliðastétt leggjum við grunn að sterkara og sjálfbærara heilbrigðiskerfi fyrir framtíðina. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir miklum áskorunum, ekki síst þegar kemur að mönnun og gæðum þjónustunnar. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki umönnun og nærhjúkrun í daglegri starfsemi heilbrigðisstofnana. Hins vegar er ljóst að staða þeirra þarf að vera sterkari, bæði hvað varðar starfsumhverfi, nýliðun og möguleikum til að þróast í starfi. Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á umbætur í heilbrigðismálum með sérstakri áherslu á að stytta biðlista, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, fjölga hjúkrunarrýmum, styrkja heimahjúkrun og að allir fái sinn heimilislækni. Þessar áherslur skapa tækifæri til að styrkja hlutverk sjúkraliða og bæta heilbrigðisþjónustuna. Forysta Sjúkraliðafélags Íslands vil tryggja að hlutverk sjúkraliða verði hluti af þessum áformum enda ljóst að án okkar er ógerlegt að ná þessum markmiðum. Við erum reiðubúin að vinna með stjórnvöldum að innleiðingu aðgerða sem styrkja stöðu sjúkraliða og tryggja betur gæði heilbrigðisþjónustunnar. Kreppa í mönnun kallar á tafarlausar aðgerðir Sú þróun sem blasir við í dag er áhyggjuefni. Meðalaldur sjúkraliða fer hækkandi ár frá ári, á meðan nýliðun hefur reynst ófullnægjandi til að tryggja nauðsynlega mönnun til framtíðar. Þetta skapar aukið álag á núverandi starfsfólk og hefur neikvæð áhrif á gæði þjónustunnar. Til að bregðast við þessu þarf heilbrigðiskerfið að verða meira aðlaðandi vinnustaður fyrir sjúkraliða með því að bjóða upp á betri kjör, sveigjanleika og skýra framtíðarsýn í starfi. Sérhæfing innan sjúkraliðastéttarinnar hefur fengið aukið vægi með tilkomu diplómanáms, sem er stórt skref í átt að því að efla fagmennsku og þróa störf stéttarinnar. Þetta námsstig skapar tækifæri fyrir sjúkraliða til að axla ábyrgðarfyllri hlutverk innan heilbrigðiskerfisins, svo sem í teymisstjórnun og sérhæfðri umönnun. Mikilvægt er að sjúkraliðar sem velja að mennta sig enn frekar fái raunverulegan framgang í starfi og viðurkenningu fyrir sína sérþekkingu, bæði í formi aukinnar ábyrgðar og launa. Án þessara tækifæra skapast hætta á því að sjúkraliðar leiti í önnur störf eða mennti sig út úr faginu, þar sem skortur á framgangi og viðurkenningu getur dregið úr áhuga á frekari sérhæfingu. Það er því lykilatriði að tryggja að menntun á diplómastigi leiði til stöðuhækkana og nýrra tækifæra innan heilbrigðiskerfisins, þannig að hún verði hvati fyrir sjúkraliða til að halda áfram að þróast innan eigin fagssviðs, en ekki yfirgefa það. Þetta styrkir ekki aðeins stöðu sjúkraliða heldur eykur einnig gæði þjónustu og öryggi sjúklinga í kerfinu. Tryggjum sjúkraliðum störf sem endurspegla sérhæfingu þeirra Sjúkraliðafélagið hefur sett sér skýr markmið um að styrkja stöðu sjúkraliða og tryggja að heilbrigðiskerfið geti mætt aukinni þörf fyrir umönnun, sérstaklega með hliðsjón af fjölgun eldra fólks. Til að ná þessu markmiði er nauðsynlegt að starfsfólk fái réttláta launasetningu sem endurspeglar umfang og ábyrgð starfa þeirra, ásamt viðurkenningu fyrir reynslu og sérhæfingu. Til að draga úr álagi á sjúkraliða leggur félagið áherslu á markvissar mönnunaráætlanir og innleiðingu stuðningskerfa sem styðja við dagleg störf. Dæmi um slík kerfi eru tæknilausnir sem einfalda skráningar- og lyfjagjafir, betra skipulag vaktakerfa og aukið gagnsæi varðandi vinnuálag. Einnig er mikilvægt að bjóða upp á hjálpartæki á vinnustaðnum, svo sem lyftibúnað og önnur tæki sem draga úr líkamlegu álagi. Þessi úrræði auka ekki aðeins vellíðan starfsfólks heldur bæta einnig gæði þjónustunnar. Félagið vill tryggja fleiri tækifæri til starfsþróunar og skýra betur hlutverk sjúkraliða innan teymisvinnu. Sérstök áhersla er lögð á að diplómanám fyrir sjúkraliða verði aðgengilegra. En námið er lykillinn að sérhæfingu og framgangi í starfi og veitir sjúkraliðum tækifæri til að byggja ofan á þekkingu sína og reynslu, sem eflir fagmennsku í heilbrigðiskerfinu. Til að þessi sérhæfing nýtist til fulls er mikilvægt að námslok leiði til ábyrgðarmeiri starfa og hærri launa. Án raunverulegs framgangs í starfi gæti sérhæft vinnuafl leitað í önnur störf eða yfirgefið heilbrigðisgeirann. Heilbrigðiskerfið þarf því að skapa störf sem endurspegla þá sérhæfingu og fagþekkingu sem diplómanám sjúkraliða skilar. Með þessum aðgerðum er ekki aðeins tryggt að sjúkraliðar fái viðeigandi störf, heldur er einnig stuðlað að hagkvæmari nýtingu mannauðsins í heilbrigðiskerfinu. Þetta er nauðsynlegt skref til að mæta aukinni umönnunarþörf, bæta þjónustugæði og styrkja kerfið til framtíðar. Samstarf við stjórnvöld – lykillinn að framtíðinni Sjúkraliðafélagið er reiðubúið að taka virkan þátt í nauðsynlegu samstarfi við stjórnvöld til að hrinda í framkvæmd þeim áætlunum sem settar eru fram í stjórnarsáttmálanum. Við teljum lykilatriði að mótun stefnu um mönnunarmarkmið taki mið af raunverulegum þörfum heilbrigðiskerfisins, þar sem sjónarmið sjúkraliða eru höfð að leiðarljósi. Sjúkraliðar gegna ómissandi hlutverki í heilbrigðiskerfinu og eru grunnstoð þess að tryggja gæði og öryggi þjónustunnar. Þeir veita lífsnauðsynlega umönnun og stuðla að bata sjúklinga, en þessi mikilvægasta vinna er oft vanmetin. Það er því brýnt að sjúkraliðar fái sanngjarnt mat á framlagi sínu, bæði í formi launa og starfsframa, sem endurspeglar ábyrgð og sérhæfingu þeirra. Með því að tryggja réttláta viðurkenningu fyrir störf sjúkraliða stuðlum við að aukinni starfsánægju og nýliðun, sem er grundvallaratriði í lausn á mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Við hvetjum stjórnendur og stjórnvöld til að vinna með okkur að því að efla sjúkraliðastéttina. Slíkt samstarf er lykilatriði til að byggja upp heilbrigðiskerfi sem stenst þær áskoranir sem framtíðin mun bera í skauti sér. Fjárfesting í sjúkraliðum er fjárfesting í gæðum, öryggi og manneskjulegri heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Með því að tryggja öfluga og vel mannaða sjúkraliðastétt leggjum við grunn að sterkara og sjálfbærara heilbrigðiskerfi fyrir framtíðina. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar